Alþýðublaðið - 15.06.1969, Side 4

Alþýðublaðið - 15.06.1969, Side 4
cello Mastroanni og Sophia Loren. Og Gandhi! Hún ráðleggur mér að forðast alla þá, sem fæddir eru undir merki Sporð drekans, og bætir því við, að tíu ára göm- ul dóttir húsvarðarins hafi vakið áhuga sinn á stjörnuspeki. Þegar Tyrone Power lézt, voru þær Linda Christian og dætur hennar í Mexí- kó, heimalandi Lindu, sem er mexíkönsk að uppruna. Romina var þá sex ára og minnist föður síns aðeins óljóst: þetta, sem þeir Gandhi — en ég er vön að sökkva mér niður i rit hans, þó að ég skilji ekki allar hans keningar — og Martin Luther King geta kenrrt okkur aö forðast. Beitið ekki aðra ofbeldi, segia þeir, heldur réttið þeim hjálparhönd .. Romina Power á fáar vinkonur, ef und an er skilin dóttir húsvarðarins; sú, er áður er getið. Hún segst eiga svona „tvær-þrjár vinstúlkur" — og um stráka er henni ekkert gefið. Hún fullyrðlr ur svo „margt" gerzt, eins og hún segir sjálf, og ef til vill er þetta liðna leiðinda- atvik og einhver fleiri, sem valda því, hve hún virðist siðavönd og afturhaldssöm í skoðunum. Og hún dregur enga dui á það sjálf: „Ég vildi gjarnan, að ég hefði verið uppi einhvern tímann fyrr," segir hún. „Það er allt orðið svo yfirborðslegt, svo óekta, — skýskafarnir, maturinn, allt. Romina fylgir mér til dyra, er ég fer. Ég er komin langt niður eftir götunni, ^LINDA likist fööur sinum — Það hefur svo margt gerzt síðan, segir hún, slítur blað af pottaplöntu, sem stendur í gluggakistunni og bítur í það. Mér verður hugsað til þessa „margs" og brýt heilanrr um það, hvort hún eigi við hina mörgu „kærasta" móður sinnar, öll taugaáföll hennar, eiturlyfjaneyzluna, veizl urnar, sem gjarnan stóðu fram í morguns- árið o.s.frv. o.s.frv. En hér er hvorki tími né tækifæri til að velta því fyrir sér, — og ég, spyr, hvað hún hafi nú fyrir stafni, þegar hún sé svorra mikið ein. Hvort hún eigi ekki einhverja vini, „beatnikka" og „hippía" kannski? Nei, ég get ekki þolað þessa „hippía," segir hún og hristir höfuðið. Það eru bara strákar og stelpur, sem errgu nenna, nema reykja hasj og sníkja aura af fólki. Mér finnst heimskulegt að afneita þjóð- félaginu á þann hátt, þó að eitthvað megi að því finna. Heimurinn batnar ekkert þó að fólk sökkvi sér niður í eiturvímu og slæpist frá morgni til kvölds og láti ekki einu sinni svo lítið að þvo sér. Ég held, að þetta fólk afneiti herþjónustu og þjóð- félaginu í heild af einskærri leti, en ekki vegna neinrrar köllunar. Annars færi það heldur ekki í bíó til að sjá njósna- og glæpamyndir og hasarmyndir úr villta vestrrnu og aðrar þær myndir, sem byggj- ast á ofbeldi og manndrápum. Það er meira að segja, að hún hafi aldrei orðið skotin! Dansleikjum og veizluhöldum kynnt ist hún ung og hefur þegar fengið nóg af þess háttar lystisemdum; þær freista hennar ekki lengur. „Það er svo mikil tóbakssvælarr á þessum næturklúbbum," segir hún, „og lífsþreyta í daðrinu!" Það eina, sem henni finnst verulega skemmti- legt, er að fara í bíó. En hún fer ekki mjög oft í bfó, og er ákaflega strangur gagnrýnandi. Það eru fáar kvikmyndir, sem finna náð fyrir augum hennar, flest- ar eru þær „ekkert sérstakar" að hennar sögn. „Það getur svosem verið gaman að vera leikari," segir hún, en heldur ekk- ert meira! Hvað um uppáhaldsleikara? Jú, Greta Gar bo og Bette Davis eru ágætar. — ,.Já, en þær eru svo gamlar í hettunni," segi ég: „Hvað um Audrey Hepburn?" Romirra: — Júú, ekki sem verst. En henni er ekkert um Sophiu Lorerr gefið; þá er nú Faye Dunaway betri! Hvað þá um karlmennina? Jú, Valentínó er beztur. Valentínó? hvái ég vantrúuð. Já, ég hef að vísu aldrei séð hann í bíómynd, en hann er hræðilega sætur á Ijósmyndum! Romina Power var aðeins fjórtán ára gömul, þegar hún sat fyrir í baðkeri ásamt móður sinni — á mynd, sem Linda Christ ian hafði selt sorpriti einu. Síðan þá hef- þegar hún snýr loks við — og hverfur inn til allra myndanna af Tyrone Power. Lítil, einmana stúlka í stórum, þysmiklum heimi. 4 Alþýðublaðið — Helgarblað

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.