Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Síða 45
45
þar sem svo er að orði komizt: „Vinnum við verk okkar af
fullri trúmennsku? Gerum við allt, sem í okkar valdi stend-
ur, til þess að störf okkar beri sem mestan og beztan ávöxt?
Vilja höfum við til þess, viljann til þess góða, en máske eigi
þann kraft, sem skyldi til að framkvæma það. Þetta er mér sí-
fellt áhyggjuefni, þetta gerir mér ábyrgðina sem liggur mér á
herðum svo þungbæra.“#
Það væri vissulega freistandi að taka upp marga kafla úr
skólaræðum Stefáns til þess að sýna viðhorf hans til starfs hans
og þjóðarinnar í heild, en um það eru þær beztar fáanlegar
heimildir. Það verður þó eigi gert en einungis drepið á þau
atriðin, sem mér virðist hann oftast brýna fyrir nemendum
sínum, en það er háttprýði, iðjusemi, kærleikur og samúð.
Hann brýnir fyrir nemendum „að umgangast hvert annað
eins og góð systkin, styðja og glæðá allt fagurt og gott í fari
hvers manns, og hnekkja öllu, sem miður má fara, og bæla það
niður. Kurteisi og livers konar háttprýði verðið þið að temja
yður, hvar senr þið eruð og hver sem í hlut á.“##
„Ykkur verður öllum að vera það ljóst, hvort sem þið eruð
komin hingað af eigin hvötum eða þið eruð send hingað af
foreldrum ykkar eða öðrum vandamönnum, að skólinn er ekki
til þess að kenna ykkur að komast lijá því að vinna, hvað sem
fyrir kemur, heldur á hann að glæða hjá ykkur virðingu fyrir
vinnu og iðjusemi, svo þið teljið ykkur sæmd í því að ganga
að liverju þörfu verki með atorku og dugnaði, hvort sem
heimskir menn telja það fínt eða ófínt, en hafið óbeit á iðju-
leysi og slæpingsskap og öllu fánýtu tildri og tepruskap — inni-
lega sannfærð um að öll nauðsynleg vinna sé jafn heiðarleg.
Þið megið aldrei gleyma því, að vinnan, hin líkamlega vinna,
er hin dýpsta undirstaða undir lífi og velmegun einstakling-
anna og þjóða. Bili hún hrynur Iiver þjóðfélagsbygging til
grunna, bve liáreist 02; glæst sem hún er .... Ef nokkurri
þjóð í heiminum er nauðsynlegt að leggja hart á sig, þá er það
oss íslendingum. I.andið okkar er erfitt, og elju og atorku jrarf
#
##
Skýrsla G. A. 1912-13, hls. 49.
Skýrsla G. A. 1909-10, bls. 6-7.