Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1956, Blaðsíða 1

Veðráttan - 02.12.1956, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1956 ÁRSYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Tí ðar f ar sy f irlit. TíÖarfar var mjög breytilegt, en í heild má þó telja árið sæmilega hagstætt. LoftvægiÖ var 1.2 mb yfir meðallagi, frá 0.5 mb á Galtarvita að 1.8 mb á Hólum. Lægsta loftvægi ársins mældist á Keflavíkurflugvelli 8. nóvember kl. 11-12, 949.9 mb, en hæsta á á Kirkjubæjarklaustri 11. febrúar kl. 1,1042.5 mb. MeÖalhiti ársins var 1.0° yfir meðallagi. Á öllum stöðvum, sem meðaltöl eru til fyrir, var hlýrra en í meðalári. 1 innsveitum var árssveifla hitans yfirleitt 14°-16°. Við aust- ur- og norðurströndina var hún 9°-12°, en annars staðar með ströndum fram 11°-13°. Sjávarhiti við strendur landsins var í meðallagi, frá 0.5° undir meðallagi við Grímsey að 0.4° yfir því við Fagradal og Grindavík. Sjávarhiti við Gróttu mældist 6.1° og við Grinda- vík 8.0°. Úrkoman á öllu landinu mældist 7% umfram meðallag. Mest mældist hún að tiltölu í Kvígindisdal, tæplega 50% umfram meðaliag, en minnst á Dalatanga, % af meðalúrkomu. Mesta sólarhringsúrkoma mældist á Dalatanga 21. sept., 87.4 mm, og 26 sinnum mældust 50 mm eða meira á ýmsum stöðvum. Úrkomudagar voru fleiri en í meðalári á öllum stöðv- um, sem meðaltöl hafa. Úrkoman á Eyrarbakka mældist 1459 mm. Stormar voru víðast fleiri en venja er til, nema á Austurlandi. Sólskin mældist 1150 klst. í Reykjavik, og er það 85 stundum skemur en í meðalári. Á Akureyri mældust 699 sólskinsstundir eða 185 færri en venja er til. Á Hallormsstað voru sólskinsstundir 908. Veturinn 1955-’56 (des.-marz) var óhagstæður framan af, en hagstæður tvo síðari mán- uðina. Hitinn var 0.7° yfir meðallagi. Hvergi var kaldara en í meðalári. Á Norðurlandi og um miðbik Vesturlands var rösklega 1° hlýrra en venja er til, en annars staðar var vik hit- ans frá meðallagi innan við 1°. Hitinn var í meðallagi 11 daga, 34 daga var l°-4° kaldara en i meðalári, og 14 daga var hitinn 5°-9° undir meðallagi. 1 36 daga var hitinn l°-4° yfir meðallagi og 27 daga var 5°-9° hlýrra en í meðalári. Úrkoman var tæplega minni en venja er til. Á Norðurlandi var meiri úrkoma en í meðalári, en i öðrum landshlutum var hún innan við meðallag. Snjór var meiri en í meðalári og hagar lélegir tvo fyrri mánuðina, en í febrúar og marz var minni snjór og betri hagar en venja er til. Vorlð (apríl-maí). Tíðarfar var víðast talið fremur hagstætt framan af, en óhagstæðara er á leið. Hiti var 0.9° yfir meðallagi. Víðast var um það bil 1° hlýrra en venjulega, en á Norðaustur- og Suðvesturlandi var þó heldur kaldara. Hiti var í meðallagi 14 daga. 1 15 daga var hiti undir meðallagi, l°-4°, og 32 daga var l°-6° hlýrra en venja er til. Úrkoman var %0 umfram meðallag, hún var meiri en í meðalári nema á Suðausturlandi og á norðan- verðu Snæfellsnesi. Sumarið (júni-sept.) var yfirleitt fremur hagstætt. Hiti var 0.3° undir meðallagi. Á Austfjörðum og Suðausturlandi var víðast lítið eitt hlýrra en i meðalári, en í öðrum lands- hlutum var yfirleitt heldur kaldara en venja er til. (Þess ber að gæta, að tölurnar um meðal- lagshita, eru lítið eitt of háar að sumri til, smb. ársyfirlit 1955). Hiti var í meðallagi 38 daga. 1 57 daga var l°-4° kaldara en venja er til, og 27 daga var l°-5° hlýrra en í meðalári. Úr- koman var tæplega % af meðalúrkomu. Hún var innan við meðallag á allflestum stöðvum, sem meðaltöl hafa, og minnst að tiltölu á Suðvesturlandi. Sólskin mældist 71.8 klst. lengur en í meðalári í Reykjavík, en 38.6 klst. skemur en venja er til á Akureyri. Heyfengur varð í meðallagi, en uppskera úr görðum rýr. Haustið (okt.-nóv.) var stormasamt og því óhagstætt, nema um austanvert landið. Hiti var 2.4° yfir meðallagi. Hlýjast var að tiltölu á Norður- og Norðausturlandi, þar var viða um það bil 3° hlýrra en venja er til. 1 öðrum landshlutum var hiti yfirleitt l%°-2%° yfir meðallagi. Hitinn var í meðallagi 11 daga, og 12 daga var l°-5° kaldara en venja er til. 1 24 daga var hitinn l°-4° yfir meðallagi, og 14 daga var 5°-8° hlýrra en í meðalári. Úrkoman var tæplega 50% umfram meðallag. Um norðaustanvert landið var minni úrkoma en í meðal- ári, en í öðrum landshlutum var hún meiri en venja er til. Sums staðar á Vesturlandi mældist meira en tvöföld meðalúrkoma. (49)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.