Alþýðublaðið - 02.06.1969, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 02.06.1969, Blaðsíða 9
qftor irrr'rf £ Ifó&IduttftjlA '8 Alþýðublaðið 2. júní 1969 9 Harm velur fæstar af plötun- utm úr safni útvarpsins, (heldiur fær iþær að láni hjá vinum sín- um ýmsum, og sjálfur á hann SiiJnar, ,,Við erum 10 saman i hljómplötuklúbbi og hittuimst Ihálfsmánaðarlega; þar ber margt á góma og er mikið spil- að“, i Stundum fær bann 'bréf frá Mustendum, ,,oft alveg stórkost leg bréf sem mér þykir fjarska- lega vænt um. Og ég fæ líka að vita þegar fólki líkar miður. Smekkurinn er sannarlega mis- munandi. Einu sinini t’ók ég t. d. sex prímadonnur og Valdi þær feem viðurkenndar voru lum all- an- heim sem kannski þær allra allra beztu, Callas, Tebaldi. I Victoria de los AngeTes, o. s. frv. Nú, teitir þann unaðslega Söng fékk ég bréf frá sárhneyksl uðum hlustanda. Hann kvaðst alltaf hljusta á þáttinn, en hót- aði því að hann skyldi skriífa fyrir og hætta algerlega að •hlusta á mig ef ég ætlaði að Teyfa mér að taka upp á ósvinnu sem þeirri að útvarpa svona 'kerlingaskrækjum yfir lansdlýð inn!“ SSB rHljémp8öfusafniðr hjá Gunnari Guðmundssyni 1 kvö-ld kl. 22.30 heyrum við Hljómpiötusafnið hjá Gunnari C iðmundssyni, þennam ágæta og vinsæla þátt sem unnendur kiassískrar tónlístar mega eigin- lega alls ekki láta framhjá sér fara. Og séu þeir vant við. látn- ir á mánudagskvöidum, er ekki öll von úti, því þátturinn er endurtekinn kl. 11 á miðviku- dögum. Eins og flestum er kurinugt. er Ounnar framíkvæmdastjóri iSinfónluhljómsveitarinnar og iþví gegnsýrðiu af sígildri tónlist hæði í aðalstarfinu og í sam- þandi við þáttinn sem heyrir náttúrlega undir aukastörf. iHann situr í skrifstofu : sinni Oi.já Híkisútvarpinu með sólskins þros á vörum — það hlýtur að hafa göfgandi áhrif á skapgerð- ina að gera lundina léttari að Qifa og hrærast innan um fagra Itónlist. Að minnsta kosti væri isynd að segja, að Gunnar væri súr á svipinn. FF. JALST OG FORMÚLULAUST „Já, hugsaðu þér. það eru kom- in 13 ár síðan ég byrjaði með þáttinn á Mozart-árinu, 1956“, Segir hann. „Tíminn flýgur án .þess að við verði spomað — þótt maðurinn geti ýmislegt, getur hann ekki þetta: ekki ráð ið við tímans þunga nið“. En minnugur þess, að það er .,HLjómplötusafnið“ en ekki nið ur tímans sem er á dagskrá, fer hann ekki engra út í þá sálma, Iþótt hann gæti vafalaust líka sagt margt prýðilíegt ef hann tæki þá línuna. ,,t>egar ég ar beðinn um þetta, sagði ég: ,Eruð þið vitláusir? Ég að tala í útvarpið. Ekki nema það þó!‘ “ Hdnn lét þó telja sér hug- hvarf. og síðan eru liðin 13 ár. „Ég skal játa, að það er nokk uð strangt að verá með þáttinn i hverri viku, en ég reyni að ihafa hanm alveg form.úlulausan og í, frjáteu formi, tek ýmist þetta eða hitt eftir því sem verk ast vill hverju sinni, og stundum veitist Iþað létt og stundum mjög erfiðlega. Annars reyni óg að vera stuttorður, því að það er ekki ég sem á að tala þama, iheldur músíkin. Ég geri svo sem „ÞaS5 er ekki ég, sem á að tala, heldur músfkin.