Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Síða 112
112
undanfarið, sem ég liefi fengizt við í 12 ár og varið til mest-
um hluta af sumarfríum mínum, og mörgum þúsundum króna
úr eigin vasa án eins eyris styrks af landsfé.“*
Á árunum 1899 til 1903 vann Stefán svo að rannsóknum
þessum. Safnaði hann sýnishornum hinna helztu fóður- og
beitarplantna, og voru þau síðan efnagreind í Svíþjóð. Um
niðurstöður rannsóknanna skrifaði hann bæði á íslenzku og
sænsku. íslenzka skýrslan birtist í Búnaðarritinu á árunum
1902—10, undir nafninu: íslenzkar fóður- og beitijurtir, en
sænska skýrslan, sem Stefán samdi í félagi við Svíann H. G.
Söderbaum kom út 1902 og 1904 og heitir: Islándska foder-
och betesváxter.
Alls safnaði Stefán eða lét safna sýnishornum af 44 tegund-
um plantna, af sumum þeirra voru fleiri en eitt svnishorn, svo
að alls voru efnagreind 53 sýnishorn. I skýrslunum er gerð
grein fyrir plöntunum sjálfum, þeim lýst lítilsháttar og sér-
staklega þó vaxtarstöðum þeirra. Þá er og rætt nokkuð um
gamalt mat á fóður- eða beitargildi eftir reynslu eða áliti
bænda. Síðan fylgir efnagreining sýnishornsins og rætt er um
samanburð tegundarinnar við erlendan gróður. Kemur þar
frarn margvíslegur fróðleikur, settur fram á ljósan og aðgengi-
legan hátt.
Fóðurjurtarannsóknirnar féllu niður, þótt vel væri af stað
farið og hafa raunar ekki verið teknar upp enn. nema að litlu
leyti.
Rannsóknum þessum var misjafnlega tekið. Fyrst þegar Stef-
án hóf máls á nauðsyn þeirra í blöðum tóku sumir því fá-
lega, en eftir að skýrslurnar tóku að birtast, réðst Hernrann
Jónasson á Þingeyrum á þær með miklu offorsi. Er grein hans
full af persónulegum skætingi, og virðist hann naumast hafa
gert sér ljóst, að hvaða marki þessar rannsóknir stefndu. Bún-
aðarskólastjórarnir, Jósef J. Björnsson og Torfi Bjarnason
tóku rannsóknunum feginsamlega, og rituðu mjög lofsamlega
um þær, og tók Sigurður Þórólfsson skólastjóri í sama streng.
Hins vegar munu margir bændur hafa látið sér fátt um finn-
* Norðurland I, bls. 65.