Alþýðublaðið - 12.06.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 12.06.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 12. júní 1969 Juliet Armstrong Töfrahringurinn j I Smáauglýsingar S 17- I fljóta me3. Ég er með bæði ermahnappa og bindisnál. Faðir og dóttir fóru út, og Helen leit á fötin, sem voru í tösku mannsins hennar. Þótt hún væri bæði óróleg og áhyggjufull, fannst henni skemmtilegt og róandi að fást við þetta hversdagslega verk. 16. KAFLI. Dermot var önnum kafinn, og eins og hann hafði rennt grun í, neyddist hún til að sjá ein um Tom Merryl, þegar hann kom í matarboðið. Hann faðmaði hana að sér og fullvissaðf hana um, að hún væri feg- urri en /nokkurt málverk, en bætti svo við eftir and- artaks hik, að hún virtist dálítið döpur. Hún hló feimnislega og yppti öxlum. Þegar þau Tom sátu ein í matgalnum og hann hafði gengið úr skugga um, að hurðin félli vel að stöfum, tfyrjaði Helen að ræða vandamáþsín. ■— Þú sagðir, að ég væri döpur. Ég er það líka. ;íg held, að ég geti aldrei orðið hamingjusöm hérna. Hann leit skelfingu lostin á hana. — Áttu við, að hjónaband þitt...? — Alls ekki! Hún var svo skelfingu lostin, að hann róaðist á stundinni og brosti. — Þetta var heimskulegt, Helen. Mér finnst hins vegar, að ekkert annað skipti máli, meðan þið Der- mot eruð hamingjusöm samarr. — En hvað fáum við að vera hamingjusöm lengi saman? spurði hún hrygg, og svo sagði hún honum frá þeirri óvináttu, sem Toní sýndi henni og fullvissu sína um, að Anna væri undirrót alls ills. Hann hrukkaði ennið. — Ég mundi henda Önnu á dyr og láta mig engu skipta, hvað Toní segði. Ég skil ekki, að Dermot skyldi ekki fyrir löngut reka hana á dyr. — Húnr hefur vit á að haga sér vel, þegar hann er viðsfaddur, svaraði hún biturlega. — Hann skamm- aði hana daginn eftir að við komum og hún gefur ekki átyllu til neins, þegar hann er heima. Hann þagði um stund, en sagði svo hugsandi: — Þetta fer illa með taugarnar. Þér liði betur í öðru húsi, þó svo að það væri ekki jafnglæsilegt og þetta hús. — Það er rétt, Tom! Ég er ekki afbrýðisöm. Ég veit, að Dermot þótti vænt um llónu og ég veit, að hann elskar mig, þetta angrar mig ekki hið minnSta. En það er þessi dýrkun á llónu, sem Anna og Toní halda við, sem er alveg að gera út af við mig. Það eitrar andrúmsloftið. Ég er að kafna. Skyndilega hvarf reiði hennar eins og dögg fyrir sólu. — Ég ætti ekki að segja þér þetta, því að ég þekki þig svo lítið. Hanrr þrýsti hönd hennar. — Við erum frændsyst- kini og fjölskylduböndin eru traust í okkar ætt. Allt, sem ég get gert til að gera þig hamignujsama ... allt, sem ég get gert til að leysa þetta vandamál... — Þú ert elskulegur, Tom. Tárin stóðu í gráum augum hennar en varir hennar brostu. — Þetta geng- ur allt saman. Ef Dermot fær að vita, hvað mér leið ist hérna, finnur hann arrnað hús handa okkur. Það varð aftur löng þögn, en þá spurði Tom allt í einu: — Viltu fá hús, sem er fullbúið húsgögnum? Hitt býlið mitt verður bráðum laust. Hr. Masport, sem býr þar núna, hefur haft í hyggju að flytja allt frá því að konan hans dó. Hann er einmana þar og hann ætlar til Cantlebury til dóttur sinnar og tengdasonar. — Ö, Tom! Megum við fá það leigt? Helen Ijóm- aði. Hann skellti upp úr. — Vertu nú ekki hrifin fyrir- fram. Þú hefur aldrei séð það — og ég segi þér hreinskilnislega, að það er ekkert í samarrburði við Willow Close. Svo er það líka þetta með húsgögnin. Leigusamningurinn við Masport er ekki enn útrunn- inn og hann vill heldur leigja húsið með öllum hús- gögnum en setja húsgögnin í geymslu — og þó hef