Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 11.11.1945, Side 5
SUNNUDAGUR
157
KONA MEÐ HATT
Það gsngur stundum gömul kona
eftlr þonpGgötunni og prjónar. Og
hún er stundum all skrítin í hátt-
■um, þess: gamla kona.
Á rúmhelgum stendur hún oft
og einatt und;r suðurvegg kirki-
unnar og syngur. Og þarna stend-
ur hún, útskeif og skorpin af elli;
oftast hræðilegy fáklædd, þótt
nepja sé. En alltaf er gamli flóka-
hatturinn á 1 sínum stað, keyrður
niður yfir ey.ru. Hann nær lengst
niður áð aftan og pemur þar við
axlir henni. Hatturinn er sýnilega
af karlmanni.
En hvað um það, þarna kyrjar
sú gamla og ger r sig söngpípu-
lega til munnsins, þegar einhver
gengur framhjá. Og versin, sem
hún syngur, þarna undir vegg
guðsmusterisins, hafa menn fyrir
satt, að séú óguðleg mjög og ver-
aldleg, og fullyrða jafnvel, að það
leynist í þeim klám. Höfund þeirra
telja raenn ýmist vera fornan ó-
þverrakjaft eða kellu sjálfa.
En á helgum dögum, þegar guð-
hræddar og frómar manneskjur
halda til kirkju og l'ofa sinn guð,
situr kerling sem fastast heima í
kofa sínum og prjónar. Kofinn
stendur utan til í þorpinu, byggð-
ur úr torfi og grjóti og er með
gisið stafaþil að framan.
„Já, látum það hallelúja upp í
drott nnmyndina sina“, tautar hún
og herðir lykkjuna. Hún prjónar
fyrir fólk. Fínasta prjónles og sjó-
vettlinga, allt prjónar kerling. Og
hún prjónar alltaf, líka um há-
messuna, nema sjóvettlinga, þá
prjónar hún ekki á helgum. Henni
er vel við sjómenn, þeir víkja
henni líka meiru en aðrir fyrip
vinnu hennar. Þess vegna vill hún
ógjarna, að guð fái höggstað á
þeim fyrir hennar tilverknað, því
að boyg hefur korling af drottni,'þó
að hún sé bessí ótukt í hans garð.
Þessi óvild hennar byrjaði á
meðan kar.linn hennar lifði. Þe'r
áttu í sifelldum erjum drottinn og
hann. Og hó áð hún svndi nú karli
sínum aldrei neina sárstaka bl’ðu
í hjónaband nu, þá tók hún alltaf
afstöðu með honum gegn féndum
hans, hvort sem það var drottinn
eða einhver annar.
Það var margt, sem þeim bar á
milli karli hennar og almáttugum
drottni. Karl vildi ólmur róa á
Smásaga eftir
Stefán H'i/ð Grímsson
sunnudögum og gerði það, þegar á
sjó gaf, en drottinn hafði, á dög-
um sköpunarinnar, skipað 'valds-
mannlega, að menn skyldu hvílast
þann dag. Vitanlega fór karl aldrei
í kirkju, en slíka fofhezlu er guði
meinilla við. Einu sinni hafði hann
þó drattast á jólum, en hafði þá
hrotið undir ræðunn’ og slíkt er
refsivert í augum drottins.
Af skiljanlegum ástæðum varð
guð mjög gramur karli fyrir þetta
líferni hans. Og vegna síns rétt-
læfs reyndi hann hvað eftir ann-
að að kála honum í hans sunnu-
dagsróðrum. Hefur bað almennt
verið talinn vani guðs, að sökkva
þeim í djúpið, sem róa til fiskjar
á hans helgidegi og vanrækja
messu. En karl var var um sig,
sem sjálfur skollirtn og erfitt við
hann að eiga. Og réttlátar til-
raunir guðs, til að koma honum
fyrir kattarnef, fó.ru hvað eftir
annað út um þúfur.
Karlinn þrælaðist til lands, þótt
fárviðri væru skollin á, þó oft við
illan le'k. Eitt sinn hafði hann
misst fingur, er hann batt bátinn
við bryggju, en slíkt var aðeins
smávægilegur snoppungur.
En loks kom þó að því, að karl
varð að láta í minnipokann og
týna líftórunni. Hann hafði róið
snemma á sunnudagsmorgni í blíð-
skaparveðri og með honum báðir
synir beirra, strákapíslir um ferm-
ngu. Þennan dag gerði afspyrnu-
rok með hríðarmekki, — sannkall-
að gjörningaveður. Þeir fórust
allir.
Alla nóttina beið hún beirra í
fjörunn' í skjóli sjóhússinsj það
var löng nótt og köld.
Daginn eftir rak karlinn upp
á ströndina ásamt spreki úr bátn-
>um, en synina rak aldrei. Alltaf
var hann e.'ns karlinn, dauður
þrælaði hann sér til lands, fyrst
hann kcmst ekki lifandi.
Sjéhús'ð seldi hún fyrir útför
karlsins. Það var hvort sem var
einskis nvtt, fyrst allt hitt var
farið til fjandans. En kofann á
hún ennþá, og þar s'tur hún núna
og prjónar.
„O, svei, bú hefðir þó ekki þurft
að dreoa saklausa drengina mína,
bölvaður“, tautar hún.
Hún lýkur við af prjóninum og
skygnist út um gluggann. Það er
far'ð að bregða birtu og nokkrir
strákar leiðast eftir götunni. Þeir
syngja:
„Það var einu sinni kerling,
og hún hét Pálína.
Pálí-na-na-na — — —
En kerl'ngin heitir ekki Pálína.
Hún heldur áfram að prjóna og
het-ðir lykkjuna.
□
I Pompeje hafa götur ekki verið
nema ein vagnbreidd og vagnarn-
ir runnið í djúpum hjólsporum.
Þar hefur því verið einstefnuakst-
ur.