Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Side 36
36
er Stefán grundvallaði með fyrstu kennslu, á ekki lítinn þátt
í hvers konar afrekum nemendanna.“* Ingimar Eydal lýsir því
vel, hversu Stefán kunni að sameina fræðslu og skemmtun í
kennslustundum sínum: „Kennsla hans var alltaf lifandi og
fjörmikil. Hann var sjálfur heillaður af og samgróinn aðal-
námsgrein sinni, náttúrufræðinni og þá einkum grasafræðinni
.... Oll kennsla Stefáns mótaðist af brennandi löngun hans,
til að opna augu nemenda sinna fyrir dásemdum þeim, er
birtast í bók náttúrunnar. Og þegar hér við bættist frábær
mælska og snjallt tungutak, var ekki að undra, að hann reynd-
ist hrífandi kennari. Persónulegur glæsileiki hans dró heldur
ekki úr áhrifunum í kennslustundum hans. Okkur var jafnan
starsýnt á hann í tímum, og ekki spillti það ánægjunni, þeg-
ar hann kryddaði kennsluna með smáskrítlum og jafnvel eftir-
hermum, svo sem að herma eftir Gröndal í sambandi við eitt-
hvað skringilegt í kennslubókum hans.**
Gísli Helgason í Skógargerði lýsir því, hvernig Stefán ork-
aði á hug nemenda og hvatti þá til dáða: „Þegar hann hafði
einhvern tíma aflögu frá því að hlýða yfir og útlista það, sent
fyrir hafði verið sett, þá greip hann tækifærið og talaði um
hugðarefni sín. Hann sló þá oftast á strengi ættjarðarástar og
átthagatryggðar, sýndi fram á, að land vort væri ónumið, órækt-
að en afarfrjósamt og biði eftir hraustum sonum, sem legðu
fram alla krafta sína, andlega og líkamlega, til að reisa það úr
rústum. Eg ætla mér ekki þá dul, að reyna hér að tilfæra orð
hans öll, mörgum þeirra hef ég sjálfsagt gleymt, en ég man
vel, hvernig þau smugu gegnum mig, og hver heit ég gaf hon-
um í huga mínum, þegar ég stóð upp. Annars kom það stund-
um fyrir, að vér stóðum ekki upp, því Stefán hélt stundum
áfram, þar til hringt var í næsta tíma.“***
Ummæli þau, sem hér hafa verið tilfærð, eru öll frá Möðru-
vellingum. En sömu sögu hafa nemendur hans frá Akureyri
að segja. Jónas Jónsson frá Hriflu kemst svo að orði: „Allt,
* Lesbók Morgunblaðsins XVIII, bls. 187.
** Minningar frá Möðruvöllum, bls. 181 — 182.
*** Heima er bezt X, bls. 260.