Árbók Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1925, Page 85

Árbók Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1925, Page 85
87 Þeir eru margir, sem aldrei venja sig á þessa nautn, og þeir sakna hennar aldrei; en margir sem venja sig á hana taka að lokum þunga yðrun fyrir léttúð sína og apaskap, og sá sem þetta ritar er einn þeirra manna. — Engin mun held- ur geta séð, að þeim, sem aldrei hafa vanið sig á tóbak, líði að nokkru leyti ver en tóbaksmönnunum, eða að þeir séu nokkursstaðar minna metnir; þvert á móti. Þess er nú — því miður — ekki að vænta, að tóbaksnautn- inni verði með öllu útrýmt hér hjá oss, meðan hún er eins sterkur og voldugur »móður« um heim allan, sem hún er nú á dögum. — En hins ætti að mega vænta, að þegar hún er orðin svona gífurlegt fjárhágsatriði sökum hins afskapiega verðs á tóbakinu, sem á einum mannsaldri hefir nær því tvítugfaldast, þá gæti þó tóbaksmennirnir hófs, að minsta- kosti svo mikils hófs, að heilsunni sé ekki hætta báin ofan á alt fjártjónið. — Og þess ætti líka að meg'a vænta, að roskn- ir tóbaksmenn litu með svo mikilli alvöru á þetta stóra fjár- hags og heilsu atriði, að þeir vöruðu ungmennin við ið gefa sig á vald þessarar dýrkeyptu nautnar; að þeir hefðu siðferð- islegt þrek til þess, að játa sína eigin flónsku, og stuðla með því að útrýmingu tóbaksnautnarinnar smám saman, eftir því se.m þeim sjálfum fækkar við burtförina frá þessu tóbaks- sósaða jarðlífi, því fremur, sem tóbakseitruðum sjúklingum fjölgar árlega á spítölum, mest af sígarettueitri. Ef tóbaksmennirnir í þessum 9 hreppum vildu nú leggja þær hömlur á tóbaksnautn sína, að þeir minkuðu hana um helming — og það ætti hver maður hæglega að geta — þá spöruðu þeir með því móti 25 þúsund krónur á ári!! Það eru 2777 á hvern af hreppunum, eða rífar 8 krónur á hvert mannsbarn í þeim. Því miður vantar skýrslur um hve margir tóbaksmenn eru á þessu svæði, svo hægt væri að sýna hve stó rupphæð kemur á hvern þeirra að meðaltali af tóbaksskattinum. — Ef engir nýir tóbaksneytendur bættust við, yrði tóbakið og tóbaksskatturinn horfið úr þessum sveitum að 50—60 árum liðnum, og hér hefir verið sýnt hverja fjárhagslega þýðingu það hefði«. —

x

Árbók Kaupfjelags Þingeyinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/271

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.