Árbók Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1925, Side 84

Árbók Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1925, Side 84
Sö Það er nú ekki að ósekju, að mönnum finnst allmikið til um þá opinbera skatta og álögur, sem menn árlega verða að greiða, en þótt ótrúlegt sé, þá verður flest slíkt að smámun- um einum, í samanburði við þennan fríviljuglega tóbaksskatt. Öll þinggjöldin nú í ár, í þeim 9 hreppum Þingeyjarsýslu, sem versla í Húsavík voru samtals kr. 21824.15. Það er ekki helmingur á móti tóbaksskattinum!! Til alls fátækraframfæris vörðu þessir hreppar á næst- liðnu reikningsári kr. 21181.60. Það er ekki heldur helmingur á móti tóbaksskattinum!! Til hinnar lögskipuðu opinberu barnafræðslu vörðu þessir hreppar úr sveitasjóðunum á síðastliðnu reikningsári tæpum 5000 krónum. Það er tæplega einn tíundi hluti móti tóbaks- skattinum!! Öll sveitarútsvörin árið 1924 í þessum sömu hreppum voru samtals kr. 49091.50. Þar af guldu verslanir og aðrar óper- sónulegar stofnanir rúmlega 12 þúsund krónur en almenn- ingur um 37 þúsund krónur. Sveitaútsvörin eru þyngstu opinberu gjöldin — önnur en tollar — sem á almenningi hvíla, enda er í þeim fólgið alt sem almenningur árlega leggur fram til mentamála, heilbrigðis- mála, búnaðarmála, vegagerða og brúa, innanhéraðs. En samt jafnast þau ekki nándar nærri á við tóbaksskattinn fríviljuga. — Marga fleiri slíka samanburði mætti gera, en þetta ætti að nægja til þess, að sannfæra hvern mann um, hversu alvar- legt og stórfelt fjárhagsatriði hér er um að ræða. Allir vita að tóbak er engin lifsnauðsýn, heldur hrein og bein munaðar og’ óhófsvara, sem allir geta auðveldlega án verið, sem ekki eru gegnsósaðir af tóbakseitrinu, og jafnvel þeir líka, ef viljinn er nógu sterkur, og rétt aðferð viðhöfð, enda sýnist svo, sem tilvinnandi væri, að leggja nokkurt haft á fýsnir sínar til þess, að losna við þennan gífurlega skatt. Tóbaksnautnin er ekki annað en vani, eftirherma eða »móð- ur«, þótt menn hafi reynt að finna margt til afsökunar þess- ari undarlegu nautn.

x

Árbók Kaupfjelags Þingeyinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/271

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.