ég boðið honum að finna annan leigjanda, svo að hann losni við að greiða mér leigu þennan tíma. — Það væri indælt! Þá gætum við komizt að því, hvort húsið hentaði okkur í staðinrr fyrir að byrja að búa það húsgögnum frá kjallara til kvists. Við gætum meira að segja leigt Willow Close á meðan. Það væri betra fyrir Dermot en að 'selja hús og húsgögn í skyndingu. — Heldurðu, að hann taki það í mál að flytja þó svo að það sé aðeins um stundarsakir? Tom virtist á báðum áttum. En hún lét þetta ekkert á sig fá. — Hvenær má I ég koma og skoða húsið? B Hann leit á klukkuna. — Núna, ef það herrtar þér! | Við erum búin að borða og klukkan er rétt rúmlega | álta. Karlinn hlýtur að vera heima. Ég segi honum, ^ að þig langi til að líta á húsið fyrir vin þinn. Hún hrukkaði ennið og hugsaði sig um. — Dermot I kemur heim milli hálftíu og tíu og ég verð að vera g heima þá. En ef við látum kaffið eiga sig og förum I strax, þá ... i — Við skulum gera það, sagði hann og reis á g fætur. — Taktu kápuna þína og komdu. Það tók þau aðeins fáeinar mínútur að aka til North | End-býlisins og Helen létti mikið, þegar hún sá húsið. g Samanborið við Willow Close var býlið hans Toms I hversdagslegt og alls ekki fallegt. En það var byggt I úr múrsteini og sneri til suðurs og garðurinn var lag- g legur, þótt hann væri ósköp hversdagsleguh. Hr. Masport kom til dyra. Hann var feitlaginn eldri 1 maður og vildi gjarnan sýna þeim húsið. — Ég þarf g að komast héðan, sagði hann og stundi og stunan sú I stakk einkennilega í stúf við feitlagið, rjótt andlit ■ hans. — Ég hef aldrei þolað að búa upp í sveit og g mér hundleiðist hér eftir að ég missti veslings Agnesi. I Ég held, að ég kunni betur við mig í Cantlebury. En ■ hvort ég held það út að búa hjá dóttur minni, hann I strauk sköllótt höfuðið, — það veit ég nú ekki. — En hefur yður ekki liðið bærilega hérna? spurði * Tom meðan hann sýndi þeim húsið. tresmiðaþjonusta Látið fagmann annast viðgerðir og viðhaid á tréverki húseigna yðar, ásamt breytinigum á nýjiu og eldra húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vátarlok x. . _* - ___ aeiíi íidco j xi’vaT'^ fyrh á’ kveðið verð. — Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skiplioiti 25, Símar 19099 og 20988. GLUGGAHREINSUN og rennulireinsun. Vönduð og góð vinna. Pantið í tíma í síma 15787. BIFREIÐ AST J ÓR AR Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein: hemlaviðgeðir, hemiliavarahiliutir. Hemlastilling h.f., Súðavogi 14, Srmi 30135. Getum útvegað tvöfalt einangrunargler með mjög stuttum fyrirvara, önnumst máltöku og ísetningu á einföldu og tvöföldu gleri. Einnig alis konar við- hald utahhúss, svo sem rennu- og þaikviðgerðir. Gerið svo vel og leitið tilboða í símum 52620 og 50311. BÓLSTRUN — SÍMI 83513. Hef fluttt að Sfcaftahlíð 28, klæði og geri við bódistruð húsgögn. Bólstrun Jóns Árnasonar, Skaftahlíg 28, sími 83513. BIRKIPLÖNTUR til sölu, af ýmsum stærðum, við Lynghvamm 4. — sími 50572. JÓN MAGNÚSSON, Skuld, Hafnarfirði. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir, uppsetningu á hrein- lætistækjum, frárennslis-og vatnslagnir Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til léigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgröf- ur og tðlkrana, til allra framikvæmda, innan og utan borgarinnar. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 Heimasímar 83882 — 33982. 31080. SÓFASETT með 3jai og 4ra sæta sófum, ennþá á gamla verðinu. BÓLSTRARINN, Hverfisgötu 74, sími 15102. Auglýsingasíminn er 14906.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.