Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 04.11.1945, Blaðsíða 6

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 04.11.1945, Blaðsíða 6
150 SUNNUDAGUrt um, sem stendur þar. Guði sé lof, það er bílstjórinn minn. Eg verð ekki strandaglppur í þetta sinn. Á A'kranesbryggju stendur Páll hjá bílnum sínum og hefur yfir sér heklu mikla. Það. finnst að viti á vont veður og ég fer að gá til lofts, grunur minn styrkist við að koma auga á kólgumekkina, sem þeytast suður yfir Akrafjall- ið. Eg tíni draslið mitt upp á bryggjuna og spyr Pál, hvort ég eigi að vera með honum. Nei, ég á að vera með Ara. Svo ber ég draslið að bíl Ara og hleð því upp, aftan við bílinn, því Ari var enn ókominn. En í sömu svifum kem- ur hann og spyr mig hvort ég sé með allt þetta drasl. Eg játti því, en þá spyr hann mig hvort ég sé galinn að hafa svona mikið. Eg segi honum, sem er, að ég haldi að ég sé ekki galinn. Þá spyr hann mig hvort ég viti ekki að far- þegar megi ekki hafa meir en 10 kg. Og þegar ég játa honum fá- fræði mína innbyrðir hann drasl- ið í skott bílsins án frekari yfir- heyrslu. Svo höldum við af stað. Billinn er ekki nema liðlega hálfur, flest bændur úr Húnavatnssýslu og Skagafirði, álykta ég. Lengi vel ríkir alger þögn. En svo kemur áð'því að tveir bændur framarlega í bílnum og sessunautar, taka að ræðast við. Eg heyri það á við- ræðum þeirra að þeir eru Fram- sóknanmenn. Þeir fara að tala um nýju stjórnina og hafa á henni lítið dálæti. Þó mæltu þeir af fuUu viti og engri ósanngimi og fannst mér það stinga átakanlega í stúf við æðið, sem var á Tímanum um þessar- mundir. Þeir töluðu um nýsköpunina. Reyndar fannst mér að þeim þætti hún frekar þunn, í roði, en, samt virtust þeir ekki vonlausir um að eitthvað af henni myndi takast. Þeir töluðu um 10 ára áætlun Framsóknar og létu þess getið að hugmyndin væri frá Brynjólfi Bjarnasyni og eiginfega hefði Framsókn ekki Jekið hana upp fyrr en hún var orðin úrelt. Annar þessara manna var stór en hinn lítill. Samræðum þeirra var háttað á þá lund að litli mað- urinn hafði aðallega orðið og átti jafnan frumkvæði að öllu sem á góma bar, en stóri maðurinn kink- aði kolli í sífellu og sagði já við öllu sem litli maðurinn mælti, eða endurtók hluta af því til frekari áherzlu. Stundum ræddust þeir við af hljóði og hölluðu sér hvor að öðr- um, líkt og ungir elskendur. Mátti ég þá ekki nema orðaskil, en skáldgáfa mín blés mér því í brjóst að þá myndu þeir vera að harma það, að Framsókn skyldi ekki hafa tekið þátt í stjórnarsamvinn-unni, eða þeir hafa verið að tala um hvílí'kur kross Jónas væri orðinn. Tíminn leið, við mjökuðumst áfram með nokkrum töfum þó. Fólkið þagði, en Framsóknarmenn irnir töluðu, og svo vorum við í Fornahvammi. Þar var hríðarfjúk^ andi af norðri, en snjómokstrar- mennirnir að norðan sögðu okkur að veðrið væri betra á heiðinni og það var kvíðafullum farþegum nokkur fróun. — Svo leggjum við af stað út í hríðina, endurnærð af hrossakjötsbollunum í Forna- hvammi. Allt gengur vel upp undir Hæðastein, nálega enginn mokst- ur, — en þar verður allt í einu steinstopp. Það berast fregnir inn í bílinn til okkar, að bað hafi brotnað öxull hjá Páli, sem var á undan, og það sem verra var: Hann hafði engan titt nógu lang- an til þess að reka brotið út úr gatinu. Samt fara þeir nú að berja og berja. Það er sagt að þeir hafi tvo titti hvern á eftir öðrum til þess að reka á eftir brotinu, en þetta kvað vera mikið seinlégra heldur en ef að staridurinn hefði verið í heilu lagi. Tíminn líður — einn klukkutími og annar til. Það er orðið kalt í bílnum því bíl- stjórinn þorir ekki að láta vél- ina gan^a af ótta við benzínþrot. Framsóknarmennirnir bretta upp kápukragana, þrýsta hatt'kúfun- um niður á höfuðin og faha í trans. Eg lofa guð fyrir loðhúfuna mína sem ég hafði haft rneð mér að heiman, og blessa húsfreyjuna í Garðastræti 19 fyrir það að lána mér peysuna utan af bónda sín- um. Alltaf eru þeir að berja þarna úti. Þeir, sem fróðastir eru í bíln- um, telja að nú hljómi höggin öðruvísi en áður og draga af því þá ályktun að komið sé að koll- hríðinni. Eg fer út til þess að vita hvers ég geti orðið áskynja. Það stóðst á endum, þegar ég kem er PáP búinn að losa brotið úr gatinu og er að renna nýja öxl- inum inn. Hefur hann nú snör handtök með að skrúfa allt fast, Eg gef mig á tal við snjómok- arana að norðan sem stóðu í hnapp við bílirin, og spyr þá hvort þeim sé ekki kalt, en þeir láta lítt yiir, Einhvern veginn finnst mér að ég sé kominn á réttan stað þár sejp ég stend meðal þessara vinnu- klæddu veðurbitnu manna. EinS og við höfum ekki allir verið skapaðir tií bess að moka möl, skít og snjó? Þegar ég kem inn í bílinn aftpr voru Framsóknarmennirnir vakn- aðir og farnir að tala um Staiín. Það skyldist mér á ræðu þeirrá, að ekki frýðu þeir honum vits, en væru ekki fjarr\ því að gruna hann um græsku. Af stáð héldum við, eftir, nálega þriggja sturida Framhald á hls. 152. t

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.