Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1961, Blaðsíða 1

Veðráttan - 02.12.1961, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAJÍ 1961 Arsyfiklit samið A veiiurstofunivi Tíðarfarsyfirlit Tíöarfariö var fremur óhagstætt nema tvo fyrstu mánuðina. Loftvægi var 1.9 mb undir meðallagi. Hæst stóð loftvog á Kirkjubæjarklaustri 19. desember kl. 11, 1036.1 mb, en lægst í Vestmannaeyjum 26. janúar kl. 19, 942.0 mb. Iíiti var 0.8° yfir meðallagi. Við strendurnar var yfirleitt rösklega 1° hlýrra en í meðalári nema við suðvesturströndina og norður til Breiðafjarðar, en þar var hitinn %°—1° yfir meðallagi. (Miðað er við meðaltöl 1901—1930). 1 innsveitum var einnig víð- ast %°—1° hlýrra en í meðalári, kaldara var þó á Hólsfjöllum, aðeins 0.2°—0.3° hlýrra en meðallagið 1901—1930. Árssveifla hitans var 9°—10° í útsveitum á Norður- og Austurlandi og 11°—12° við vesturströndina. Á Suðurlandi var hún 12°—15°, og í innsveitum í öðrum landshlutum yfirleitt 13°—15°. Á Hólsfjöllum komst árssveiflan upp í 17°. Sjávarliiti við strendur landsins var 0.4° yfir meðallagi. Úrkoma var 6% umfram meðallag. Vestan til á landinu var hún innan við meðallag nema nyrzt á Vestfjörðum, þar sem hún náði meðallagi. Annars staðar var úrkoma frá meðallagi að % umfram það. Mest mældist ársúrkoman í Vík í Mýrdal, 2402 mm, en mest miðað við meðallag var hún á Hallormsstað og í Fagradal. Minnst mældist úrkoma í Búð- ardal, 382 mm, en minnst eftir hætti á Hellissandi, 25% innan við meðallag. Mesta sólar- hringsúrkoma á árinu mældist í Laugardælum 14. nóvember, 102.8 mm. Sama dag mæld- ust 101.6 mm í Kvigindisdal og 100.5 mm á Eyrarbakka, og þ. 21. nóvember mældust 100.4 mm i Vík í Mýrdal. 1 36 skipti var sólarhringsúrkoma milli 50 og 100 mm. Úrkomudagar voru fleiri en í meðalári nema við Faxaflóa og Breiðafjörð. Sólskin mældist 1245 klst. í Reykjavík, og eru það 10 klst. umfram meðallag. Á Reyk- hólum mældust 1072 klst. og á Akureyri 977 mánuðina janúar—nóvember, en það er 11 klst. umfram ársmeðallag. Á Höskuldarnesi mældust 931 klst., á Hallormsstað 969 og á Hólum í Hornafirði 1204 klst. Veturinn (desember 1960—marz 1961) var lengst af hagstæður. Hiti var 1.4° yfir meðallagi. Hlýjast var að tiltölu við austur- og suðausturströndina, eða tæplega 2° hlýrra en venja er til. Annars staðar á landinu var hiti yfirleitt 1°—1%0 yf ir meðallagi. Hiti var 1°—5° undir meðallagi í 35 daga, frá meðallagi að 4° yfir þvi i 64 daga og 5°—8° yfir meðallagi í 22 daga. Úrkoma var % meiri en í meðalári á öllu landinu, frá % af meðal- úrkomu vestan til á Norðurlandi að % umfram meðallag á Norðausturlandi. Vorið (apríl—maí) var óhagstætt framan af, en hagstæðara er á leið. Hiti var 0.9“ yfir meðallagi. Vik hitans frá meðallagi var allbreytilegt. Hvergi var þó kaldara en í með- alári, en hitavikið var frá 0.1° upp í 1.4°. Fjóra daga var 5°—8° kaldara en i meðalári, og 13 daga var hitinn 1°—4° undir meðallagi. 1 41 dag var hiti frá meðallagi að 4° yfir því, og 3 daga var 5°—6° hlýrra en í meðalári. Úrkoma var í tæpu meðallagi á öllu landinu. Hún var minnst á Suðvestur- og Vesturlandi, allt niður í helming meðalúrkomu, en mest norðan til á Austfjörðum, eða sem næst tvöföld meðalúrkoma. Sumarið (júní—september) var fremur óhagstætt. Hiti var 0.4° yfir meðallagi, frá %° undir meðallagi á Hólsfjöllum að um það bil 1° yfir meðallagi sums staðar við strendur landsins. I 74 daga var hiti frá meðallagi að 3° undir því, og í 48 daga var 1°—4° hlýrra en í meðalári. Úrkoma mældist 93% af meðalúrkomu. Hún var meiri en í meðalári frá norð- anverðum Vestfjörðum yfir Norður- og Austurland til öræfa, en um meginhluta Suður- og Vesturlands var minni úrkoma en í meðalári. Um norðaustanvert landið voru úrkomu- dagar óvenju margir í ágúst og september. 1 Reykjavík mældist sól 25 klst. lengur en í meðalári, og á Akureyri 41 klst. umfram meðallag. Heyfengur varð víðast sæmilegur. Haustið (október—nóvember) var óhagstætt austan til á landinu, en sæmilega hag- stætt vestan lands. Hiti var 1.7° yfir meðallagi. í 19 daga var hiti frá meðallagi að 4° undir þvi, í 33 daga var 1°—4° hlýrra en í meðalári, og í 9 daga var hitinn 5°—7° yfir meðallagi. Úrkoma var Ví umfram meðallag. Hún var mjög breytileg, frá 60—75% um- fram meðallag á þrem stöðvum austan til á landinu að 60—90% af meðalúrkomu norðan til á Snæfellsnesi. (97)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.