Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1956, Blaðsíða 9

Veðráttan - 02.12.1956, Blaðsíða 9
1956 Veðráttan Ársyfirlit Jarðskjálftar. Jarðskjálftamœlingar voru starfræktar í Reykjavík, Akureyri og Vík í Mýrdal og var þar engin breyting á árinu. Alls mældust 180 jarðskjálftar, þegar undanskildar eru smáhræringar í næsta nágrenni Reykjavíkur, en slikar hræringar voru fátíðar á árinu. Langflestir þessara jarðskjálfta eða 156 mældust í Reykjavík. Af þeim áttu 31 upptök i minna en 50 km fjarlægð, 53 í 50-400 km fjarlægð, 17 í 400-5000 km fjarlægð og 55 í meira en 5000 km fjarlægð. Á Akureyri mældist 71 jarðskjálfti á árinu. Áttu 52 þeirra upptök í 50-400 km fjarlægð, 5 í 400-5000 km fjar- lægð og 14 í meira en 5000 km fjarlægð frá Akureyri. 1 Vík mældust 32 jarðskjálftar og áttu 19 þeirra upptök í 50-400 km fjarlægð, 4 i 400-5000 km fjarlægð og 9 i meira en 5000 km fjarlægð. Mestu jarðskjálftar á árinu hér á landi komu 29. október og voru upptök þeirra á hafs- botni skammt austur eða norðaustur frá Grímsey. Jarðskjálftar þessir vöruðu til 5. nóv- ember, og mældust á þvi tímabili 36 hræringar á Akureyri, en aðeins 17 þeirra mældust í Reykjavík og 6 i Vík. Næstmestir voru jarðskjálftarnir 1. júní með upptök við Krísuvík og litlu minni jarðskjálftar í Vatnajökli 10. júní. Mestu jarðskjálftar erlendis komu 9. júní í Afghanistan og 9. júlí í Eyjahafi. Manntjón af þeirra völdum nam 350-400 manns i Afghanistan og 48 manns á eyjum í Eyjahafi. Auk þess fórust af völdum jarðskjálfta 132 manns í Líbanon 16. marz, 30 í Burma, 16. júlí, 109 i Indlandi 21. júli og 90 manns í Iran 31. október. 1 eftirfarandi töflu er getið um alla fjarlæga jarðskjálfta, sem mældust hér á landi. Ná- lægra jarðskjálfta er getið ef upptök þeirra voru kunn, eða ef stærð þeirra var 2.5 eða meiri. Tafla um jarðskjálfta, sem mældust á jarðskjálftamæla Veðurstofunnar árið 1956. Recorded eartliquakes. Upphafstíml Dagur Origin time Upptök Date (Icelandic Epicentrc mean time) FJarlœgð írá Reykjavlk Distance from Reykjavik Stœrð Magni- tude Athugasemdir Remarks a. Jarðskjálftar mcð upptök á lslaudi. 13. janúar . . . 08 02 32 (64 N 22 W) 25 km 2.7 Sunnan Reykjavikur. 23. janúar . . . 07 55 28 (64 N 21 W) 36 — 3.2 Austan Reykjavíkur. 23. janúar . . . 10 25 50 (64 N 21 W) 40 — 2.6 Austan Reykjavikur. 24. janúar . . . 02 43 40 64.4 N 17.4 W 215 — 3.3 Vatnajökull. 22. febrúar . . 21 30 01 64.4 N 17.4 W 215 — 3.5 Vatnajökull. 5. marz .... 20 40 42 50 — 3.0 30. marz .... 02 16 10 64.4 N 17.4 w 215 — 3.2 Vatnajökull. 6. apríl .... 03 22 24 64.4 N 17.4 w 220 — 3.8 Vatnajökull. 27. april .... 14 22 45 64.4 N 17.4 w 220 — 3.6 Vatnajökull. 2. maí 21 46 36 64.8 N 20.5 w 84 — 3.5 Nálægt Elriksjökll. 11. mai 17 35 02 64.4 N 17.4 w 220 — 3.4 Vatnajökull. 1. júni 09 46 18 63.9 N 22.1 w 25 — 4.7 Vestan Krísuvíkur.1) 1. júni 09 ■17 21 63.9 N 22.1 w 2b — 3.8 Vestan Krisuvikur.1) 1. júni 11 10 08 63.9 N 22.1 w 25 — 4.1 Vestan Krísuvíkur.1) 10. Júni 12 51 45 64.4 N 17.8 w 200 — 3.4 Vatnajökull. 10. júní 13 05 35 64.4 N 17.8 w 200 — 4.7 Vatnajökull. 10. Júni .... 13 10 14 64.4 N 17.8 w 200 — 3.7 Vatnajökull. 10. júni 13 49 41 64.4 N 17.8 w 200 — 3.5 Vatnajökull. 14. júnl 16 51 49 64.4 N 17.8 w 200 — 3.1 Vatnajökull. 17. júnl 04 34 20 64.9 N 17.6 w 215 — 4.1 NorSan Vatnajökuls. 22. júni 11 04 36 36 — 2.8 8. júli 21 46 23 130 — 2.6 16. Júli 05 53 23 63.9 N 22.2 w 32 — 4.1 Vestan Krisuvikur. 18. júli 12 29 23 245 — 2.9 22. júli 14 49 25 64.7 N 17.3 w 230 — 3.6 Norðurbrún Vatnajökuls. 1) 19 minni kippir frá sömu upptökum mældust 1. júni. (57)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.