Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 112

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Page 112
112 undanfarið, sem ég liefi fengizt við í 12 ár og varið til mest- um hluta af sumarfríum mínum, og mörgum þúsundum króna úr eigin vasa án eins eyris styrks af landsfé.“* Á árunum 1899 til 1903 vann Stefán svo að rannsóknum þessum. Safnaði hann sýnishornum hinna helztu fóður- og beitarplantna, og voru þau síðan efnagreind í Svíþjóð. Um niðurstöður rannsóknanna skrifaði hann bæði á íslenzku og sænsku. íslenzka skýrslan birtist í Búnaðarritinu á árunum 1902—10, undir nafninu: íslenzkar fóður- og beitijurtir, en sænska skýrslan, sem Stefán samdi í félagi við Svíann H. G. Söderbaum kom út 1902 og 1904 og heitir: Islándska foder- och betesváxter. Alls safnaði Stefán eða lét safna sýnishornum af 44 tegund- um plantna, af sumum þeirra voru fleiri en eitt svnishorn, svo að alls voru efnagreind 53 sýnishorn. I skýrslunum er gerð grein fyrir plöntunum sjálfum, þeim lýst lítilsháttar og sér- staklega þó vaxtarstöðum þeirra. Þá er og rætt nokkuð um gamalt mat á fóður- eða beitargildi eftir reynslu eða áliti bænda. Síðan fylgir efnagreining sýnishornsins og rætt er um samanburð tegundarinnar við erlendan gróður. Kemur þar frarn margvíslegur fróðleikur, settur fram á ljósan og aðgengi- legan hátt. Fóðurjurtarannsóknirnar féllu niður, þótt vel væri af stað farið og hafa raunar ekki verið teknar upp enn. nema að litlu leyti. Rannsóknum þessum var misjafnlega tekið. Fyrst þegar Stef- án hóf máls á nauðsyn þeirra í blöðum tóku sumir því fá- lega, en eftir að skýrslurnar tóku að birtast, réðst Hernrann Jónasson á Þingeyrum á þær með miklu offorsi. Er grein hans full af persónulegum skætingi, og virðist hann naumast hafa gert sér ljóst, að hvaða marki þessar rannsóknir stefndu. Bún- aðarskólastjórarnir, Jósef J. Björnsson og Torfi Bjarnason tóku rannsóknunum feginsamlega, og rituðu mjög lofsamlega um þær, og tók Sigurður Þórólfsson skólastjóri í sama streng. Hins vegar munu margir bændur hafa látið sér fátt um finn- * Norðurland I, bls. 65.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.