Árbók Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1925, Page 86

Árbók Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1925, Page 86
88 Hugleiðingaefni. »Allir búshlutir mínir, sem í búð eru keyptir, eru frá Eaupfélagi Þingeyinga, og sjálfur er eg orðinn þaðan að býsna miklu leyti sem betur fer«, sagði bóndi einn fyrir skömmu. Þetta er svo vel sagt, að það gefur sýn yfir stórt svið, þar sem blasa við í senn bæði: hugsjón og framkvæmd Kaupfé- lagsins. í orðum bóndans hljómar hinn sanni metnaður manns, sem trúir á stefnu félagsskapar síns og sækir til hans — en einkis annars — alt, sem þarf til búsins. En þó er enn- þá eftirtektarverðara að í orðunum ljómar fögnuður manns, sem á leitandi sál og finnur samvinnufélagsstarfsemina hyggja sig upp andlega — og veit, að það er líka tilgangur- inn. Hvað skyldu margir félagsmenn í K. Þ. hugsa svona? Auðvitað er ekki hægt að svara því. En hitt er víst, að hug- arfarið, sem kemur fram í orðum þessa bónda, þyrftu allir félagsmenn að hafa. Af þvílíku hugarfari sprettur félags- skapnum: samúð, öryggi, framsókn og máttur. Það er vafalaust þetta hugarfar, sem frumherjar félags- skaparins hafa átt og unnið stórvirki sín fyrir. Lesi menn »Ófeig« fyrri ára og gerðabækur félagsins frá sama tíma, þá andar þessu hugarfari að þeim frá hverju blaði. Manni vtrður við þann lestur innanbrjósts eins og hann reiki um gamlar hallir, þar sem vopn og myndir liðinna hetja skreyta vcggi, og alt segir á þagnarmáli sagnir um horfna dáð og manndóm. En er nú rétt í þessu sambandi að tala um horfna dáð og manndóm? Mér dettur í hug saga frá fyrstu árum Kaupfélagsins: Sigfús Jónsson, faðir núverandi formanns K. Þ., var fá- tækur og átti fyrir vaxandi ómegð að sjá á fyrstu árum fé- lagsins. Hann hafði, — eins og aðrir héraðsmenn áður en fé- lagið var stofnað, — verslað við selstöðuverslunina í Húsa-

x

Árbók Kaupfjelags Þingeyinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/271

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.