Árbók Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1925, Page 88

Árbók Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1925, Page 88
90 hann hefir unnið til, en hvorki meira né minna. Einnig að hjálpa vanmáttugum. — Stefna sú, er kaupmennirnir tilheyra og aðrir fjárplógs- menn, telur að hver megi njóta þess, sem hann hefir kraft til að klófesta, — og að ljónið eigi að skifta því, sem aflað er í félagi. Kaupfélag Þingeyinga hefir til þessa aðeins unnið að hinu fyrnefnda hlutverki samvinnustefnunnar. í nálega hálfa öld er það búið að starfa að umbótum verslunarinnar. Mikið hef- ir það áunnið. Ólíkt mundi hafa verið umhorfs í héraðinu, ef aldrei hefði þar kaupfélag verið. Og ólíkur mundi hugs- unárháttur Þingeyinga hafa verið þá. En kaupmönnunum hefir það ekki útrýmt. Það hefir aðeins bætt þá viðskifta- mönnum þeirra til láns. Við þessu er auðvitað ekkert annað að segja, en að Kaupfélagið er óleyst verkefni og Þingeying- ar eiga eftir að þroskast. Svo þroskaður er þó skilningur héraðsmanna orðinn, að þeim mun yfirleitt ljóst, að samvinnustefnan er umbóta- stefna, sem á að sigra. Aftur á móti segja ýmsir, að kaup- menn eigi fullan tilverurétt á meðan þeir geti haldið við verslun við hlið kaupfélags. Og þetta er ekki með öllu ósatt. En viðnám kaupmannaverslana stafar af því, hvað margir eru sljóir og tómlátir. Menn gera sér ekki grein fyrir því, að það gildir um samvinnufélagsskapinn, að sá, sem ekki er með í honum, hann er á móti honum. Enginn er í því efni hlutlaus. Margir eru svo miklar smásálir,. að þó þeir viti vel, að kaupfélagsskapurinn vinnur fyrir réttlætið, þá versla þeir samt að nokkru við kaupmenn — og snapa eftir tylliboðum kaupmenskunnar. Aðrir líta svo stórt á sig, að þeir vilja ekki ganga undir féiagsagann og jafnréttið, en leita sérréttinda, sem kaup- menn bjóða gæðingum og miða æðioft við kaupfélagskjör. En sömu menn virða um leið sjálfa sig svo lítils, að þeim dettui’ ekki í hug, að þeir gætu stutt heimsumbótastefnu með því að

x

Árbók Kaupfjelags Þingeyinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/271

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.