Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1961, Blaðsíða 34

Veðráttan - 02.12.1961, Blaðsíða 34
Ársyfirlit VEÐRÁTTAN 1961 þeir ÆðeyjarbræSur þá gert ágætar athuganir þar í 16 ár. Við athugunum í Æðey tók Helgi Þórarinsson. Jóhanna Sigurbergsdóttir hætti athugunum í Haukatungu á miðju ári, og við tók Páll Sigurbergsson. Þrír veðurathugunarmenn áttu 25 ára starfsafmæli á árinu: Kristbjörn Guðlaugsson, bóndi á Arnarstapa, Guðmundur Baldvinsson, bóndi á Hamraendum og Pétur Jónsson, bóndi í Reykjahlíð. Veðurstofan þakkar þeim gott samstarf af því tilefni. Nýjar stöövar: 1 febrúar hófust veðurathuganir og skeytasendingar kl. 8 og 17 á Heyklifi á Kambanesi við Stöðvarfjörð; athugunarmaður er Þorleifur Guðlaugsson, vita- vörður. 1 sama mánuði hófust athuganir og skeytasendingar á sömu tímum á Stokksnesi við Vestrahorn, en þar hættu athuganir aftur í september; athugunarmaður var Halldór Guðbjartsson. Á þessum stöðvum var hvorki hitamælaskýli né úrkomumælir, en hiti var mældur með sveifarmæli. 1 Hveragerði hófust veðurathuganir í júlí, og eru þær gerðar kl. 8, 14 og 20, og mánaðarskýrslur sendar Veðurstofunni. Athugunarmaður er Guðleifur Sigurjónsson. Á Staðarhóli í Aðaldal hófust athuganir í október. Þar er athugað kl. 8, 11, 17 og 20, og veðurskeyti send kl. 8, 11 og 17. Athugunarmaður er Hermann Hólmgeirsson. 1 Hveragerði og á Staðarhóli voru sett upp hitamælaskýli og úrkomumælir með vindhlif. Urkomumælingar hófust á 7 nýjum stöðvum, og var úrkomumælir með vindhlíf settur upp á þeim öllum. Fara hér á eftir nöfn stöðvanna og athugunarmanna: Atliugunarstaöir: Sjómannaskólinn, Reykjavik . Hólmur, Reykjavík.......... Korpúlfsstaðir, Mosfellssveit . Sandhaugar, Bárðdælahreppi Kvísker, Hofshreppi........ Vestmannaeyjakaupstaður . . Reykjakot, Ölfushreppi .... Athugunarmenn: Athugun hejst: Starfsmenn Veðurstofunnar .... Október Karl Norðdahl................. Júlí Starfsmenn Búnaðardeildar .... Maí Sigurður Eiríksson............ Október Flosi Björnsson............... Nóvember Garðar Sigurjónsson.............. Nóvember Jóhannes Guðmundsson.......... Apríl. Nýtt hitamælaskýli var reist á Eyrarbakka í júlí, og um leið var þar settur úr- komumælir með vindhlíf. Veöurstööin á Máná var flutt í desember á nýbýlið Mánárbakka, sem er um það bil 1 km norður af Máná. Frd ársbyrjun 1962 verða notuð heitin Elliðaárstöð fyrir Rafmagnsstöðin, Reykjavík, Andakílsárvirkjun fyrir Rafmagnsstöðin Andakíl og Vaglir II fyrir Gróðrarstöðina í Vaglaskógi. EftirlitsferÖir: Eftirtaldar athugunarstöðvar voru heimsóttar á árinu: Arnarstapi, Bergþórshvoll, Bjóla, Blesastaðir, Búð, Búðardalur, Eyrarbakki, Forsæti, Galtarviti, Grindavík, Gunnarsholt, Hamraendar, Haukatunga, Hella, Hólmar, Hólmur, Hvallátur, Hveragerði, Hæll, Jaðar, Kalmanstunga, Kirkjubæjarklaustur, Korpúlfsstaðir, Kvígindis- dalur, Lambavatn, Leirubakki, Loftsalir, Lækjarbakki, Máná, Mjólkárvirkjun, Mýrar, Mýrartunga II, Rafmagnsstöðin Andakíl, Reykhólar, Reykjakot, Reykjanesviti, Sand- haugar, Sámsstaðir, Síðumúli, Staðarhóll, Stóri-Botn, Vegatunga, Vik í Mýrdal, Þing- vellir, Þórustaðir, Æðey. Athuganir á shipum: Á eftirtöldum skipum voru gerðar veðurathuganir og skeyti send fyrir atbeina Veðurstofunnar: Ms. Arnarfell, Brúarfoss, Dettifoss, Goðafoss, Gull- foss, mt. Hamrafell, ms. Fjallfoss, Katla, Lagarfoss, Reykjafoss, Tröllafoss, Tungufoss, bv. Maí og vs. Ægir. Útgáfustarfsemi og útvarp veðurfregna. Prentuð voru mánaðaryfirlit Veðráttunnar frá apríl 1960 til marz 1961 og ársyfirlit 1960. Gefnar voru út bráðabirgðajarðskjálftaskýrslur frá nóvember 1960 til október 1961. Frá 1. desember var útvarpað veðurspám fyrir 2 sólarhringa alla daga vikunnar. Þeim spám er útvarpað í aðalkvöldfréttatima útvarpsins og kl. 22. Veðurspár fyrir Austurdjúp (66° N og suður undir Færeyjar, 12°—3° W) voru gerðar um hálfsmánaðarskeið frá 26. ágúst. Þ. 2. apríl fluttist útvarp veðurlýsingar á einstökum stöðvum til kl. 18 20. Útsend- ingartímar veðurfrétta voru sem hér segir, miðað við íslenzkan miðtíma. Ef annars er ekki getið, færist sendingartími fram um 1 klst., þegar sumartími er í gildi: (130)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.