Alþýðublaðið - 15.06.1969, Page 14

Alþýðublaðið - 15.06.1969, Page 14
SMÁSAGAN — Framhald af bls. 13. dagblöðunum, setti hann sér það gjarnan þannig fyrir sjónir, að það væri Lucuyer, sem orðið hefði fórnarlambið. Svo var það einn daginn, að skrifstofu- stjórinn kom þjótandi, bálreiður, inn í kompuna til Dutilleuil og veifaði bréfi í hendinni: — Skrifið þér þetta bannsett krass upp aftur hrópaði hann. Svona della er til skammar fyrir stjórnarráðið! Dutilleuil vildi mótmæla, en komst ekki að fyrir hávaðanum í skrifstofustjóranum. Hann jós skömmunum yfir vesalings Du- tilleuil, bögglaði bréfinu saman og henti því í hausinn á undirmanni sínum. Síðarr þaut hann út, en Dutilleuil sat eftir, hvít- glóandi af rétílátri reiði. Ailt í einu datt honum nokkuð ; hug. Hann stóð upp og gekk að veggnum, sem var á milli hans og skrifstofusjórans. Svo stakk hann höfð inu ósköp varlega í gegn — en gætti þess, að aðrir líkamshlutar sæjust ekki. Þannig sýndist höfuðið sitja á veggnum, tins og útstoppaður haus einhvers sjald- gæfs veiðidýrs, frá skrifstofustjóranum séð. Og í þokkabót sagði það: -- Herra minn. Þér eruð hvorki meira né minna en bölvaður bjáni og helvítis háfur. Lucuyer varð mállaus af urrdrun og ótta en tókst þó ioks að styðja sig upp úr stólnum og staulast fram á ganginn, inn í korp'ina til Dutilleuiis. En þar sat Du- tillei'j' eiss og ekkert hefði í skorizt, iðinn og ssmvizkusamur að vanda. Skrif- stofustiórinn starði á hann, eins cg naut á rrývirki, stamaði upp nokkrum orðum og gekk svo burt. En varla var hann setzt- ur í sæti sitt aftur, þegar höfuð Dutill- euils birtist aftur á veggnum: — Þér eruð auli, afglapi og erkihálf- viti! Þennan eina og sama dag sást þetta glæfralega höfuð hvorki meira né minna en tuttugu sinnum í skrifstofu Lecuyers, og á þessu gekk alla næstu daga. Dutill- euil var nú farið að þykja gaman að þess- um leik, og hann lét sér ekki lerrgur nægja að hreyta úr sér skammaryrðum um skrifstofustjórann, heldur bætti hann við hinum uggvænlegustu hótunum og tal- aði þá með draugaröddu, rofinni af djöf- ullegum hlátrum. — Ég er varúlfur, varúlfur skrækti hann á milli hláturhviðanna. Og varúlfarn- ir ganga af’ uglum og ófétum dauðum! Þegar aumingja skrifstofustjórinn heyrði þessi ósköp, varð honum ekki um sel; hárin risu á höfði hans og fram á ennið spratt kaldur sviti Fyrsta daginn léttist hann um tvö pund, svo fór hann að taka upp alls konar undarlega siði: hann fór að myndast við að borða súpu með gaff.'i -,g heilsa lögregluþjónunum á götunni að hermannasið. Eftir rúma viku var and’egt ástarrd hans orðið slíkt, að ekki þótti mv’- að vænna en hringja á sjúkrabifre'ö og láta flytja hann á sjúkrahús. Þegar Dutilleuil var laus undan oki skrif- stofustjórans, gat hann aftur farið að skrifa eins og fyrr,- „Með tilvísun til heiðr- aðs bréfs yðar o.s.frv." En hann var samt ekki ánægður. Það fór að verða árátta á honum að ganga í gegnum veggi. Og ekkert var auðveldara! Vitanlega var þó gjörsamlega tilgangs- laust að vera að slíku, nema í því fæiist eitthvert markmið. Dutilleuil fann, að hann bjó yfir hæfileika, sem nýta þurfti; í honum óx því þörf til athafna, og sú þörf krafðist framrásar í athöfn. En hann vissi bara ekki til hvers hann ætti eipin lega aö nota þennan sérstaka hæfileika sínn. Hann fór nú að leita að einhverju tilefni í blöðunum, einkum þeim hlutum þeirra, sem fiölluðu um íþróttir og stiórn- mál, en á hvorugum þeim vettvangi fann hann nokkur verkefni fyrir mann, sem hefði sér það til ágætis að geta gengið í gegnum veggi. Og því sneri hann sér að öðrum hlutum! Fyrsta „innbrotið," sem Dutilleuil framdi, var í stóran banka á hægri bakka Signu. Eftir að hann hafði gengið í gegn- um fjöldanrr allan af alls konar veggjum og skilrúmum, kom hann inn í aðskiljan- legar peningageymslur, þar sem hann not- aði tækifærið til að fylla vasa sína af seðlum — og skildi síðan eftir miða, þar sem á var ritað með rauðkrít: „Varúlfur- inn.“ Að viku liðinni var nafrrið „Varúlfur- inn" orðið frægt um alla París, því að blöðin birtu dag eftir dag fréttir af hin- um fífldjörfu og ótrúlegu innbrotum 'nans. Athygli almennings beindist óskipt að þessum slungna þjófi, og hannr fékk sam- úð fólksins vegna þess, hve léttilega hann fór á bak við lögregluna. Á hverju kvöldi framdi hann nýja stuldi og skildi ávallt eftir miða með nafninu ,,Varulfur- inn“ á. Stundum brauzt hann inn í banka en stundum inn í gimsteinabúðir — og jafnvel inn til ríkra einstaklinga. Þar kom, að það var ekki til sú dreyrnna og rómantíska stúlka í allri Parísarborg og þó að víðar væri leitað, sem ekki ósk- aði sér þess að vera ástmær „Varúlfsins." Eftir þjófnaðirrn á hinum fræga Burdigala demanti og innbrotið í stóru veðlánastof- una, sem gerðust í einni og sömu vikunni varð almenningur hneykslaður. Innanrík- isráðherrann neyddist til að segja af sér og dró hann forsætisráðherrann með sér í fallinu. En Dutilleuil, sem nú var oröinn einn af auðugustu mönnum Parísar, kom alltaf á tilsettum tíma á skrifstofuna, cg það var talað um, að hann mundi fá orðu. Á morgnana þótti honum gaman að hlusta á starfsbræður sína, þegar þeir voru að tala um síðustu „afrek Varúlfsins." — Þessi „Varúlfur" — það er hræði legur maður — hreirrasta ofurmenni! Dutilleuil roðnaði af ánægju, þegar hann heyrði þessi írósyrði, og augun Ijómuðu á bak við nefklemmurnar. Einn góðan veðurdag var hann orðinn svo á- nægður, að hann gat ekki lengur stillt sig —hann mátti til með að gefa sig fram. Hann virti starfsbræður sínn fyrir Framhald á bls. 12 14 Alþýðublaðið — Helgarblað

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.