Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 91

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 91
91 greiningar átti Stefán minnsta sök. Öll grasasöfn sín sendi hann til Kaupmannahafnar til endurskoðunar, og sjálfur kvað hann ekki upp úr með sínar nafngreiningar, nema hann fengi þær staðfestar af sérfræðingum, ef um einhvern vafa gat ver- ið að ræða. Annars var ekki kostur, allra sízt fyrstu árin, þeg- ar engin plöntusöfn voru til samanburðar. Þeir sérfræðingar, sem endurskoðuðu söfn Stefáns í Kaupmannahöfn voru fram- an af árum einkum E. Rostrup og L. Kolderup-Rosenvinge. Síðustu árin fyrir aldamótin voru það O. Gelert og C. H. Os- tenfeld. Sendi Stefán hinum síðastnefnda plöntur til endur- skoðunar fram á síðustu ár sín. Bera þeir, og þó einkum Ro- strup, meginábyrgð á nafngreiningunum eins og þær koma fyrir í Vækstrige. Athyglisvert er hversu miklu mest ber á þessum nafnaruglingi í Vækstrige I, en þegar það var gefið út, var Stefán sjálfur enn lítt reyndur og treystir fyllilega hin- um erlendu sérfræðingum. Þar sýnir hann fram á, að Cucu- balus Behen hefur aldrei á íslandi vaxið, og allt, sem um þá tegund er sagt á við holurt, Silene maritima. í Vatnsdalsflór- unni (Vækstrige II) gætir nafnaruglings minna en í I, og þar leiðir hann rök að því, að Imperatoria Ostruthium, sem lengi hafði verið í íslenzkum flórulistum, og Rostrup hafði nafn- greint nokkru áður úr safni Stefáns, er geithvönn (Angelica silvestris). I Vækstrige III hefur enn dregið úr ruglingi þess- um, og í Flóru Islands eru allir þessir vafagemlingar skornir miskunnarlaust niður, enda hafði Stefáni sjálfum þá gefizt kostur á að bera plöntusöfn sín og annarra saman við eintök í Grasasafninu í Kaupmannahöfn, svo og að kynna sér sérfræði- rit, sem hann hafði engan aðgang að á Möðruvöllum. En allt um þessa galla þá eru ritgerðirnar Vækstrige I og III merki- legar heimildir um íslenzka Flóru, því að auk hins nýja, sem þær flytja um tegundir, þá er mjög mikið nýtt efni um út- breiðslu, fundar- og vaxtarstaði, og þeim hlutum öllum gerð betri skil en yfirleitt hafði verið í eldri plöntuskrám. Vatnsdalens Vegetation (Vækstrige II) hefur sérstöðu í rit- gerðasafni þessu. Þar er eingöngu fengizt við gróður eins hér- aðs, Vatnsdals í Húnaþingi, en það hafði Stefán kannað öll- um stöðum betur, nema ef til vill nágrenni Möðruvalla. Gef-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.