Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Side 100
100
ýmsa þá staði, sem Stefán einungis fór liratt yfir, og fer fjarri
að það rýri gildi verks hans, miklu fremur hljótum vér að dást
að hversu langt hann komst í þeim efnum.
Rétt er að geta þess, að Stefán naut aðstoðar tveggja sér-
fræðinga við samningu Flóru. Danski grasafræðingurinn, C.
H. Ostenfeld, samdi lýsingar af misextu störunum (Carices he-
terostachyae) og sænski undafíflafræðingurinn, H. Dahlstedt,
lýsti undafíflunum.
Aður hefur verið á það minnst, að Stefán fékk sérfræðinga
til þess að endurskoða söfn sín og nafngreiningar. Einu alvar-
legu villuna i plöntulýsingum Flóru má rekja til þessa og að
hann trúði sérfræðingnum of vel. Skal það rakið eins og liann
sjálfur segir frá i ritgerðinni Flóruaukar. í Flóru, bls. 141, lýs-
ir hann giljaflækju (Vicia sepium). Getur hann þess þó í neð-
anmálsgrein að lýsingunni beri alls ekki saman við erlendar
lýsingar af sömu tegund. En eintakið sem hann fór eftir og
hafði fengið úr Gjánni í Þjórsárdal var af baunagrasi (Lathy-
rus maritimus) en E. Rostrup hafði nafngreint það sem gilja-
flækju, og Stefán treysti umsögn hans.
Margs var að gæta og marga örðugleika þurfti að sigra áð-
ur en handrit Flóru væri fullbúið til prentunar. Hefur margt
af því þegar verið rakið, en eitt er enn ótalið og það var mál-
ið. Var það ef til vill eitt torveldasta viðfangsefnið af þeim öll-
um. Sáralítið hafði verið skrifað um grasafræði á íslenzku,
allra sízt á hinum síðari árum. Margt var að vísu til af íslenzk-
um plöntuheitum, en þó voru hinar tegundirnar fleiri, sem
nafnlausar voru. Um annað var því ekki að gera, en smíða nýtt
fræðiorðakerfi og gefa þeim tegundum nöfn, sem nafnlausar
voru.
Þau rit sem leita mátti til um íslenzk plöntuheiti voru helzt
rit Eggerts Ólafssonar, og síra Björns í Sauðlauksdal. Þá var
cjg plöntuheitaskrá í Lærdómslistafélagsritunum eftir Olaf
Olavius, og í fleiri ritum hans voru íslenzk plöntuheiti. Mörg
nöfn voru í Islandsk Naturhistorie eftir N. Mohr, einnig voru
allmörg plöntuheiti í ritum Magnúsar Stephensens, Lækninga-
bók Jóns Péturssonar og fleiri ritnm eldri höfunda. Oddur
Hjaltalín virðist hafa fylgt þeirri regln að þýða öll plöntu-