Vísbending


Vísbending - 15.02.1984, Blaðsíða 6

Vísbending - 15.02.1984, Blaðsíða 6
VÍSBENDING 6 Hagvöxtur og olíuverö, frh. geti rýrt þjóðarframleiðslu íslendinga um allt að 10%. Þetta merkir, að hag- vaxtarferillinn færist niður um 10%, eins og sýnt er á mynd 5. Lækkunin á sér stað á nokkrum árum, en ekki mun fjarri lagi að líta svo á, að á árunum 1983 og 1984 sé framleiðsl- an komin á lægri línuna, sem sýnd er á myndinni. Ef ekkert annað en hækkun olíuverðs kæmi til gæti hag- vöxtur áfram orðið 4,7% að meðaltali á ári, eins og myndin sýnir. Sé 10% lækkunin nærri lagi, hefur verið skýrður um þriðjungur af falli VÞF frá meðalhagvexti áranna 1950- 1980. Ségertráðfyrirþvíað olíuverð stórhækki ekki á næstu árum, færir þetta áfall þjóðarbúið á hagvaxtarfer- il, sem er um 10% lægri en hinn fyrri, eins og sýnt er á mynd 5. Mynd 5 Meðalhagvöxtur 1950-1980 1977 1978 1979 1980 1981 1982'1983'1984 Vaxtagreiöslur vegna erlendra skulda í öðru lagi ber að nefna stórauknar vaxtagreiðslur til útlanda, bæði vegna vaxtahækkana á alþjóðlegum peningamarkaði frá árinu 1979 og vegna mjög vaxandi erlendra skulda á síðustu árum. Hluti þessara vaxta- greiðslna, sem sýndar eru á mynd 6, er í raun verðbótaþáttur vaxta, ef svo mætti að orði komast, en í þjóðhags- reikningum komaallarvaxtagreiðslur Mynd 4 Hækkanirolíuverðs $Pr- vegna erlendra lána til frádráttar frá þjóðarframleiðslu. Hins vegar er til annað hugtak, landsframleiðsla, en munurinn á landsframleiðslu og þjóðarframleiðslu er fólginn f nettó launa- og eignatekjum frá útlöndum, en fyrir íslendinga skipta vaxta- greiðslur til útlanda þar mestu máli. Ef talið erfrá árinu 1978 til 1984, gæti munurinn á landsframleiðslu og þjóðarframleiðslu vegna vaxta- greiðslna til útlanda numið um 3- 4%, þ.e. verg þjóðarframleiðsla er 3-4% lægri en hún væri ef ekki hefði komið til aukningar á erlendum skuldum og vaxtahækkana á erlendum fjármagnsmarkaði. Hvorki eru horfur á að erlendir vextir lækki mikið á næstu árum, né heldur útlit á að erlendir skuldir þjóðarinnar lækki mjög hratt, og þess vegna mætti gera ráð fyrir að „vaxtaáfallið" haldi þjóð- arbúinu á lægri hagvaxtarlínu a.m.k. út þennan áratug. Hugsanlegt vanmat þjóðar- framleiðslu í þriðja lagi er hugsanlegt að tölur um þjóðarframleiðslu síðustu árin séu vanmetnar. Þjóðhagsstofnun hefur f riti sínu Þjóðarbúskapnum, yfirlit 1982 - framvinda og horfur 1983, sem út kom í ágúst 1983, birt tölur um þjóðarframleiðslu samkvæmt framleiðsluuppgjöri þjóðhagsreikn- inga og ná þessar tölur til áranna 1973-1978. Framleiðsluuppgjörið nær ekki lengra en til ársins 1978, en á því ári er þjóðarframleiðsla eftir framleiðsluuppgjöri um 5% hærri en þær tölur sem við notum venjulega, en þær eru reiknaðar eftir ráðstöfun- aruppgjöri þjóðhagsreikninga. Sam- svarandi endurskoðun þjóðhags- reikninga frá árunum 1979 til 1983 gæti hækkað þjóðarframleiðslutöl- urnar um 5% eða meira, og hefur þjóðarframleiðsla ársins 1984 verið hækkuð af þessum ástæðum um 7% frá því sem spáð er í þjóðhagsáætl- un. Þetta er sýnt lauslega á mynd 5. Eftir að hafa tekið tillit til hækkana á olíuverði og vaxtagreiðslum, og til hugsanlegra leiðréttinga vegna endurmats á þjóðhagsreikningum, stendur eftir að þjóðarframleiðsla á árinu 1984 er áætluð um 11 % minni en hún hefði orðið ef meðaltalshag- vöxturinn frá árunum 1950 til 1980 hefði haldist. Tekið skal fram, að hér er ekki lögð megináhersla á tölur, t.d. hvort fram- leiðslan á næsta ári verður 11% undir meðaltali eða 8% eða 12%, heldur á þær skýringar, sem fram hafa verið færðar á því að þjóðar- framleiðsla 1984 virðist í fyrstu svo lág miðað við hagvöxt áranna 1950 til 1980. Niðurstaðan af þessum hug- leiðingum erþví sú, að þrátt fyrir olíu- skell og þunga vaxtabyrði, ætti þjóðin þess vegna að geta notið svipaðs hagvaxtar á síðari hluta þessa ára- tugar og hún naut á árunum 1950 til 1980. Mynd 6 Vaxtagreiðslur til útlanda milljónir $ 1977 78 79 80 81 82 83

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.