Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Síða 32
32
skjótra framkvæmda. Hvert ár sem líður er stórskaði fyrir
þjóðina ....
Fullkominn menntaskóli á Norðurlandi, er stefni í verk-
legu áttina sé markið, sem við keppum að, og allir Norðlend-
ingar að minnsta kosti keppa ótrauðir að því.“*
Þarna er markið sett, og hefði betur farið, ef ráðamenn þjóð-
arinnar hefðu þá þegar sinnt þessu kalli til aukinnar verk-
menningar. En tíminn var ekki enn kominn, og starfsár Stef-
áns sjálfs brátt á enda. Það hálft annað ár, sem liann átti þá
ólifað átti hann við vanheilsu að búa, og hlaðinn öðrum störf-
um hvenær, sem tóm gafst til vinnu. En víst er það, að hefðu
honum enzt kraftar hefði hann ekki skilizt við þetta mál fyrr
en sigur hefði unnizt og beitt þar sinni gömlu lagni og mála-
fylgju, og margt hefði nú sótzt betur en fyrr sakir vaxandi vin-
sælda hans og skólans. Það varð hlutverk eftirmanns hans, Sig-
urðar Guðmundssonar, að leiða menntaskólamálið í höfn, en
ekki má gleyma því, að Stefán lagði grunninn og varðaði veg-
inn að hinu setta marki.
Kennarinn og skólastjórinn.
Hér hefur nú um skeið verið einkum dvalizt við hina ytri
hlið á skólastarfi Stefáns Stefánssonar. Hvernig skólinn kemst
upp að miklu leyti fyrir tilverknað hans, og hann leiðir hann
fram á við af einu þrepi á annað.
Enda þótt hvorki skorti Stefán framsýni né áhuga eða óve-
fengjanlegar röksemdir er hann barðist fyrir lífi Möðruvalla-
skóla á fyrstu kennaraárum sínum, og skrif hans hafi vafalaust
átt mikinn þátt í eflingu skólans, hefði það þó dugað skammt,
ef annað hefði ekki komið til. Hinir Möðruvallamennirnir
skrifuðu einnig rökfast um mál skólans og vildu eigi síður vel.
En Stefán átti eitt enn, umfram flesta menn, en það voru kenn-
arahæfileikar hans og persónutöfrar, sem beinlínis seiddu nem-
endur að skólanum. Þar við bættist hagsýni, vilji og geta, til
þess að gera nemendum skólavistina í senn svo ódýra og þægi-
Skýrsla Gagnfræðaskólans á Akureyri 1918—19, bls. 50—51.