Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Blaðsíða 20

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Blaðsíða 20
20 Hinn ungi kennari setur markið hátt, og hann vann ósleiti- lega að því að því yrði náð, unz hann að lokum átti drjúgan þátt í setningu fræðslulaganna 1907, og gekk þar gegn meiri hluta samflokksmanna sinna. Þótt augljóst sé, að straumhvörf verða í sögu Möðruvalla- skóla, þegar eftir komu Stefáns þangað, var samt enn mikil barátta fyrir hendi. Haustið 1889 eru nemendur orðnir 27. Dregið hefur úr námskostnaði með stofnun matarfélags, sem gert var með ráðum og atbeina Stefáns. Lítilsháttar náms- styrkur hefur fengizt úr landssjóði, vorið 1890 stofna nem- endur og kennarar Nemendasjóð Möðruvallaskóla. Atti Stef- án frumkvæði að því og ræddi það mál við nemendur, sem síðan samþykktu það á skólafundi. Af ýmsu má þannig sjá, að nýr andi er kominn í skólann, og hróður hins nýja kenn- ara berst frá manni til manns, hvar sem Möðruvellingar fara. En samt er vegið að skólanum úr ýmsum áttum. Þingvalla- fundur, sem haldinn var 1888, samþykkir áskorun til alþingis um að leggja Möðruvallaskóla niður, og á Alþingi 1889 flyt- ur ninn mikli menntafrömuður, Páll Briem, frumvarp um að flytja skólann til Reykjavíkur, og lá nærri að það yrði sam- þykkt. Nú linnir árásunum í bráð. En á Alþingi 1895 gerast þau furðulegu tíðindi, að skólastjórinn sjálfur, Jón A. Hjaltalín, gerist formælandi að stjórnarfrumvarpi um afnám Möðru- vallaskólans. Torvelt er að gera sér grein fyrir, hvað því hefur valdið. Skólinn er nú á stöðugri uppleið, og vinsældir hans aukast með hverju ári, sjálfur hefur Hjaltalín barizt fyrir til- veru hans árum saman og sér nú fyrst verulegan árangur þeirr- ar baráttu. Sennilegast er, að heimilishagir hafi valdið. Kona hans undi sér aldrei á Möðruvöllum og mun hafa átt þá ósk heitasta að komast þaðan. Sjálfur hefur hann vafalaust verið orðinn þreyttur, og ef til vill eygt möguleika á starfi í Reykja- vík. Þetta sama ár ritar Stefán athyglisverða grein um skólamál í Eimreiðina. Þar er fast kveðið að orði um gagnsemi Möðru- vallaskólans, en annars setur liann þar fram tillögur um að Latínuskólanum verði breytt í þriggja vetra „realdeild“ og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.