Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1994, Blaðsíða 2

Veðráttan - 02.12.1994, Blaðsíða 2
Ársyfirlit Veðráttan 1994 Sumarið (júní - september ) var hagstætt. Hiti var 0.3° undir meðallagi. Hlýjast var 9.9° á Smst og 9.8° á Kbkl, en á 24 stöðvum alls var sumarhitinn 9.0° eða meira. Kaldast var 5.6° á Hvrv og 6.7° á Hbv, en á 11 stöðvum alls var kaldara en 8.0°. Úrkoma var minni en í meðalári um mest allt landið. Aðeins á Austfjörðum og Suðausturlandi var hún meiri en venja er og mest að tiltölu á Dt, tæplega 30% umfram meðallag. Á tveimur stöðvum á Suðvesturlandi náði úrkoma meðallagi, en annars var hún á bilinu 50 - 100% af meðalúrkomu. Mest mældist úrkoman 1086 mm á Kvsk og 883 mm í Snb, en á 6 öðrum stöðvum komst hún yfir 600 mm. Minnst var úrkoman 90 mm í Æð og 99 mm á Hrauni. Sólskinsstundir voru flestar að tiltölu á Hól 17% umfram meðallag. Þær voru um 10% umfram meðallag í Rvk og á Hvrv, en í tæpu meðallagi á Ak og Smst. Sólskin mældist 30 - 35% af þeim tíma, sem sól er á lofti á stöðvumum 5, sem mesti mælanlegur sólskinstími hefur verið reiknaður fyrir ( Rvk, Ak, Hól, Smst og Hvrv ). Sólskinsstundir voru flestar í Rvk 672, en fæstar 552 á Rkr. Haustiö ( október og nóvember) var víðast talið sæmilega hagstætt. Hiti var 0.8° undir meðallagi. Hlýjast var 4.5° í Vík og 4.4° á Vtns, en á 19 stöðvum alls var hausthitinn 3.0° eða meira. Kaldast var -2.6° á Hvrv, -1.2° í Mðrd og -1.1° á Grst. Á þremur öðrum stöðvum var hitinn undir frostmarki. Úrkoma var mest að tiltölu í Þingeyjarsýslum, meira en tvöföld meðalúrkoma, og um mest allt landið var hún yfir meðallagi. Frá Suðvesturlandi til Vestfjarða var úrkoma þó yfirleitt undir meðallagi og ennfremur mældist hún minni en í meðalári á þremur stöðvum á Austurlandi. Mest mældist úrkoman 1002 mm á Kvsk og 709 mm í Snb, en minnst 94 mm á Brú og 95 mm á Blds og Mðrd. (98)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.