Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1961, Blaðsíða 33

Veðráttan - 02.12.1961, Blaðsíða 33
1961 VEÐRÁTTAN Ársyfirlit ÁRSSKÝRSLA Dr. Þorkell Þorkelsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, andaðist 7. maí. Hann var for- stjóri Veðurstofunnar frá stofnun hennar 1920, og þar til hann lét af embætti fyrir aldurs sakir 1946. Hann vann mikið brautryðjandastarf í islenzkri veðurþjónustu og jarð- skjálftarannsóknum og samdi margar ritgerðir um veðurfræði og önnur náttúrufræðileg og stærðfræðileg efni. Breytingar á starfsliði. Reykjavíkurflugvöllur: Björn L. Jónsson, veðurfræðingur og læknir, fékk lausn úr stöðu sinni i ágústlok og réðist til læknisstarfa. Björn hafði verið fastur starfsmaður Veðurstofunnar allt frá 1930 og aðallega unnið við veðurspár. Knútur Knudsen, veður- fræðingur, sem áður hafði unnið á Keflavíkurflugvelli, tók við stöðu Björns í nóvember. Kristmundur Jakobsson, aðstoðarmaður, hætti í júlíbyrjun, og var Svala Jónsdóttir ráðin í hans stað. Öskar Guðlaugsson, aðstoðarmaður, hætti i september. Katrín Karlsdóttir vann um tveggja mánaða tíma vegna sumarleyfa aðstoðarmanna. 1 loftskeytadeild var starfsmönnum fækkað um tvo vegna breyttrar tilhögunar við móttöku veðurskeyta, og hættu tveir yngstu starfsmennirnir, þeir Halldór Jóhannsson og Kormákur Kjartans- son, í janúarlok. Keflavíkurflugvöllur: Hilmar Sigurðsson tók við starfi í háloftastöðinni í febrúar. 1 stað hans var Gylfi Snær Gunnarsson ráðinn aðstoðarmaður, en hann hætti í september. I nóvember voru ráðnir þrír aðstoðarmenn, þeir Hörður Karlsson, Ragnar Kjartansson og Örn Forberg. Alþjóðaflugmálastofnunin hafði þá heimilað að bæta við einum starfs- manni, og Jón Ferdinandsson hafði sagt starfi sinu lausu. Markús Einarsson, veðurfræði- nemi, vann um tíma vegna sumarleyfa aðstoðarmanna. Áhaldadeild: Eyjólfur Þorbjörnsson, veðurfræðinemi, vann við eftirlit með veður- stöðvum sumarlangt vegna veikindaforfalla Þóris Sigurðssonar. Jaröeölisfræöideild: Eysteinn Tryggvason tók aftur við störfum 1. nóvember, og hætti þá Guðmundur Pálmason, verkfræðingur, að vinna fyrir deildina. Bóka- og skjalasafn: Vegna fjarveru Eysteins Tryggvasonar var Svanlaug Baldurs- dóttir ráðin til starfa tímabilið júní—september, og ennfremur vann hún nokkra tíma í viku þrjá síðustu mánuði ársins. Deildarstjóri áhaldadeildar hafði yfirumsjón með bóka- safninu og deildarstjóri veðurfarsdeildar með skjalasafninu. Engar breytingar urðu á starfsliði veöurfarsdeildar. Veöurfræöinemar: Egill Sigurðsson, Eiríkur Sigurðsson og Þór Jakobsson unnu í leyfum sinum við úrvinnslu ozon- og sólgeislunarmælinga og ennfremur við skjalasafnið. Eyjólfur Þorbjörnsson hóf aftur starf í desember, að afloknum fyrrihluta embættisprófs, og vann þá að úrvinnslu ozonmælinga. Skrifstofa: Edda Eyfeld, ritari, sem hafði haft ólaunað frí frá því seint á árinu 1960, sagði lausu starfi sínu í mai. Hulda Baldursdóttir vann í hennar stað fram í marzmánuð og Karlotta Aðalsteinsdóttir frá júní til september, en þá var Ingibjörg Guðmundsdóttir ráðin ritari, og Karlotta tók að kynna sér aðstoðarstörf á Reykjavikurflugvelli, en hætti störfum hjá Veðurstofunni snemma á árinu 1962. Veðurstöðvar. Athugunarmenn: Gísli Guðmundsson, stöðvarstjóri, hætti störfum fyrir aldurs sakir snemma á árinu, og lögðust þá niður athuganir á Djúpavogi, en þar hafði Gísli athug- að í 18 ár. Kristín Ölafsdóttir á Hlaðhamri hætti athugunum í maí, en við tók Kjartan Ölafs- son, sem áður hafði athugað þar. Kristín var áhugasamur og traustur athugunarmaður þau ár, sem hún gegndi starfinu. Ásgeir Guðmundsson flutti frá Æðey ásamt systkinum sínum í lok maí, og höfðu (129)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.