Vísbending


Vísbending - 15.02.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 15.02.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Hlutföll þessara gjaldmiðla í einni SDR einingu breytast nokkuð eftir innbyrðis gengi þeirra. SDR er notaður sem gjaldmiðill af Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum, seðlabönk- um margra landa og í almennum lánaviðskiptum á alþjóðamarkaði. Þetta er hreinn bókhaldsgjaldmiðill sem ekki er til í formi seðla eða myntar. Stærsti kosturinn við þennan gjaldmiðil sem viðmiðun fyrir inn- lendar lántökur er, að þar sem hann er samnefnari fleiri gjaldmiðla, jafnar hann út gengissveiflur einstakra gjaldmiðla, sem stundum geta orðið miklar. Gengi SDR er skráð á hverjum degi og er að finna í daglegri gengisskráningu Seðlabanka Is- lands. Gengi SDR er reiknað í Wash- ington, þar sem klukkan er 4-5 tím- um á eftir klukkunni á íslandi og er það því ekki birt hér fyrr en daginn eftir." Ávöxtun háö raungengi Ef að líkum lætur mun raunveruleg ávöxtun SDR-bréfanna ráðast að miklu leyti af breytingum gengis - þ.e. af breytingum á gengi krónunnar gagnvart SDR fremur en innbyrðis gengisbreytingum erlendra gjald- miðla þar sem SDR-karfan verndar gegn síðarnefndu breytingunum. Til að taka mjög einfalt dæmi um ávöxt- un á gengistryggðu bréfunum mætti hugsa sér að verðbólga í útlöndum væri 5% og verðbólga hér á landi (hækkun lánskjaravísitölu) 5% og að gengi krónunnar breyttist ekkert gagnvart SDR. Ávöxtun bréfanna yrði þá 9% og raunávöxtun (1,09/ 1,05) = 1,038 eða 3,8%. Ef verð- bólga í útiöndum væri 5% á ári og verðbólgan innanlands 10% og verð á erlendum gjaldeyri hækkaði um (1,10/1,05) = 1,0476 eða 4,76% til að jafna muninn á innlendri og erlendri verðbólgu (kaupmáttar- jöfnuður gjaldmiðla) þá yrði ávöxtun bréfanna á einu ári (1,09x1,0476) = 1,1419 eða 14,19% og raunávöxtun því (1,1419/1,10) = 1,038 eða 3,8% eins og fyrr. Raunávöxtun bréfanna ræðst því af verðbólgu í útlöndum ef gengi krónunnar (verð á erlendum gjaldeyri) breytist jafnan nákvæm- lega til að jafna mun á innlendri og erlendri verðbólgu. Að þessu leyti kynni að reynast eigendum bréfanna neikvætt að þau bera fasta vexti óháð þvi hvernig verðbólga og vextir í útlöndum breytast. Auk þess verður að taka skýrt fram að gengi krón- unnar hefur undanfarin ár ekki breyst til að jafna muninn á verðbólgu heima og í útlöndum. Raungengi hefur verið hátt (verð á erlendum gjaldeyri lágt) þegar vel hefur árað en lágt (verð á erlendum gjaldeyri hátt) þegar útflutningstekjur hafa lækkað. Auk þess hefur raungengi sveiflast nokkuð í báðar áttir innan árs (dæmi 1983) án þess um mikla breytingu sé að ræða sé litið á meðaltal nokk- urra mánaða. Óhætt mun því að segja að raun- veruleg ávöxtun SDR-bréfanna muni ákvarðast af verðbólgu í útlöndum og raungengi íslensku krónunnar sem á liðnum árum hefur að nokkru ráðist af árferði. SDR-bréf frá febrúar 1979 Það er afar ólíklegt að framvinda efnahagsmála á árunum 1984 til 1989 verði sambærileg við reynsl- unafrá árunum 1979 til 1984. Síðar- nefnda tímabilið hófst með 2,5- földunolíuverðs og kom ílokáratugs mikilla sviptivinda í efnahagsmálum, verðbólgu og atvinnuleysis. Það er þó ómaksins vert að bera saman SDR-bréf og lánskjaravísitölubréf frá febrúar 1979 til febrúar 1984. Eins og fyrr segir er afar ósennilegt að draga megi nokkra ályktun varðandi árin 1984 til 1989 af samanburði flokkanna á síðustu fimm árum. Samanburðurinn sýnir að á síðasta ári hefðu gengistryggð og verð- tryggð skuldabréf gefið svipaða ávöxtun að meðaltali en eins og við er að búast fer niðurstaða saman- burðarins mjög eftir því hvaða tímabil er valið. Einnig er vert að benda á hve ávöxtun gengistryggðra bréfa er háð raunverði erlends gjaldeyris. Tímabilið 1984 til 1989 En hvaða ályktanir er þá hægt að draga varðandi samanburð á 1. fl. verðtryggðra spariskírteina 1984 og 1. fl. gengistryggðra spariskírteina 1984? Gerum í fyrstu ráð fyrir að raungengi haldist alveg óbreytt til 6. febrúar 1989. Þá mætti verðbólgan í útlöndum ekki verða meiri en 3,73% á ári að meðaltali ((1,09/X) = 1,0508, X = 1,0373) til að SDR-bréfin gæfu sömu raunávöxtun og 1. fl. verð- tryggðra spariskírteina 1984. Til að sýna annað dæmi mætti gera ráð fyrir að verðbólga í útlöndum verði 6% á ári að meðaltali á þessu fimm ára tímabili. Raunávöxtun SDR-bréf- anna yrði þá (1,09/1,06) = 1,0283 eða 2,83%. Til að bréfin gæfu sömu raunávöxtun og 1. fl. verðtryggðra spariskírteina 1984 yrði því raunverð á erlendum gjaldeyri að hækka (raungengi að lækka) um (1,0508/ 1,0283) = 1,0219 eða 2,19% ááriað meðaltali. Af þessu má ráða að gengistryggðu bréfin séu nokkru áhættusamari en verðtryggðu spariskírteinin. Einnig er á það að líta að markaður fyrir verðtryggð spariskírteini er góður og skírteinin oftast seljanleg með stuttum fyrirvara. En gengistryggðu skírteinin bera allháa vexti (9%) og það er engan veginn óhugsandi að þau gætu orðið arðsamari en hefð- bundin verðtryggð skírteini. Þá verður að vona að brátt myndist mark- aður fyrir gengistryggð skírteini rétt eins og fyrir þau verðtryggðu. Það er því ekki ólíklegt að kaupendur spari- skírteina festi fé sitt í gengis- tryggðum bréfum að hluta í þeirri von að þau gefi góðan arð. Eftir að mark- aður fyrir þessi bréf hefur myndast ætti einnig flótti frá krónunni vegna ótta við gengisfellingar að heyra sög- unni til. Vísitala raunverðs erlends gjaldeyris Raunverð erlends gjaldeyris er reiknaö eftir meðalgengi allra myntanna í íslensku mynt- körfunni og síðan er leiðrétt vegna breytinga neysluvöruverðs í helstu iðnríkjum og vegna breytinga lánskjaravísitölu á tímabilinu. Myndin sýnir því meðalverð á erlendum gjaldeyri í samanburði við verð á hinum ýmsu liðum lánskjaravísitölu. Munurinn áþessari mynd og myndinni á bls. 1 er 1) vaxtamunurinn milli gengis- og verðtryggðra skuldabréfa (1,09/1,0508) og 2) mismunandi gengisvog (SDR-vog og meðaltal landa- og myntvogar).

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.