Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 102

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 102
102 og Stefán tók það í Flóru. í 2. útg. Flóru býr hann þó til nafn- ið flagahnoðri. En svo var ekki óalgengt að sama tegundin var nefnd mörgum nöfnum. Þá valdi hann það nafnið sem hon- um þótti falla bezt á plöntuna eða algengast var. Má ætíð um slíkt deila, hversu vel hefur tekizt. En undantekningarlítið hafa bæði nafngiftir og val nafna Stefáns tekizt vel og mjög mörg með ágætum. Nöfnin fara vel í munni, eru íslenzk og segja oft nokkuð um tegundina. Rétt hefði þó verið um marg- nefndar plöntur, að færa til fleiri nöfn en gert er að jafnaði. Stefán einnefndi allar plöntur undantekningarlaust og var það mikil framför. Flann leitaðist og af fremsta megni við að láta ættkvíslaheitin vera síðari lið í tegundarnöfnum, og tekst hon- um það yfirleitt mjög vel, til dæmis ættkvíslin sóley með öll- um sínum sóleyjartegundum, brennisóley, skriðsóley, jökla- sóley, dvergsóley o. s. frv. Þótt margt væri erfitt með plöntunöfnin voru þó fræði- orðin að ýmsu leyti enn erfiðari viðureignar. Þar varð einn- ig að reisa frá grunni. Þess er þó skylt að geta, að Oddur Hjaltalín hafði í Grasafræði sinni samið fræðiorðakerfi, og mörg þeirra orða fengið nokkra festu í íslenzku máli. Þannig notar Páll Jónsson þau óbreytt að mestu í Ágripi sínu af nátt- úrufræði, og sömuleiðis Bjarni Sæmundsson í barnaskólabók sinni. En ekki var það fræðiorðakerfi gott allt um það. Stefán segist í formála Flóru svo sem ekkert hafa getað notazt við fræðiorð Hjaltalíns. Að vísu hefur hann þó getað notað nokk- ur fræðiorð Odds óbreytt, og önnur hefur hann lagað til, en vitanlega er langmestur hluti orðakerfisins nýsmíði, og það svo vel gert, að naumast verður um bætt. Sjást þess bezt merki á því, að þær fáu breytingar, sem síðan hafa gerðar verið eru fæstar til bóta, hvorki málfræðilega né grasafræðilega. Ekki verður sagt, að nafngiftir og fræðiorðakerfi Flóru hafi komið í einu vetfangi fullskapað úr penna Stefáns eins og Aþena úr höfði Seifs. Það átti sér langan aðdraganda og ald- ur, verður það bezt séð á því að bera eldri ritgerðir hans sam- an við Flóru og Plönturnar. Hér er ekki unnt að gera því máli full skil, en þar sem ég hefi safnað allmiklu efni um íslenzk plöntunöfn og fræðiorð vonast ég eftir að geta gert þess nán-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.