Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1963, Síða 136
136
Skriðlíngresi. Af því fékkst góð uppskera fyrsta árið, en
stofninn, sem notaður var, entist illa og skriðlíngresið dó
út í reitunum á öðru ári. Síðasta árið var kominn annar
gróður í skriðlíngresisreitina og er því lítt mark takandi á
uppskerutölum og tölum um efnamagn af þessum reitum
síðasta árið. Skriðlíngresi er þess vegna víða sleppt í línu-
ritum í þessari grein. í tilraunum hérlendis hafa erlendir
stofnar af skriðlíngresi yfirleitt reynzt illa. (Sturla Friðriks-
son, 1956.)
c. Steinefnaákvarðanir.
Öll árin, sem tilraunin stóð yfir, var kalsíum (Ca) og fos-
fór (P) ákvarðað í heyinu, og síðari árin tvö einnig kalíum
(K). Árangur þeirra efnaákvarðana er í stórum dráttum
sýndur í línuritunum á 3. mynd.
Á línuritinu yfir kalsíum í lieyi sést, að há er kalsíum
auðugri en taða úr fyrri slætti. Þá kemur greinilega fram,
að vallarfoxgras og háliðagras eru kalsíum snauðari en tún-
vingull og vallarsveifgras á sama tíma sumars.
Kalsíum í heyinu vex við aukna áburðargjöf, en fosfór
og kalíum magnið vex þó örar.
Fosfór og kalíum í heyinu er meira í fyrri slætti en þeim
seinni.
Talið er að hlutfallið milli kalsíum og fosfórs í fóðri liafi
áhrif á nýtingu steinefna í fóðrinu. Ekki eru menn á eitt
sáttir um það, hversu stórt þetta hlutfall eigi að vera til að
fá sem bezta nýtingu, en flestir hallast þó að því, að Ca/P-
hlutfallið í fóðri sé hentugast frá 1.2—2.0. í tilrauninni, sem
hér um ræðir, kemur í ljós, að hlutfallið ntilli kalsíum og
fosfórs lækkar því meira sem borið er á af alhliða áburði.
Einnig kemur skýrt fram, að hlutfallið er hærra í seinni
slætti en þeim fyrri, og í fyrri slætti er hlutfallið mjög lágt
eða lægra en 1.0. Munur milli grastegunda er lítill.