Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Qupperneq 66
66
um, og var venjulega framsögumaður nefndanna, þegar um
hin stærri mál var að ræða. Af þeim má t. d. nefna fræðslu-
lögin 1907 og stofnun kennaraskólans. Mjög harðar deilur
urðu um það, hvort Kennaraskólinn ætti að vera í Reykjavík
eða Hafnarfirði, enda þótt þingmenn greindi ekki verulega á
um skólastofnunina sjálfa. Stefán fylgdi eindregið því að hafa
skólann í Reykjavík og gerði lítið úr þeim röksemdum Hafn-
arfjarðarmanna, að Reykjavík væri of siðspillt fyrir skólaset-
ur og mundi það hafa þau áhrif að skólinn spilltist. Kemst
hann meðal annars svo að orði: „Það kalla ég framför, ef unga
fólkinu lærist að kasta af sér deyfðinni og gleðja sig á skikk-
anlegan og sæmilegan hátt.“# Kemur þar fram gleðimaðurinn
og skólamaðurinn, sem flestum betur skildi nauðsyn frjálsrar
glaðværðar. Og ennfremur segir liann: „Það er kennurunum
að kenna en ekki skólastaðnum, hvernig skóli er, og ég er
sannfærður um, að þótt hin almenni menntaskóli yrði fluttur
burt úr Reykjavík, þá yrði hann ekki hóti betri fyrir það með
sömu kennurum og sömu skólastjórn. Eg sagði, að það væri
kennurunum að kenna, hvernig skólinn væri, en það er þó
ekki alveg víst, að það sé þeim að kenna eingöngu, það getur
átt sína rót að rekja til heimilanna líka. Þar er undirstaðan
lögð undir siðgæði nemendanna.“## Koma hér fram, eins og
áður er getið í skólaræðum hans, hinar miklu kröfur, sem
hann gerir til kennara. Mundi margt hafa betur farið í skóla-
málum vorum, ef allir skólamenn hefðu verið þar jafnglögg-
skyggnir, og stjórnarvöld landsins stutt að því að skapa kenn-
urum þau kjör, að starfið yrði eftirsóknarvert. Ummælin um
Menntaskólann eiga vafalítið rót sína að rekja til óeirða þeirra,
sem þá voru rétt um garð gengnar, er Björn M. Ólsen hrökkl-
aðist frá skólanum. En muna má líka, að löngum hafði á þeim
árum andað kalt til norðlenzka skólans frá Menntaskólanum,
og fáir staðið meira gegn auknum réttindum hans en einmitt
kennarar Menntaskólans.
Á þinginu 1902 fluttu þeir Stefán og Þórhallur Bjarnarson,
* Alþingistíðindi 1905 B, 1944-50.
** Alþingistíðindi 1905 B, 1873.