Vísbending


Vísbending - 15.02.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 15.02.1984, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 7.2 15. FEBRÚAR 1984 Skuldabréfaútgáfa ríkissjóös SDR-bréf og lánskjaravísitölubréf Skuldabréfaútgáfa í febrúar Þann 6. febrúar s.l. hófst sala á tveimur nýjum flokkum spariskír- teina ríkissjóðs. Þar eru á ferðinni verðtryggð spariskírteini, 1. fl. 1984, sem eru með hefðbundnum hætti en hærri vöxtum en í síðustu útgáfum, og gengistryggð spariskírteini, 1. fl. 1984, og er þar um mjög áhugaverða nýlundu að ræða. Lánstími verðtryggðra spariskírteina fram til þessa hefur verið frá fjórtán til tuttugu tveggja ára (sjá töflu I Vís- bendingu (4 13.83)). Jafnan hefur verið miðað við að höfuðstóll sklr- teina tvöfaldist á lánstímanum og hafa því vextir verið hærri eftir því sem lánstíminn hefur verið styttri. Lánstími 1. flokks 1984 er 14 ár (tvö- földunartími) og vextir eru 5,08%. Vextir hafa þvl hækkað töluvert frá síðustu útgáfu spariskírteina 2. fl. 1983, en þau spariskírteini báru 4,16% vexti (tvöföldunartími 17 ár). Ekki er ólíklegt að vaxtahækkunin hafi viss áhrif á fjármagnsmarkað I landinu á næstunni og kynni verð á spariskírteinum á verðbréfamarkaði að lækka lítillega í kjölfar vaxtahækk- unarinnar. Vaxtahækkun þessi er engu að síður I takt við tímann ef svo mætti segja en raunvextir víða um lönd eru mjög háir um þessar mundir eins og bent hefur verið á fyrr á þessum síðum. Gengistryggðu spariskírteinin bera 9% nafnvexti. Höfuðstóll ásamt vöxtum og vaxtavöxtum verður greiddur í einu lagi þann 6. febrúar 1989 og breytist innlausnarverðið í hlutfalli við þá breytingu sem kann að verða á gengi SDR (sérstakra drátt- arréttinda) frá 6. febrúar 1984 til 6. febrúar 1989. Sú spurning hlýtur því að vakna í hugum væntanlegra kaup- enda spariskírteina hvor kosturinn sé betri, lánskjaravísitölutryggð spariskírteini með 5,08% raunvöxt- um og fyrsta gjalddaga eftir þrjú ár eða spariskírteini með 9% nafnvöxt- um, SDR-gengistryggingu og fimm ára lánstíma. Sérstök dráttarréttindi í auglýsingu Seðlabanka (slands um útgáfu hinna gengistryggðu spari- skírteina segir svo: „Skammstöfunin SDR stendur fyrir sérstök dráttarrétt- indi, en það er gjaldmiðill í umsjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins í Washing- ton, sem er settur saman úr fimm mikilvægustu viðskiptagjaldmiðlum heims, bandaríska dollarnum, þýska markinu, japanska yeninu, franska frankanum og enska pundinu. í einni SDR einingu eru ofangreindir gjald- miðlar í eftirfarandi upphæðum: SDR einingu eru neðangreindir gjaldmiðlar í eftirfarandi upphæðum: Dollar ... 0,54 nú = 52,14% Mark .... 0,46 nú = 15,86% Yen ....34 nú = 14,02% Franki . . . 0,74 nú = 8,34% Pund . . . 0,071 nú = 9,64% Á blaðsíðum 4 og 5 í þessu tölu- blaði erað tinna sérstakt töfluyfirlit með innlendum hagstærðum. Ætlunin er að birta slíkar hagtölur mánaðarlega. Verður lögð áhersla á mikilvægar stærðir úr þjóðarbúskapnum sem ekki birt- ast reglulega á sama formi annars staðar svo og á að birta tölur sem líta má á sem „hagvísa", þ.e. hagtölursem sérstaklega má ætla að gefi vísbendingu um afkomu þjóðarbúsins í nánustu framtíð. Líta berá4. og5. blaðsíðurþessa blaðs sem tilraun í þessa átt og verður unnið að endurbótum næstu mánuðina. Efni: Skuldabréfaútgáfa ríkis- sjóðs 1 Hagvöxtur og olíuverð 3 OECDfundarumkjaramál 8 Töflur: Innlend efnahagsmál 4 Gengi helstu gjaldmiðla 8 Gengi íslensku krónunnar 8 Samanburður á hugsanlegu SDR-bréfi og verðtryggðu spariskírteini 1979-1984 Myndin sýnir samanburð á 1. fl. verðtryggðra spariskírteina 1984 og 1. fl. gengistryggðra sparisklrteina 1984 ef líkja mætti framvindunni 1984 til 1989 við slðasta fimm ára tímabil. Ólíklegt er að tímabilið 1979 til 1984 feli I sér mikinn fróðleik um næsta fimm ára timabil.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.