Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Blaðsíða 123
123
Stefán var einn frumkvöðull þess, að Akureyringar reistu
síra Matthíasi styttu þá, sem stendur í Lystigarðinum.
Eins og oft hefur verið getið stóð heilsa Stefáns löngum völt-
urn fæti. Lá hann oft stórlegur, svo að tvísýna var á lífi hans.
Fór hann hvað eftir annað utan til að leita lækninga. Framan
af árum þjáðist hann af illkynjuðu hálsmeini, en síðar tók
hann að kenna meinsemdar í höfði, er að lokum leiddi hann
til bana.
Haustið 1919 fékk hann orlof hjá ríkisstjórninni til utan-
farar bæði sér til heilsubótar, og eins hugðist hann þá vinna
að nýrri útgáfu bóka sinna, eins og fyrr er sagt. Dvaldist hann
í Kaupmannahöfn veturinn 1919—20, og kom heim snemma
sumars 1920. Þegar til Hafnar kom veiktist hann mjög hastar-
lega, en náði sér þó von bráðar svo að hann fékk unnið að rit-
störfum. Gáfu læknar honum nú góða von um bata, ef hann
hlífði sér við erfiði, einkum kennslu. Hóf hann því starf haust-
ið 1920 furðu vongóður um að kraftar og heilsa mætti endast
enn um nokkur ár.
Ég hefi áður minnst síðustu kennslustunda hans, en eins og
þær var öll stjórn skólans. Vökult auga hans fylgdist með hverj-
um nemanda og öllu því, er gerðist, en þó var sem enginn
fyndi til þess. í einu var þar sameinað stjórn og frjálsræði. Og
engum mundi hafa þá til hugar komið, að gera lionum móti
skapi. Öllum nemendum var ljóst, hve mikið var í húfi, að
skólameistari fengi haldið kröftum sínum, að enginn vildi
verða til þess að skapa honum erfiðleika. Ef til vill standa
þessar fyrstu skólavikur mínar mér fyrir hugskotssjónum í
ljóma endurminniganna, en þegar ég hugsa til þeirra nú þyk-
ir mér, sem ég geti ekki hugsað mér betri anda, né ljúfari
stjórn og aga en þá var innan veggja skólans. En fyrr en varði
syrti í lofti.
Stefán skólameistari veiktist hastarlega hinn 4. desember að
kvöldi eftir að hann var kominn heim frá jarðarför síra Matt-
híasar. Fyrst í stað vonuðu menn, að hann mundi sigrast á
sjúkdómnum eins og svo oft fyrri. En er fram kom um áramót
var ljóst að hverju dró. Hann var lengstum þungt haldinn, og
vitneskjan um að hinn ástsæli skólameistari lægi á banasæng