Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Síða 70

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Síða 70
70 KRISTÍN BRAGADÓTTIR að viðkomandi liafi ekki staðið í skilum fyrir blaðið. Benedikt Gröndal skrifar Jóni bréf 27.3.1893 og segir: Jeg er nú búinn að fá Sunnanfara, en ekki er jeg búinn að borga hann, en jeg skal borga hann; mér þykir flest í honum ágætt, — hvurgi er eins vel ritað um háskólamálið [...].' Háskólamálið svokallaða var einmitt mikið hitamál um þessar mundir, og var Jón einlægur fylgismaður þess, að Islendingar fengju eigin háskóla hér heima. Arnljótur Ólafsson prestur í Sauðanesi, sem var umboðsmaður blaðsins um hríð, skrifar m.a.: [...] þá er að minnast á andvirði Sunnanfara, og játa eg fúslega, að það sé illa farið hve mikil vanskil eru orðin af minni hendi [...]. Ekki er vonlegt, að Sunnanfari hafi fallið öllum lesendum sínum jafn vel í geð, og eru dæmi um, að lesendur kvarti yfir efni tímaritsins. Arnljótur skrifar síðar í sama bréfi: Svo verð eg að segja yður frá þeim óförum Sunnanfara, að kaupendur hans hér hafa hneyxlast voðalega á ritgerðum í>. Gíslasonar, og hugsaði eg þó, að guðrækni þeirra væri eigi sérlega hörundsár. P. Gíslason er óneitanlega einn af þessum vísindalegu unglingum, er lært hafa of mikið til að halda sinni einföldu barnatrú, og er það næsta skiljanlegt, en aftur of Iítið til þess að kunna að meta hið háfleyga og huggunarríka í trúnni... En hvað sem nú um þetta er, kaupendurnir afsegja Sunnanfara [...].8 Með metnaði og atorku tókst alltaf að koma Sunnanfara út, áður en skip fóru til íslands - stundum sama dag og þau lögðu úr höfn. Jóni gekk vel að fá menn til að skrifa í blaðið, enda hafði hann persónuleg sambönd við skáld og ýmsa andans menn bæði heima og í Höfn. Samt sem áður má sjá í bréfasafni hans bréf þess efnis, að augljóst er, að hann hefur þurft að ganga á eftir mönnum, og vitaskuld hafa skáld verið misupplögð og misaflögufær með efni. Fram kemur í bréfum, að Jón borgaði vel fyrir efni í Sunnanfara. Benedikt Gröndal, sem lagði blaðinu töluvert efni, segir svo í bréfi frá 14.10.1892: „Kvæði - jeg yrki ekkert lengur! Hvernig á jeg að yrkja innan um þennan prósaiska, materíalistiska öfundsama smámennis Pöbel!: Ög síðar í sama bréfi: Hvort sem þér verðið nú vondur eða ekki, Doctor, þá sendi jeg yður nú „Rímurnar". Jeg hef engum boðið þær nema það hefir komið til tals milli okkar Björns ritstjóra, en ekkert fast. Það er ómögulegt að eiga við menn hér - að minnsta kosti hef ég ekki þá eiginleika sem þarf til að eiga við þá; jeg heimtaði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.