Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1961, Blaðsíða 35

Veðráttan - 02.12.1961, Blaðsíða 35
1961 VEÐRÁTTAN Ársyfirlit tJtvarpaö í mœltu máli: Kl. 3 30 Veðurlýsing og veðurspá. „ 9 10 Veðurlýsing, veðurspá og veður á einstökum stöðvum. ,, 16 00 (16 30 þegar sumartími er) Veðurlýsing og veðurspá. „ 18 20 Veður á einstökum stöðvum. „ 22 00 (Einnig kl. 22 eftir sumartíma) Veðurlýsing og veðurspá. „ 24 00 Veðurlýsing, veðurspá og veður á einstökum stöðvum. Útvarp á morse-merkjum: Kl. 10 30 og 22 30 Spá fyrir miðin umhverfis ísland á íslenzku og ensku og að síðustu spá fyrir Grænlandsmið á íslenzku. „ 4 30 og 16 30 Spá fyrir miðin umhverfis Island á íslenzku og ensku. Veðurlýsing og veðurspá er endurtekin í þeim fréttatímum Ríkisútvarpsins, sem falla milli útgáfutíma spánna. T. d. er spá kl. 9 10 iesin með hádegisfréttum, og er hún endur- skoðuð, ef þurfa þykir. Veðurfréttum kl. 910—2400 er útvarpað á vegum Ríkisútvarpsins, en Póst- og síma- málastjórnin sér um útvarp á morse og auk þess á mæltu máli kl. 330, tíðni 276 kc/s. Ýmislegt. Isotoprannsóknir á úrkomu. 1 apríl var að tilmælum Alþjóðakjarnorkumálastofnun- arinnar byrjað að senda mánaðarsýnishorn úrkomu á Rjúpnahæð til isotoprannsókna í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Efnagreining á árvatni. I samráði við veðurfræðistofnun Stokkhólmsháskóla var tekin upp söfnun sýnishorna á vatni úr Þjórsá. Sýnishornin verða efnagreind í Stokk- hólmi, og ákveðið verður magn af þríþungu vatni í þeim. Fyrst um sinn verða sýnis- hornin tekin á þriggja mánaða fresti, og annast Haraldur Einarsson, bóndi á Urriða- fossi, töku þeirra. Geislavirkni í úrkomu. I október og nóvember hófst söfnun úrkomusýnishorna á nokkrum veðurstöðvum samkvæmt ósk Eðlisfræðistofnunar Háskólans, og mun sú stofn- un annast mælingu á magni geislavirkra efna í úrkomunni. 1 október hófst söfnun sýnis- horna við Sjómannaskólann í Reykjavík, í Vegatungu í Biskupstungum og á Akureyri, en í nóvember á Kvískerjum, í öræfum og í Vestmannaeyjum. Gæftir. 1 því skyni að gefa nokkra hugmynd um gæftir, var ákveðið að gera árlega töflu um sjóslag á nokkrum stöðvum, og birtist sjólagstafla fyrir þetta ár á bls. 116. Móttaka erlendra veöurskeyta. Á undanförnum árum hefur orðið sú breyting á send- ingu veðurskeyta frá skeytasendingamiðstöðvum, að horfið hefur verið frá morse-send- ingum að mestu og teknar upp sendingar með fjarritum eða útvarpsfjarritum. Á árinu 1961 var svo komið, að veðurskeyti frá Grænlandi voru einu erlendu veður- skeytin, sem að staðaldri þurfti að taka á móti á morse-merkjum. Vegna þessara breyt- inga var tækjum loftskeytadeildar breytt þannig, að hægt var að nota þau til móttöku á útvarpsfjarritasendingum, og einnig voru fengin tvö ný og fullkomin móttökutæki í þessu skyni. Breytingar þessar hafa gert Veðurstofunni kleift að fækka loftskeytamönnum tals- vert, eða úr 15 í 8 á síðustu árum, án þess að móttaka erlendra veðurskeyta hafi minnkað. VeÖurstofubygging. Veðurstofustjóri skipaði á árinu þrjá veðurfræðinga í nefnd til að gera frumtillögur um byggingu veðurstofuhúss, og var áætlun um stærð hússins gerð seint á árinu. Áður hafði verið sótt um byggingarlóð til Reykjavíkurborgar og bent á austanverða öskjuhlið sem heppilegan stað. Ný normálloftvog VeÖurstofu fslands. Haustið 1961 keypti Veðurstofan nýja normal- loftvog hjá R. Fuess í Berlin-Steglitz, og er hún nr. 09685. I samræmi við samþykktir Al- þjóðaveðurfræðistofnunarinnar var ioftvogin prófuð í Hamborg með samanburði við mjög nákvæma normalloftvog í eigu þýzku veðurstofunnar. Alþjóðasamstarf. Dagana 14. september til 9. október var haldin í Paris fjórða flugmálaráðstefna Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar fyrir Norður-Atlantshaf. I sendinefnd Islands á þessari ráðstefnu var Hlynur Sigtryggsson deildarstjóri fulltrúi Veðurstofunnar. Nokkurra heiztu verkefna og tillagna ráðstefnunnar er getið hér á eftir. Ákveðið var, að unnið skyldi að því að gera flugþjónustuna einfaldari, m.a. með þvi að fækka eftir ástæðum þeim veðurstofum, er veita upplýsingar til undirbúnings flugáætlana. (131)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.