Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Síða 50

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Síða 50
50 er Stefán gerði á Möðruvöllum, en getið verður hins helzta. Engjar Möðruvalla liggja fram með Hörgá. Þær bætti hann stórlega með áveitum, var hvort tveggja, að hann endurbætti gamlar áveitur og jók nýjum við. Voru Möðruvallaengjar um þær mundir flestum þurrengjum landsins grasgefnari. Túnið færði hann nokkuð út og sléttaði einnig í gömlu túni, en mestu mun þó hafa munað, að hann jók mjög rækt þess með betri hirðingu en áður hafði verið, en þó mun það aldrei hafa komizt í fulla rækt eða nokkrir hlutar þess, sakir áburðar- skorts, sem þar eins og annars staðar um þær mundir, var allri ræktun fjötur um fót. Húsabætur gerði hann miklar. Auk hins gamla nær fallna torfbæjar var dálítið timburhús á Möðruvöllum þegar Stefán hóf þar búskap. Það hús var allsendis ónógt, þegar bærinn var úr sögunni. Eitt fyrsta verk Stefáns var að byggja við timbur- húsið. Stækkaði það þá meira en um helming, og nægði nú bæði þörfum ábúanda og einnig var þar borðstofa og eldhús skólapilta. Hús þetta kostaði hann 5000 krónur og keypti landssjóður það síðar á 4000 kr. Öll peningshús á staðnum lét hann reisa með meiri rausnarbrag en þá var títt í sveitum landsins. Voru fjárhús að vísu úr torfi og grjóti en með mál- uðum þilstöfnum, og var slík prýði einsdæmi þar um slóðir um þær mundir. Fjárhúsin munu hafa rúmað nokkur hundr- uð fjár og voru hlöður við þau, en að jafnaði þurfti þó líka að bera upp hey við þau. Fjós og fjóshlöðu reisti hann, er fjósið hlaðið úr tigulsteini, ogstendur það enn, eitt húsa þeirra, er Stefán reisti á Möðruvöllum. Hefur það vafalítið verið full- komnasta fjós hér nyrðra að minnsta kosti, um þær mundir, og öll voru peningshús á Möðruvöllum rúmbetri og bjartari en annars tíðkaðist. Stefán lagði mikla stund á að kynbæta búfénað sinn, bæði kýr og kindur. Mjólkurkýr átti hann ágætar, og fyrstu kyn- bótanaut Hörgdæla voru af bústofni hans. Þá bar og Möðru- vallafé af öðru fé þar um slóðir bæði í útliti og afurðum, og var sótzt eftir hrútum þaðan til kynbóta. Þó má vera, að af- urðagæði fjárins hafi að nokkru verið að þakka betri meðferð og fóðrun en almennt gerðist, en í þeim efnum var Stefán for-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.