Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 14
14
17 ár, og var þá langlægst launaður af öllum embættismönn-
um á landinu, sem konunglega veitingu hafa fyrir embætti
sínu.“*
Fara má nærri um, að Stefáni hafi ekki verið sársaukalaust,
að hverfa frá námi í Kaupmannahöfn. Hann var kominn vel
áleiðis með skemmtilegt vísindanám, sem átti hug hans allan
og átti sér þar vísa von frama. I Höfn var öll þau hjálpargögn
að fá, sem vísindamanni í hans greinum voru nauðsynleg.
Vafalaust hefur hann notið þess að vera samvistum við náms-
og starfsbræður sína þar, og ekki sízt að njóta handleiðslu síns
kæra læriföður Warmings. Þá má og fara nærri um að vel hef-
ur heimsmaðurinn Stefán kunnað glaðværð Kaupmannahafn-
ar, og ekki síður hefur slíkur menningarmaður sem hann var
notið þess að dveljast í menningu stórborgarinnar meðal þess,
sem hún hafði að bjóða í listum og menntum. En rök má þó
finna til þessarar ráðabreytni. Stefán var maður félítill. Hann
var þegar hér var komið sögu heitbundinn og mun hafa notið
nokkurs styrks frá tengdafólki sínu. Hann mun hafa fýst þess
að geta sem fyrst orðið sjálfstæður efnalega, en verið það jafn-
framt ljóst, að litlir yrðu afkomumöguleikar hans, ef hann
sleppti því tækifæri, sem þarna bauðst. Þá má og minnast þess,
að íslenzkt sveitalíf átti í honum sterk ítök, og hann hefur
séð, að vistin á Möðruvöllum mundi gefa honum færi á að
stunda búskap. Og ekki er fjarri sanni að ætla, að það gæti
hafa vakað fyrir honum, að með því að gerast þá þegar kenn-
ari á Möðruvöllum, fengi hann tækifæri til að vinna að við-
reisn menntastofnunar, sem var að hrynja í rústir, og helga
krafta sína því hjartans máli, að efla alþýðumenntun íslend-
inga, sem hann sá, hyersu mjög var ábótavant. Gæti það ekki
einnig hafa ýtt undir hann, að hann hafi fundið tómleikann
í skrafi félaga sinna í Höfn, þegar þeir voru að endurreisa
þjóðina í glaummiklum skálaræðum úti á Hafnarslóð? Kenn-
ari hans Warming, hvatti hann til þessarar ráðabreytni, en
hann hafði margsinnis lýst því yfir, að hann teldi það sitt hlut-
verk öðru fremur að ala upp kennara, sem gætu opnað hugi
Alþingistíðindi 1909. B. T, 874.