Alþýðublaðið - 02.06.1969, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.06.1969, Blaðsíða 4
f; r ’ ^ ^CJfrfr'rrífí /• 4 Alþýðublaðið 2. júní 1969 verskur almenningur. Dæmi: UM BLÖÐOG PÓLITÍK Madras 19. 5. 1969. ALSTAÐAR þar sem ég er á ferð reyni ég að verða mér úti um dag- blöð til að sja hvernig kollegar mín- ir líta á tilveruna, þ.e. ef nokkur blöð fást á málum sem mér eru skilj- andeg, en þau eru vandræðalega fá. Þess vegna les ég blöðin hér á Indlandi með áfergju. V/st má margt gott um indversk b!öð a@ segja. Þau eiga mörg að vera rckin samkvæmt rótgrónum venjum enskra blaða og eru mörg á ensku því enska er hér mál stjórnmála og æffri menntunar. Þá get ég sagt þeim til hróss að þau eru merkilega frják að því leyri að engri ritskoðun er við þau beitt; þau eru Hka merkilega laus undan oki pólitískra flokka og eiga til að segja hressilega meiningu sína um þá. En sem gamall fréttastjóri er ég ekki með á hvernig þau haga mati sínu á fréttum. Mat á fréttum er höfuðatriði við ritstjórn biaðs, um það getur engin tilviljun ráðið, það hlýtur að fara eftir skapgerð og ráðnum vilja ritstjórans. Blað er kanrwfki fyrst og fremst hvernig efni er merið. Ef ókunnugur tdkur indverskt blað og !es það í gegn þá hlýtur hon- um að finnast að óskapHeg pólitísk 'krfsa heltaki þjóðlffið cinmitt þá dag- ana. Á. forsnðu eru nær eingöngu fréttir af því sem pólitíkusar segja og gera. J Oft finnast mér indversk blöð vera í sana báti og íslenzk rétt fyr- ir -kosningar, þann tíma sem þau taka sér frí frá blaðamennsku, að því frátdknu að indversk blöð eru ekki með flokkspólitík, heldur blása sig jút yfir öllu, sem pólitískusar leggja hönd að hvort sem það er stórt eða- smátt, eins og ekkert ann- að kkioti máli í veröldinni. A' hinn hóginn vanrækja þau tíl- fintjan'lega að gera því skil sem fram fer með þjóðinni. Mig er farið að gnma •'ð stóratburðir geti skeð án þess r. jkkur \ iti, kannski sízt ind- Fyrir fáum vikum birtist lítil frétt um það í nokkrum blöðum að nátt- úruundur væru að gerast í Kasiunír. Frá þessu var sagt i stuttri eindálka frétt, feitletraðri að vísu, á sama tíma og forsíðan var úttroðin af frásögnum af orðum og gerðum stjórnmálamanna sem þá daga voru þó nákvæmlega sama þvargið og vanalega. Undrin reyndust engin smá-tíð- indi: dalbotn eða lítil slétta í Kasli- mír var I heilu lagi tekin að síga. Um leið og dalbotninn seig, brustu undirstöðúr fjalianna í 'kring og boðaföll af aur og grjótí og foss- andi vatnsflaumur kaffæj-ði hluta af byggðinni í dalnum. Mörg þorp lögðust í auðn, sum grófust undir skriður. Og þessi ósköp höfðu verið að gerast í ríu daga er fréttin var rituð. Þó hafði fréttin sannanlega borizt löngu fyrr, á þetta hafði ver- ið drepið í einhverju blaði nokkr- um dögurn áður, en svonalagað virt- ist flokkað undir smámuni. Samt var til manntegund sem kunni að meta „smámuni", jarðfræðingarnir, þeir störðu agndofa á — einsog átján barna faðir í álJcheimum á þvöruna forðurn. Manntjóns og eigna var að litlu getið. Siðan hefur ekkert af þessu frétzt. Engin blöð virðast þess umkomin að senda fréttamarm á vettva ng að tala við fólkið í þessum afskekkta fjalladal og lýsa atvikum grandgæfi- lega. Vera má að þau hafi ekki efni á að leggja mikið fé í mikil