“ Gunnar Guðmunds son, framkvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitarinnar, í skrifstofu sinni hjá Ríkisútvarpinu. (Mynd: Gunnar Heiðdal) ekkert — en ég er með alla mieistarana að baki mér og teíli þeim fram‘‘. FORVITNILEGT OG FRAMANDI Hann leitast við að koma með eitthvað sem er ekki alltaf ver- ið að spila. „Jú, það er kannski istefna í sjálfu sér, niin! eina regla. Ég reyni að koma með nýjar upptökur og rnýjar útgáf- ur, leggja mig í framkróka við að finna eitthvað óven.julegt, forvitnilsgt og framandi. Hljóm plöutiðnaffiurinn er orðinn svo gífurlegt fyrirttæki, að úr.valið er ótrúlegt, og allir keppast við að ikoma með verk sem sjaldan eru spiluð. Þannig hafa verið upp- götvuð á nýjan leik mörg ágæt- is tónskáld sem hafa horfið í • igleymsku alls ekki af því að þau verðskulduðu það, heldur vegna þess að á þeirra tí-mum skinu aðrar stjörnur of skært“. Hannes J. Magnússon flyfur erindi: LEIÐSÖGN OG REFSING Klukkan 20.20 í kvöld flytur Hann- es j. Magnússon, skólastjóri, síff- ara útvarpserindi sitt um leiðsögn og refsingu. Erindi Hannesar um uppeidis- og kennslumál svo og skrif hans um þau efni hafa á und anförnum árum vakið almenna at- hygli, enda er maðurinn í senn ve! máli farinn og mælir af reynslu. Hannes J. Magnússon á að haki sér rúmlega fjörutíu ára feril við kennslu og skólastjórn, auk þess sem hann hefur flutt fjölmörg er- indi þaraðlútandi og skrifað bækur um þá reynslu sína, þar sem ekki fer á milli mála, að hann hefur til brunns að bera þekkingu og sál- fræðilegt innsæi gagnvart hinum ungu nemendum sínum. Þá hefur Hannes og haslað sér völl sem barna- og unglingabókahöfundur, og mun eiga sér allstóran lesenda- hóp meðal ungu kynslóðarinnar. —- Um hvað fjallar erindi þitt í kvöld, Hannes? — Eins og nafnið gefur til kynna fjallar það um leiðsögn- og refsingu barna og er samstofna fyrra erindi mínu um sama efni. — Og hvaða niðurstöður berð þú þar á lx>rð fyrir áheyrendur? — Ja, ég tel að við eigum að fara vægt í sakirnar gagnvart ávirð- ingum barna og yfirsjónum þeirra. Börn má ekki taka harkalegum tök- um, þó að þeim verði eitthvað á; það er miklu skynsamlegra að koma fram við þau af fyrirgefanidi 6kiln- ingi: leiðrétta villu þeirra og leiða þeim fyrir sjónir, að þau hafi ekki breytt, eins og góðu barni sæmdi. — En á nú ekki elclri kynslóðin oft og einatt mesta sök á yfirsjónum barnanna og unglinganna? — Jú, áreiðanlega. Fullorðna fólk- . ið sýnir ekki það góða fordæmi, sem vera ber, og börnin koma á efiir. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að börnin séu miklu betri en foreldrarnir. — Surnir telja, að æska nútímans sé spillt af oflæti. Heldur þú, að eitt- hvað sé hæft í því? — Já, áreiðanlega. Við íslending- ar höfum ekki kunnað okkur hóf upp á síðkastið og börnin draga dám af því. Þetta er ckki nema eðlL- lcg þróun. G. A. TRYGGIR ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ GÆÐIN KARLMANNAFÖT með þessu merki fyrir- liggjandi I fallegu úrvali á mjög hagstæðu verði. Útsö.lustaðir: A N D R É S Ármúla 5 — Sími 83800 Skóiavörðustig 22B Sfmi 18250. FÁTAMIÐSTÖÐIN Bankastræti 9 Sími 18252. HERRAMAÐURiNN Aðaistræti 16 Sími 24795.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.