Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1956, Blaðsíða 14

Veðráttan - 02.12.1956, Blaðsíða 14
1956 Ársyfirlit Veðráttan Útgáfustarfsemi, veðurspár og fleira. Prentuð voru mánaðaryfirlit Veðráttunnar frá april 1951 til sama mánaðar 1952 ásamt ársyfirliti ársins 1951. Unnin var ýmis undirbúningsvinna að útgáfu síðari árganga. - Eins og getið er um á bls. 55 voru teknar upp nýjar aðferðir við útreikning á meðalhita. Aðrar breytingar urðu ekki á mánaðartöflum Veíjráttunnar. 1 ársyfirliti 1955 láðist að geta þess, að breytt var um form á sólskinstöflu það ár, og ennfremur var tekið að birta meðalhita þriðju hverja klukkustund á 11 stöðvum í stað meðalhita aðra hvora klukkustund á 4 stöðvum. - Gefnar voru út jarðskjálftaskýrslur ársins 1955. Leiðbeiningar um norðurljósa- athuganir voru gefnar út í september. Engar spár voru gerðar fyrir Austurdjúp þetta ár. Spár fyrir Grænlandsmið féllu niður 14/2-5/4 vegna þess að íslenzkir togarar stunduðu ekki veiðar við Grænland á því tímabili. Engar breytingar urðu á útvarpi veðurfregna. Brezkur stúdentaleiðangur gerði athuganir við Langjökul um sumarið og sendi Veður- stofunni skeyti kl. 5, 11 og 17 frá byrjun ágústmánaðar. Veðurstöðvar. Atliugunarmenn: Þorleifur Jónsson, fyrrv. alþingismaður, lézt í hárri elli í september- mánuði. Hann byrjaði að gera veðurathuganir 1921, en síðustu árin hafði Hjalti Jónsson, hreppstjóri, annazt veðurathuganir á Hólum Þorleifur vann störf sín fyrir Veðurstofuna með ágætum, eins og önnur trúnaðarstörf, sem honum voru falin. I ársbyrjun tók Jón Bjarnason við athugunum í Vík í Mýrdal, en hann hafði áður ann- azt þær að nokkru leyti ásamt Ólöfu Ólafsdóttur. Nýjar stöövar: 1 júlímánuði hófust veðurathuganir á Máná á Tjörnesl. Þaðan eru send veðurskeyti kl. 8, 17 og 23. Athugunarmaður er Aðalgeir Egilsson. Úrkomumælingar hófust á fjórum nýjum stöðvum: 1 Forsæludal, Austur-Húnavatnssýslu í júlí; athugunar- maður Jónas Sigfússon, bóndi. 1 Kalmanstungu, Hvítársíðuhreppi í ágúst; athugunar- maður Kristófer Ólafsson, bóndi. Á Mýri í Bárðardal í júli; athugunarmaður Karl Jónsson, bóndi. Á Jaðri í Hrunamannahreppi í nóvember; athugunarmaður Davíð Guðnason, bóndi. Veðurathuganir féllu niður á Horni i Hornafirði frá september 1956 til janúar 1957. EftirlitsferÖir: Eftirtaldar stöðvar voru heimsóttar á árinu: Akureyri, Blönduós, Djúpivogur, Forsæludalur, Grindavík, Heiðmörk, Horn í Hornafirði, Hólar í Hjaltadal, Hólar í Hornafirði, Húsavík, Hvallátur, Kalmanstunga, Kvígindisdalur, Lambavatn, Loft- salir, Máná, Mýri, Nautabú, Rafmagnsstöðin Reykjavík, Raufarhöfn, Reykhólar, Reykja- nesviti, Sauðárkrókur, Stóri-Botn, Teigarhorn, Vík í Mýrdal. Ný mœlaskýli voru reist á niu stöðvum: Á Djúpavogi í ágúst, í Heiðmörk* í október, á Hólum í Hornafirði í ágúst, Hvallátrum í júní, Kvígindisdal í júní, Lambavatni í júní, Máná í júlí, Reykhólum í júní, Reykjanesvita i maí. Úrkomumœlar meö lilíf voru settir upp á þessum stöðvum: Á Djúpavogi í ágúst, í Forsæludal í júli, Heiðmörk* í okt., á Hvallátrum í júni, Jaðri i nóvember, í Kalmans- tungu i ágúst, Kvigindisdal í júní, Lambavatni í júni, Máná í júlí, Mýri í júlí, Reykjanes- vita í maí, Siglunesi í september. I júní voru auk þess settar hlífar á gamla mæla á Hólum í Hjaltadal og Nautabúi. Athugunartímar: Á Siglunesi var athugað kl. 5 frá 1. júní til 31. október. Engar aðrar breytingar urðu á athugunartímum Tækniaðstoð. Hin mikla aukning veðurþjónustunnar, sem orðið hefur undanfarin ár, hefur að lang- mestu leyti verið á sviði veðurspánna. Var það nauðsynlegt af ýmsum ástæðum, en þó fyrst og fremst vegna þess, að ílugsamgöngur útheimta mikla og nákvæma veðurþjón- ustu. Vegna skorts á veðurfræðingum var ekki kleift að annast nauðsynlega flugveður- þjónustu, án þess að það bitnaði á annarri starfsemi Veðurstofunnar. Engir veðurfræð- ingar voru fyrir hendi til að taka að sér deildarstjórn í veðurfarsdeild og áhaldadeild, * Athuganir í Heiðmörk hófust ekki á árinu. (62)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.