Vísbending


Vísbending - 15.02.1984, Blaðsíða 7

Vísbending - 15.02.1984, Blaðsíða 7
VÍSBENDING 7 Mynd 7 Aðrar skýringar Einnig verður að taka tillit til fleiri skýringa, t.d. rangrar fjárfestingar, alltof stórs fiskiskipaflota og ein- hæfrar útflutningsframleiðslu, og nú síðast aflabrests bæði á þorskveið- um og loðnuveiðum. Þessi áhrif ásamt mörgum fleirum eru skýringin á þvf að framleiðslan verður þessum 11% (eða þar um bil) undir mögu- legri framleiðslu á árinu 1984. Sú tala gæti jafnvel orðið enn lægri, ef þorskafli á árinu verður ekki nema 220 þúsund tonn eins og nú er gert ráð fyrir. Á mynd 7 eru sýnd síðustu kreppuskeiðin þrjú, ef svo mætti að orði komast, árin 1966 til 1969, árin 1974 til 1976 og 1981 til 1984. Eins og fram kemur að hluta á myndinni, er sumt líkt með þessum samdráttar- skeiðum, en annað ólíkt. Á myndinni eru dregnar fram útflutningstekjur sérstaklega, þar sem samdráttur þeirraog síðan mjög kröftugur vöxtur hefur haft úrslitaáhrif á fyrri tímabil- unum tveimur, þ.e. 1967 til 1969 og 1974 til 1976. Það sem gerir árið 1983 óvenjulegt og frábrugðið árunum 1968 og 1975, sem líkavoru botn í hagsveiflu, er að í ár er ekki í vændum sú kröftuga aukning í útflutningstekjum sem varð á árunum 1969 og 1976. Aukningin í útflutningstekjum á þessum árum stafaði bæði af auknum afla og af mikilli hækkun útflutningsverðlags, sem átti rætur sínar að rekja til meiri hagvaxtar og almennrar eftirspurnar í viðskiptalöndunum. Samanburöur viö fyrri „kreppulok" Árin 1968/69 og 1976/77 voru ein- mitt uppsveifluár í Bandaríkjunum eftir lægðir f framleiðslu 1967 og 1975. Slík uppsveifla hófst í Banda- ríkjunum enn á ný fyrir um það bil 14-15 mánuðum. Hagvöxtur í Bandaríkjunum var afar mikill í fyrra, jafnvel þótt miðaö sé við fyrstu ár í uppsveiflu. Búist er við, að verðlag á matvörum, ekki síst á kjöti, fari al- mennt hækkandi þar í ár, bæði vegna verðhækkana á fóðurvörum sakir þurrka og uppskerubrests, og vegna hærri tekna og meiri eftirspurnar. Það er einmitt við þessar aðstæður, sem við höfum notið mestra hækk- ana á fiskverði okkar á Bandaríkja- markaði. En í ár er engan veginn unnt að stóla á slíka kjarabót vegna harðn- andi samkeppni á þessum markaði í Bandaríkjunum, einkum frá Kanada- mönnum. Það er þó ekki loku fyrir það skotið, að með sérstakri vöru- vöndun og sérhæfni á markaðinum takist að hækkað verði eitthvað við þessar aðstæður. Samfara miklum útflutningshækk- unum á árunum 1969 og 1976 jókst fiskafli líka verulega. Sem dæmi má nefna, að þorskafli var um 90 þúsund lestum meiri á árinu 1969 heldur en á árinu 1967 (hér er átt við þorskafla íslendinga), og að þorskafli var einn- ig 65 þúsund lestum meiri á árinu 1977 helduren áárinu 1975. Áárinu 1984 gæti þorskafli minnkað um nálægt 50 þúsund lestir frá árinu 1983 og ef til vill orðið hartnær helm- ingi minni en á árinu 1981. Árið 1984 er því óvenjulegt hvað varðar ytri aðstæður, sé það borið saman við sambærileg ár í fyrri hagsveiflum. Á mynd 7 er sýnd lauslega hugsanleg þróun næstu árin (eiginlega „chartist view“). Þar gætir ef til vill nokkurrar bjartsýni en meginniðurstaðan er sú að við þau áföll sem lýst var hér að framan hafi hagvaxtarferillinn lækkað nokkuð án þess að hallinn (sem mælir hagvöxt) hafi breyst. Mynd 8 1965-1969 Útflutningstekjur Breytingar í % frá fyrra ári 1973-1977 1981-1985 --------------20 ------------- 15 10 1981 82 83 84 85

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.