Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1956, Blaðsíða 16

Veðráttan - 02.12.1956, Blaðsíða 16
Ársyfirlit Veðráttan 1956 vinnslu á veðurathugunum, sem gerðar verða á jarðeðlisfræðiárinu. Samþykkt var, að starfsemi þessi skyldi fara fram í Oslo. Dagana 23.—28. maí sat Páll Bergþórsson ráðstefnu í Frankfurt, þar sem fjallað var um vélreiknaðar veðurspár. 1 september var haldin ráðstefna í Genf á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í þeim tilgangi að endurskoða samning, sem gerður var 1948, um flugþjónustu á Islandi, Færeyjum og Grænlandi. Engin breyting varð á meginatriðum fyrra samkomulags um greiðslur erlendra aðila vegna flugveðurþjónustunnar. Veðurstofan fær endurgreiddan allan kostnað af starfsemi islenzku veðurstofunnar á Keflavíkurflugvelli, en ekki er heimilt að fjölga starfsmönnum þar nema með samþykki Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Samkvæmt hinum nýja samningi starfa þar sjö veðurfræðingar, sjö háloftaathugunar- menn og níu aðstoðarmenn. Ennfremur eru samkvæmt samningi þessum greidd 60% af kostnaði við loftskeytadeild Veðurstofunnar, laun eins aðstoðarmanns í Reykjavík og 88% af kostnaði við sjö veðurstöðvar víðs vegar á landinu, þar sem gerðar eru átta athug- anir á sólarhring. Einnig fær Veðurstofan greiddan ýmsan umsjónarkostnað. Veðurstofustjóri og Hlynur Sigtryggsson, deildarstjóri, voru fulltrúar Veðurstofunn- ar á þessari ráðstefnu, en Flugmálastjórn og Póst- og símamálastjórn sendu að sjálf- sögðu einnig fulltrúa þangað. Viðauki. Skaðar í janúar. Þ. 2. urðu viða nokkrar skemmdir á húsum. Þak tók af íbúðarhúsi á Veisu i Fnjóskadal, og þar grófust 20 kindur undir fjárhúsvegg, sem hrundi. Fjórar þeirra drápust. Mjólkurbill fauk um koll á Árskógsströnd. Tvo báta rak á land, annan við Neskaupstað, en hinn í Vík. Skemmdir urðu litlar. Þ. 3. féll maður á hálku í Reykja- vík og beið bana af. Dagana 3.—5. urðu víða minni háttar skemmdir á mannvirkjum um norðanvert landið. Þ. 9. fékk bv. Jón forseti á sig brotsjó og laskaðist nokkuð. Sama dag hrakti 220 kindur frá Skefilsstöðum á Skaga til heiða, og drápust um 60 þeirra, og þ. 12. fórst fé í fönn á Snæfellsnesi. Þ. 9.—10. urðu víða símabilanir. Þ. 14. strandaði ms. Hvassafell í Borgarfirði í þungum straumi og ísreki, en náðist út aftur óskemmt. Þ. 25. var drengur nærri kafnaður í snjóhengju á Suðureyri. Þ. 29. ruddi krapaflóð um fjár- húsi og hlöðu á Borgareyri í Mjóafirði, 14 kindur, hestur og kálfur fórust. Ennfremur sópaði flóðið bifreið niður í fjöru, og stórskemmdist hún. Þ. 29. rak vélskipið Odd á land við Þórshöfn, en skemmdir urðu engar. Sama dag olli mikið flóð og jakaburður i Hvítá í Borgarfirði víða skemmdum á símalínum. Þ. 31. fauk þak af nýju verzlunarhúsi á Hofs- ósi, og sama dag löskuðust tveir bátar frá Akranesi. Jarðskjálftar í maí. Þ. 2. kl. 2147 fannst greinilegur jarðskjálftakippur í efstu byggð- um Borgarfjarðar. Upptök hans mældust í 84 km fjarlægð frá Reykjavík. Leiðréttingar. Bls. 45. Næst síðasta lína þriðju málsgreinar. Eftir orðinu rigning komi: eða snjókoma. Síðasta lína sömu málsgreinar. I stað rigndi víðast nokkuð komi: Var víðast úrkoma. 1 ársyfirliti 1955, bls. 55, í fyrstu línu stendur: gildi hitastuðlanna c og Cj en á að vera cx og c2. I ársyfirliti 1952, bls. 52, er mesta sólarhringsúrkoma á Suðureyri skráð 39.8, en é að vera 139.8. (64)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.