Alþýðublaðið - 15.06.1969, Page 7
SÍÐASTI
'ISLEND-
INGURINN Á
GflÆN-
LANDI
Kasapis. Kasapi er vinur minn. ViS mun-
um einskis í hefna.“
Síðla næsta sumars varð enn sá at-
burður, að einn af mönnum Kasapis varð
einum manna íslendingsins að bana, án
þess að Kasapi ætti þar hlut að.
En þegar Ungatoq heyrði þetta, varð
honum að orði: „Menn Kasapis murka
niður mína menn; nú er mál að hefna.“
Tíminn leið, og reiði Ungatoqs varð
að hatri.
Dag nokkurn hóaði hsnn saman mönn-
um sínum og mælti: „Nóg er nú beðið.
opn vor eru vígþyrst og afl vort ærið.
Róum því til eyjar Kasapis."
Þegar þeir Ungatoq komu til eyjar-
innar var Kasapi farinn á veiðar meður!
mönnum sínum öllum, en konur og börn
ein heima.
Dvöl íslendinganna á eynni stóð ekki
lengi. Engu lífi var þyrmt.
Að kvöldi kom Kasapi heim. Hann og i
menn hans færðu mikla björg í bú, en eng-1
inn kom til strandar til að fagna þeim, j
eins og vant var.
Þá hrópaði Kasapi: „Hvað dvelur konu
rnína?" En ekkert svar barst.
Kasapi hrópaði aftur: „Kona! Kona! Þú
verður að taka á móti rostungunum r.iín-
um. Ég er með tvo rostunga."
En þögn dauðans ríkti á litlu eynni.
Þá hlupu menn Kasapis með foringja
sinn í fararbroddi heim svo hratt sem
fætur toguðu. Kasapi hrópaði sem óður
væri: „Kona! Kona!"
Við kofadyrnar fann Kasapi bæði konu
sína og barn; þau höfðu verið hálshöggvin.
Og frá öllum hinum kofunum var hróp-
að: „Konan mín! Börnin mínl"
Sorg Kasapis og manna hans var sár.
Og þar kom, að hann sagði við menn sína:
„íslendingarnir hafa drepið konur okkar
og börn. Nú drepum við þá.“
Næstu daga bjuggu þeir Kasapi sig út
með vopn, í vorþeynum. En íslendingarnir
voru mannmargir og héldu vörð dag sem
nátt. Kasapi var örðugt að sækja svo til
dalsins ,að ekki sæist til ferða hans.
Fyrsta sinni tekur Kasapi sér nú ferð
á hendur til galdramanns í næstu byggð
og leitar ráða hans. Þeir sitja ráðsíefnu
dögum saman, og þegar Kasapi kemur
heim, segir hann við menn sína: „Við
verðum að smíða okkur stóra báta, sem
mest líkjast ísjökum, og þeir verða að
geta tekið okkur alla. Og við þurfum að
taka með okkur þurran mosa, tré og eld.“
Enn liðu nokkrir dagar, en loks urðu
bátarnir sjófærir. Nú var komið vor og
mikið sólskin. En Kasapi sagði aðeins:
„Við skulum bíða byrjar og þoku."
Svo kom byrinn — og þokan. Farkost-
unum var hrundið úr vör, og þeir Kasapi
fengu sér sæti.
Ungatoq hefur lengi vænzt komu Kas-
pis. Dag hvern hefur hann gengið til
strandar og horft út á fjöröinn. Og þegar
Lyrinn gerði og þokuna, sá hann hvíta bát-
ana koma skríðandi inn fjörðinrr. „Þarria
koma þeir Kasapi!’’ hrópaði hann til
manna sinna.
En íslendingarnir hristu aðeins höfuð-
in.
„Komum heim," segir hann þá og þeir
fylgja honum. En undir kvöld verður
hann aftur órólegur og gengur út. Og
att ,r segir hanrn „Þetta er Kasapi. Hvetj-
un: vop,' vor!"
Ei. aftur hrista menn hans höfuðin og
láta sár ekki segjast. „Nei," segja þeir,
„Þetta er ekkí Kasapi. Þetta eru bara ís-
jakar á hreyfingu."
Þá setur efa að Ungatoq, og hann
gengur inn og tekur aftur gíeði sína.
En er myrkt er orðið, hlaupa Kasapi
og menn hans á land. Þeir skríða hægt
og hljóðlega upp í hlíðarnar og safna
hrísi og mosa í stóra bingi. En Kasapi
læðist sjálfur heim að húsi Urrgatoqs og
skríður alveg að einum glugganum til að
forvitnast um, hvað um er að vera inni
fyrir.
Hann heyrir hlátra og/sköll. Og hann
sér, að íslendingarrrir hafa hengt kúlu í
langa bjarnargörn, sem hangir í loftinu,
og þessari kúlu þeyta þeir fram og aftur
til að hæfa leirkrukku, sem komið hefur
verið fyrir á gólfinu. Ungatoq skemmtir
sér sýrrilega hið bezta.
Kasapi stendur um stund og horfir á
leikinn. Það liggur við, að hann gleymi er-
indi sínu. Allt er svo líkt því, sem var,
þegar hann sjálfur var í heimsókn hjá
vini sínum.
En skyndilega verður honum Ijóst, að
kúlan er konuhöfuð, höfuð konu hans! Cg
hann heyrir Ungatoq hrópa: „Sláið! Slá-
ið! Ég á hausinn!"
Kasapi hleypur nú til manna sinna og
skipar fyrir: „Brennið fyrst vopnabúrið!"
segir hann — og menrr hans hlýðnast
þegar í stað.
íslendingarnir halda áfram iðju sinni
og verða einskis varir. Það er ekki fyrr
en logunum lýstur inn á þá, að þeim verð-
ur Ijóst, hver hætta er á ferðum. Þá forða
þeir sér sem fætur toga.
En menn Kasapis biðu hinna vopnlausu
flóttamanna.
Þess var skammt að bíða, að freðin
grundin yrði roðin blóði.
„Hvar er Ungatoq?" hrópaði Kasapi.
En enginn hafði séð hann. Hann var
heldur ekki meðal hirrna látnu. Og allt
í einu kom ungur veiðimaður hlaupandi
og hrópaði móður og másandi: „Ungatoq
er að leggja á fjöllin!"
Framhald á bls. 12
AlþýBublaÖið — Heigarblað 7