ferða- lög blaðamanna. En þau hafa pen- inga til að elta pólitíkusa útum allar tríssur og hirða upp með respekt hvert orð sem útúr þeim kann að hrjóta. Ég undraðist Iíka nú fyrir tveím- ur mánuðum, eða tatplega það, er fréttir voru sem óðast að berast af þurrki og vatnsskord í ýmsum byggð um Madrasríkis, að ekkert blað skyldi senda mann útá þurrkasvæð- in að ræða við fólkið sem áttí í vandræðunum. Afturámóri voru blöðin óþreytandi að greina frá hvað stjórnmálamienn segðu um þurrk- inn, og er þeir panfílar komu á þurrkasvæðið í heimsókn með fríðu föruneyti vantaði sízt að fréttir bær- ust af. því og orðum þeirra við það tækifæri. En á sama hátt og íslenzk- ir stjórnmálaforkólfar fóru í fyrra að horfa á hafísinn ofanúr loftinu, þannig þykir hér þrautalending er ótíðindi gerast að fá ■stjórnmála- menn til að koma á staðinn og gefa yfírlýsingu, alvegeins þótt allir viti fvrirfram hvað aumingja mennirn- ir ætli að segja. Það er vi’st viðeig andi formalítet við vandræðin, og maður verður að haga sér eftir góð- um siðum eins þótt fólk fái ekki einu sinni vatn að drekka! Og dálítið fannst mér brosleg sú deila er upp kom hér ■/ Madras um sama leyti útaf vatnsskortinúm. Con- gressmenn sem eru í stjórnarand- stöðu í Madrasríki gerðu mikið veður útaf því að farið væri að sklammta drykkjarvatn í Arcot, byggðarlagi ekki langt frá Madras- borg. DMK-menn sem með völdin fara staðhæfðu á móti að enginn vatnsskortur væri í Arcot. Svo þrefuðu þeir um þetta einsog stund- um hendir pólitíkusa er þeir gleyma sér við pex um atriði sem sýnast hafa agítatórískt gildi. Og ekki brugðu blöðin þeim vana sfnum að greina frá þrefinu. A hinn bóginn virtist .engum koma til hugar að senda mann til Arcot og láta þá sem h'lut áttu að máli segja frá. Nú er það vitaskuld merkilegt efni að greina vendilega frá stjórn- málaátöknm, en þá er valdast hversu á er haldið. Islenzkir blaðalesendur spyrja kannski hvernig liægt sé að haga fréttaflutningi um pólitfk óskynsam- lega ef þess er gætt að draga ckki taum neins sérstaks aðila — þvf lieima erum við ekki einu sinni komili svo lanet nð eiga óháð blöð En ,víst er þnð auðvelt. F.ndaþótt blöðin segi stjórnmála- mönnurn stundum rækilega til synd- anna þá gæta þau ek'ki hófsamlegra hlutfalla í va'li stjórnmálafrétta. Sú rnynd sem þau draga upp af þjóð- lífinu gefur til kynna að ekkert 9 gerist nema pólitískt fjöreggjakast stjórnmálamanna. Þau froðsa í hrá- 9 skinnatogi þeirra og hrossa'kaupum, 9 landstjórnin sjálf hverfur í skugg- 9 ann. fyrir áhuga á vopnaviðskiptum m og pólitískri taflmennsku. En þessi miklu skrif um stjórnmál | gera stjómmálamenn þekkta, þeim « ' líldar vel, þeim verður lífct og þjófn- M um sem átti að hengja: „ekkert ger- M ist fyrren ég kem“. Aðalatriðið er ■ ebki að manni sé hælt, aðalatriðið ■ er að vera umskrifaður. Sá einni sem 9 iifir í húmi þagnarinnar er útS'kúf- 9 aður í þessari sjóbissniss og sölu- mennsku tílveru sem við lifum í. Það er ofvöýtur f pólitíik um alian 9 hcim. Allir vllja eignast þar sinn 9 bás og fá þa j sinn meis, því þar ■ er auðvelt að*f„komast áfram“, og 9 að „komast Éram“ er íífshugsjón I kvikmyndastjöfnu og söluinennsku hugarfarsins; fýrir stjörnunni þarf 9 að klappa, annare er hún ekki 9 stjarna, og söluimðurinn