Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Síða 20
20
Hinn ungi kennari setur markið hátt, og hann vann ósleiti-
lega að því að því yrði náð, unz hann að lokum átti drjúgan
þátt í setningu fræðslulaganna 1907, og gekk þar gegn meiri
hluta samflokksmanna sinna.
Þótt augljóst sé, að straumhvörf verða í sögu Möðruvalla-
skóla, þegar eftir komu Stefáns þangað, var samt enn mikil
barátta fyrir hendi. Haustið 1889 eru nemendur orðnir 27.
Dregið hefur úr námskostnaði með stofnun matarfélags, sem
gert var með ráðum og atbeina Stefáns. Lítilsháttar náms-
styrkur hefur fengizt úr landssjóði, vorið 1890 stofna nem-
endur og kennarar Nemendasjóð Möðruvallaskóla. Atti Stef-
án frumkvæði að því og ræddi það mál við nemendur, sem
síðan samþykktu það á skólafundi. Af ýmsu má þannig sjá,
að nýr andi er kominn í skólann, og hróður hins nýja kenn-
ara berst frá manni til manns, hvar sem Möðruvellingar fara.
En samt er vegið að skólanum úr ýmsum áttum. Þingvalla-
fundur, sem haldinn var 1888, samþykkir áskorun til alþingis
um að leggja Möðruvallaskóla niður, og á Alþingi 1889 flyt-
ur ninn mikli menntafrömuður, Páll Briem, frumvarp um
að flytja skólann til Reykjavíkur, og lá nærri að það yrði sam-
þykkt.
Nú linnir árásunum í bráð. En á Alþingi 1895 gerast þau
furðulegu tíðindi, að skólastjórinn sjálfur, Jón A. Hjaltalín,
gerist formælandi að stjórnarfrumvarpi um afnám Möðru-
vallaskólans. Torvelt er að gera sér grein fyrir, hvað því hefur
valdið. Skólinn er nú á stöðugri uppleið, og vinsældir hans
aukast með hverju ári, sjálfur hefur Hjaltalín barizt fyrir til-
veru hans árum saman og sér nú fyrst verulegan árangur þeirr-
ar baráttu. Sennilegast er, að heimilishagir hafi valdið. Kona
hans undi sér aldrei á Möðruvöllum og mun hafa átt þá ósk
heitasta að komast þaðan. Sjálfur hefur hann vafalaust verið
orðinn þreyttur, og ef til vill eygt möguleika á starfi í Reykja-
vík.
Þetta sama ár ritar Stefán athyglisverða grein um skólamál
í Eimreiðina. Þar er fast kveðið að orði um gagnsemi Möðru-
vallaskólans, en annars setur liann þar fram tillögur um að
Latínuskólanum verði breytt í þriggja vetra „realdeild“ og