Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 105

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 105
105 lands. En fyrir þessa aðstoð galt hann ríkulega með hinum miklu söfnum, er hann sendi Grasasafninu til fullrar eignai. Sumarið 1897 kom Ólafur Davíðsson heim að Hofi eftir langa útivist í Kaupmannahöfn. Enda þótt Ólafur hefði ekk- ert fengizt við náttúrufræði árum saman og nokkrar greinir orðið með honum og Stefáni eins og áður er á drepið, voru nú allar væringar gleymdar, og með þeim tókst hin ynnileg- asta vinátta og samstarf. Og Ólafur tók nú að rifja upp sín fornu fræði og hóf plöntusöfnun af þeirr.i orku, sem honum var gefin umfram flesta menn. Safnaði hann bæði æðri plönt- unr og lægri. Lítill vafi er á, að þeir hafa margt rætt um ís- lenzka grasafræði, og Ólafur gerðist nú eins konar varakenn- ari Möðruvallaskóla, bæði fyrir Stefán í veikindaforföllum hans svo og annarra kennara, eftir því sem þörfin krafði hverju sinni. í formála fyrir Flóru getur Stefán þess, að Ólafur hafi hjálp- að honum við hreinskrift handrits og samningu registra, auk þess sem hann hafi bent sér á mýmargt, sem betur mátti fara. Er það eins og gengur, er menn lesa handrit annarra manna, að betur sjá augu en auga. Hins vegar virðast ýmsir hafa feng- ið þá trú, að Ólafur hafi átt einhvern meiri hlut en þenna í samningu Flóru. Meira að segja gefur Eyþór Einarsson það í skyn í grein, er hann ritar urn aldarafmæli Olafs í Náttúru- fræðinginn 1962, bls. 101. Dregur hann það meðal annars af flóruhandriti skrifuðu af Ólafi, sem er í eigu Náttúrugripa- safnsins. Óhætt er að fullyrða, að allt er það úr lausu lofti gripið og Ólafur á engan meiri lilut í Flóru en honum er gefinn í for- málanum. Svo vel vill til, að bréf Ólafs til Stefáns, sem skrif- uð eru veturna 1898 og 1899, bæði meðan Stefán lá á sjúkra- húsi á Akureyri og síðan meðan liann dvaldist í Kaupmanna- höfn taka burt allan vafa í þessum efnum. Af bréfum þessum er ljóst, að Ólafur hefur hjálpað Stefáni við að líma upp þurrkaðar plöntur og raða þeim, hefur hann einnig sent hon- um til Hafnar, það sem hann þurfti að fá úr söfnum sínum heima en hafði ekki tekið með sér. Einnig hefur Ólafur unn- ið að því að taka saman skrá yfir fundarstaði Stefáns eftir söfn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.