þarf að 9 'kunna að kjafla út vöru sína, hvort ■ sem hún er vond eða góð, annars 9 er 'hann ekki sölumaður. Hvað 9 maður cr skiptir minna máli en hvað manni tc\st. í pólitík er jafn- 9 vel hægt að komast hátt án þess að 9 vera nokkuð annað en réttur og 9 sléttur meða'lmaður. Til þess er not- _ að verkfæri sem heitir pólitískur 9 flo'kkur. Þess vegna getur orðið 9 eftirsóknarverðara að vera þarfur ® flokknum heldur en þjóðinni. Blöð eiga að vera hið vökula 9 auga sem fylgist með og greinir 9 sanngjarnlega frá. Þau eiga að hafa h sjónarmið hins almenna upplýsta 9 lesanda. Ef þau gleyma þeirri meg- 9 inskyldu siruii sem felst í orðuntim ** „virðing fyrir sannlejikanum og rétti I almennings til að fá að vita sann- ® leikann" hver seni hann er, þá er voðinn vís. Fjölmiðlunartækin eru taugakerfi nútíma samfélags. Ef þau bregðast verður samfélagslíkaminn 'h'elsjú'kur. A Vesturlöndum er það útt'arp og þó einkum sjónvarp er fregnir flyt- ur af því sem er að gerast; blöðin (tímarit og bækur) eru aðallega sá aðili sem dæmir, eru einskonar samvizka. En á Indlandi verða þau að gegna að nokkru báðum hlut- verkunum því hér er ekkert sjón- varp. „ Blöð eiga að vera samvizka stjórn- málanna einsog annarra, en ekki þrælar þeirra og senditíkur. Ef þau vanrækja það eða gefa pólitnsku þrasi of mikið rúm er verið að leiða stjórnmálarnenn útá hála braut Þá er látið óátalið þótt • hin pólitíska refskák verði óeðlilega mikil prósenta af viðfangsefnum stjórn- málamannsins, óeðlilega miktl á- herzla er lögð á sniðugheit í póli- tískum skiptum af því manni er slegið upp fyrir sniðugheit dkki síð- ur en röggsemi, og svo getur farið að stjórnmálalifið losni úr tengsl- um við þjóðlífið, verði sérgrein. eða íþrótt á borð við boxarakúnst og glímu. Þetta er sjálfsagt eðlilegur barna- sjúkdómur á vogt mannréttinda og lýðræðis. Mannréttindi og lýðræði eru að kalla ný í sögunni, með hvorugt kunnum við að fara. En þessa tilhneigingu lýðræðis og þingræðis vinnubragða til að af- skræmast og spillast af sl'eikjus'kap við stjórnmálavöld og dýrkun á pólitísku valdaspili sjá Naxalítar hér á landi vel, og aðrir formælendur blóðugrar byltingar, og œtla að nota útí æsar. Kömmúnisti nokkur sagði í vetur af sér öllum stjórnmá’lastörfum, þingmennsku og trúnaðarembætt- um fyrir flokk sinn, afþví vinnu- brögð lýðræðis og þingræðis voru í hans augum þýðingarlaus vitleysa, of spillt og afskræmd itil þess hann gæti hugsað sér að koma þar nærri. Sennilega hefur hann gengið í neð- anjarðarflokk byltingarmanrm — þeirra sem segir að „völd grói útúr byssuhlaupum". Ég hef hevrt gáfaða velviljaða og hugsandi alþýðumenn heima á Is- landi taka sér svipuð orð í munn um stjórnmál. Þó er að mínu viti sú villan alvar- legust að gefast upp, 'heldur að reýna að finna nýjar leiðir. — SIGVALDI. Þakka innflega auðsýnda samúð og vinarbug við andiát og jiairðarfðr eiginmanns míns JÓNS SIGURÐSSONAR vélstjóra, Sólheimum 23, Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Halldóra Jónsdóttir. Útför mannsins míns, ÁSMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, biskups, fer fram frá Dómkirkjiunni miðvikudaginn 4. júní kl. 2 e.h. Steimmn Magnúsdóttir. mimm ANNAÐ EKKI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.