Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 36

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 36
36 er Stefán grundvallaði með fyrstu kennslu, á ekki lítinn þátt í hvers konar afrekum nemendanna.“* Ingimar Eydal lýsir því vel, hversu Stefán kunni að sameina fræðslu og skemmtun í kennslustundum sínum: „Kennsla hans var alltaf lifandi og fjörmikil. Hann var sjálfur heillaður af og samgróinn aðal- námsgrein sinni, náttúrufræðinni og þá einkum grasafræðinni .... Oll kennsla Stefáns mótaðist af brennandi löngun hans, til að opna augu nemenda sinna fyrir dásemdum þeim, er birtast í bók náttúrunnar. Og þegar hér við bættist frábær mælska og snjallt tungutak, var ekki að undra, að hann reynd- ist hrífandi kennari. Persónulegur glæsileiki hans dró heldur ekki úr áhrifunum í kennslustundum hans. Okkur var jafnan starsýnt á hann í tímum, og ekki spillti það ánægjunni, þeg- ar hann kryddaði kennsluna með smáskrítlum og jafnvel eftir- hermum, svo sem að herma eftir Gröndal í sambandi við eitt- hvað skringilegt í kennslubókum hans.** Gísli Helgason í Skógargerði lýsir því, hvernig Stefán ork- aði á hug nemenda og hvatti þá til dáða: „Þegar hann hafði einhvern tíma aflögu frá því að hlýða yfir og útlista það, sent fyrir hafði verið sett, þá greip hann tækifærið og talaði um hugðarefni sín. Hann sló þá oftast á strengi ættjarðarástar og átthagatryggðar, sýndi fram á, að land vort væri ónumið, órækt- að en afarfrjósamt og biði eftir hraustum sonum, sem legðu fram alla krafta sína, andlega og líkamlega, til að reisa það úr rústum. Eg ætla mér ekki þá dul, að reyna hér að tilfæra orð hans öll, mörgum þeirra hef ég sjálfsagt gleymt, en ég man vel, hvernig þau smugu gegnum mig, og hver heit ég gaf hon- um í huga mínum, þegar ég stóð upp. Annars kom það stund- um fyrir, að vér stóðum ekki upp, því Stefán hélt stundum áfram, þar til hringt var í næsta tíma.“*** Ummæli þau, sem hér hafa verið tilfærð, eru öll frá Möðru- vellingum. En sömu sögu hafa nemendur hans frá Akureyri að segja. Jónas Jónsson frá Hriflu kemst svo að orði: „Allt, * Lesbók Morgunblaðsins XVIII, bls. 187. ** Minningar frá Möðruvöllum, bls. 181 — 182. *** Heima er bezt X, bls. 260.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.