Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Blaðsíða 91
91
greiningar átti Stefán minnsta sök. Öll grasasöfn sín sendi
hann til Kaupmannahafnar til endurskoðunar, og sjálfur kvað
hann ekki upp úr með sínar nafngreiningar, nema hann fengi
þær staðfestar af sérfræðingum, ef um einhvern vafa gat ver-
ið að ræða. Annars var ekki kostur, allra sízt fyrstu árin, þeg-
ar engin plöntusöfn voru til samanburðar. Þeir sérfræðingar,
sem endurskoðuðu söfn Stefáns í Kaupmannahöfn voru fram-
an af árum einkum E. Rostrup og L. Kolderup-Rosenvinge.
Síðustu árin fyrir aldamótin voru það O. Gelert og C. H. Os-
tenfeld. Sendi Stefán hinum síðastnefnda plöntur til endur-
skoðunar fram á síðustu ár sín. Bera þeir, og þó einkum Ro-
strup, meginábyrgð á nafngreiningunum eins og þær koma
fyrir í Vækstrige. Athyglisvert er hversu miklu mest ber á
þessum nafnaruglingi í Vækstrige I, en þegar það var gefið
út, var Stefán sjálfur enn lítt reyndur og treystir fyllilega hin-
um erlendu sérfræðingum. Þar sýnir hann fram á, að Cucu-
balus Behen hefur aldrei á íslandi vaxið, og allt, sem um þá
tegund er sagt á við holurt, Silene maritima. í Vatnsdalsflór-
unni (Vækstrige II) gætir nafnaruglings minna en í I, og þar
leiðir hann rök að því, að Imperatoria Ostruthium, sem lengi
hafði verið í íslenzkum flórulistum, og Rostrup hafði nafn-
greint nokkru áður úr safni Stefáns, er geithvönn (Angelica
silvestris). I Vækstrige III hefur enn dregið úr ruglingi þess-
um, og í Flóru Islands eru allir þessir vafagemlingar skornir
miskunnarlaust niður, enda hafði Stefáni sjálfum þá gefizt
kostur á að bera plöntusöfn sín og annarra saman við eintök
í Grasasafninu í Kaupmannahöfn, svo og að kynna sér sérfræði-
rit, sem hann hafði engan aðgang að á Möðruvöllum. En allt
um þessa galla þá eru ritgerðirnar Vækstrige I og III merki-
legar heimildir um íslenzka Flóru, því að auk hins nýja, sem
þær flytja um tegundir, þá er mjög mikið nýtt efni um út-
breiðslu, fundar- og vaxtarstaði, og þeim hlutum öllum gerð
betri skil en yfirleitt hafði verið í eldri plöntuskrám.
Vatnsdalens Vegetation (Vækstrige II) hefur sérstöðu í rit-
gerðasafni þessu. Þar er eingöngu fengizt við gróður eins hér-
aðs, Vatnsdals í Húnaþingi, en það hafði Stefán kannað öll-
um stöðum betur, nema ef til vill nágrenni Möðruvalla. Gef-