Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1956, Blaðsíða 15

Veðráttan - 02.12.1956, Blaðsíða 15
1956 Veðráttan Ársyfirlit fyrr en 1953 er Adda Bára Sigfúsdóttir var ráðin til starfa i veðurfarsdeild og 1956, þegar Flosi Hrafn Sigurðsson varð deildarstjóri áhaldadeildar. Varla þarf að taka það fram, að mörg verkefni bíða úrlausnar i þessum deildum af framangreindum ástæðum, svo og vegna þess, að loftslagsfræði hefur þróazt mjög ört síðasta áratug, og kröfur, sem gerðar eru á alþjóðavettvangi, um nákvæmni veðurathug- unaráhalda og samræmi á aðferðum við athuganir hafa orðið strangari. Til þess að flýta sem mest fyrir þróun veðurfarsdeildar og áhaldadeildar lagði Veður- stofan til við Samgöngumálaráðuneytið, að sótt yrði um tækniaðstoð, sem veitt er á veg- um Sameinuðu þjóðanna, en Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur milligöngu um útvegun tækniaðstoðar vegna veðurþjónustu. Var sótt um tækniaðstoð til handa Veðurstofu Is- lands árið 1955, og var fé veitt á árinu 1956 til þess að standa straum af kostnaði við dvöl sérfræðings hér á landi. Skyldi hann sérstaklega athuga starfsemi veðurfarsdeildar og áhaldadeildar og gera tillögur um aðgerðir til að bæta starfsskilyrði þeirra. Sem sérfræðingur var ráðinn dr. A. Ángström, fyrrverandi forstjóri sænsku veður- stofunnar, en hann hafði nýlega látið af embætti fyrir aldurs sakir. Kom hann til Islands 30. júli og dvaldist til 7. september. Tillögur dr. Angströms eru í stuttu máli þessar: 1. Tækniaðstoðarstofnun Sameinuðu Þjóðanna veiti fé til kaupa á áhöld- um í tilraunastofu og smíðavinnustofu, að því tilskyldu, að íslenzk stjórnarvöld veiti fé til að greiða húsnæði og laun áhaldasmiðs, 2. S. Þ. láti í té tæki til geislamælinga. 3. Tveir sérfræðingar verði sendir til Islands á vegum S. Þ. til að leiðbeina um störf í veðurfarsdeild og áhaldadeild. Hæfilegur dvalartími hvors um sig mun að áliti dr. Angströms verða um þrir mánuðir. 4. S. Þ. veiti þeim veðurfræðingum, sem starfa í veðurfarsdeild og áhalda- deild, styrk til að kynna sér störf í sérgreinum sínum við erlendar stofnanir, þegar aðstæður á Veðurstofunni leyfa. 5. Auk sérmenntaðs áhaldasmiðs verði ráðinn veðurfræðingur til að starfa með deildarstjórum veðurfars-, áhalda- og jarðeðlisfræðideildar og og 1—2 nýir aðstoðarmenn í veðurfarsdeild. Annar aðstoðarmaðurinn ætti jafnframt að að- stoða við bókavörzlu. 6. Bætt verði við 6 nýjum veðurstöðvum. Starfrækt verði ennfremur a. m. k. hluta úr árinu, ein stöð í óbyggðum og verði henni valinn staður, sem í senn sé mikilvægur frá sjónarmiði veðurfræðinnar og komi að sem beztum notum við rannsóknir vegna rafvirkjana. Samkvæmt ósk dr. Angström var haldinn fundur á Veðurstofunni með fulltrúum ým- issa opinberra stofnana, og var þar rætt um nánara samstarf milli þessara stofnana og Veðurstofunnar. Alþjóðasamstarf. önnur ráðstefna Evrópudeildar Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar var haldin í Du- brovnik (Júgóslavíu) 12.—24. marz. Á ráðstefnunni mætti 71 fulltrúi frá 30 meðlima- löndum og auk þeirra áheyrnarfulltrúar frá nokkrum löndum utan Evrópusvæðisins svo og frá S. Þ. og öðrum alþjóðastofnunum. Á ráðstefnunni voru gerðar 40 samþykktir og 9 tillögur. M. a. voru gerðar skrár yfir allar veðurstöðvar á svæðinu, þar sem gerðar eru athuganir við yfirborð jarðar og i háloftum til notkunar á alþjóðavettvangi. Ennfremur voru gerðar tillögur um fjölgun veðurstöðva, einkum háloftaathugunarstöðva. Mjög mikið starf var unnið við áætlun um skipulagningu veðurskeyta- og veðurkortasendinga. Varð ljóst á þessum fundi, að miklar breytingar eru í vændum á þessu sviði næstu árin, þannig að veðurfregnir verða í æ ríkara mæli sendar með fjarritvélum, radíófjarritvél- um og myndsenditækjum, en „morse“-sendingar munu minnka eða jafnvel hverfa. Veðurstofustjóri sat þessa ráðstefnu fyrir hönd Islands. Hlynur Sigtryggsson var áheyrnarfulltrúi Rannsóknaráðs ríkisins á fundi, sem hald- inn var i Stokkhólmi í maí, til að undirbúa samvinnu Norðurlanda við ýmis störf á jarð- eðlisfræðiárinu. Samþykkt var tillaga um að Norðurlöndin önnuðust í sameiningu spár fyrir leiðangra, sem gerðir verða út á þann hluta Ishafs-svæðisins, sem Norðmenn einir hafa hingað til gert spár fyrir. Einnig var ákveðið að koma á sameiginlegri daglegri úr- (63)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.