Vísbending


Vísbending - 23.05.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 23.05.1984, Blaðsíða 1
VÍSBENDING~ VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL_____ 20.2 23. MAÍ1984 Gjaldeyrismarkaður Miklar sveiflur í gengi dollarans Vaxtahækkanir valda breyttum viðhorfum Verulegar sveiflur hafa verið í gengi dollarans gagnvart helstu gjaldmiðlum síðustu daga og vikur en frá aprílbyrj- un hefur þó verið um verulega hækkun að ræða. Ekki er um neina eina skýr- ingu að ræða en þær eru helstar að vextir í Bandaríkjunum eru taldir fara hækkandi enn um sinn og að nokkrar væringar eru á vinnumarkaði í Þýska- landi. Fyrir aðeins fjórum til fimm vikum voru ýmsir þeirrar skoðunar að vextir myndu heldur lækka í Bandaríkjunum í sumar. En vextirnir héldu áfram að hækka og enn er búist við að vextir fari hækkandi og sveiflist talsvert upp og niður. Hafa vaxtahækkanirnar þegar haft áhrif á skuldabréfamarkað, en hækkandi vextir valda lækkandi verði á skuldabréfum, eins og kunnugt er (þótt markaðurinn á Islandi sé smár hefur sömu áhrifa gætt á skuldabréfa- markaði vegna vaxtahækkana hér á landi á síðari hluta vetrar og í vor). Varað er við að skammtímavextir geti hækkað talsvert á skömmum tíma. Fyrir tveimur vikum voru millibanka- vextir í Bandarikjunum innan við 101/2% en sumir hagfræðingar eru þeirrar skoðunar að þessir vextir geti hækkað í allt að 15-16% undir lok næsta árs. Ekkert nema minni eftir- spurn atvinnuveganna eftir lánsfé eða minni lánsþörf ríkissjóðs geti komið í veg fyrir þessa hækkun. Ólíklegt er að dragi úr eftirspurn atvinnufyrirtækja eftir lánsfé á meðan framleiðsla er enn að aukast og engar ákvarðanir hafa verið teknar sem gætu dregið úr fjár- lagahallanum næstu árin. Sé reynslan frá fyrri tímum þegar svipað hefur staðið á höfð í huga má því búast við talsverðum sveiflum bæði í gengi og vöxtum á næstu vikum. Vonir manna um lækkandi gengi dollarans hafa ekki ræst að sinni. Trúin á línurit Sagt er að það færist nú í vöxt meðal gjaldeyrissala í Evrópu og I bönkum að beita grafískum aðferðum og einnar líkingar stærðfræðilíkönum til að spá fyrir um gengi dollarans gagnvart helstu myntum. Áhugi manna á geng- islínuritum hefur ekki síst vaxið vegna síhækkandi gengi dollarans þrátt fyrir spár hagfræðinga um hið gagnstæða. Ein af þessum graflsku aðferðum er kennd við Ralph N. Elliott og kölluð öldukenning Elliotts. Reisirhann kenn- ingu sína á breytingum Dow Jones vísitölunnar í kauphöllinni í New York. í breytingum þeirrar vísitölu er að finna Efni: Gjaldeyrismarkaður 1 Ríkisvíxlar 2 Innlendar hagtölur 4-5 Ríkisfjármál 6 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 8 Gengi ísiensku krónunnar 8 sveiflutímabil með fimm sveiflum upp og þremur sveiflum niður, alls átta öldum. Talið er að dollarinn hafi í upp- hafi annarrar viku í maí verið í B- sveif lu og rétt við að komast í C-sveiflu. Samkvæmt þessum kenningum ætti dollarinn að vera í D-sveiflu í þessari viku og gæti því gengi hans gagnvart þýsku marki lækkað heldur eftir eina til tvær vikur. Ef litið er á $/DM línuritið frá áramót- um má greina tvær meginhreyfingar, langtímalínu til lækkunar og skamm- tímalínur til hækkunar. Föstudaginn 27. apríl skar dollaragengið báðar þessar línur. Ef einnig er litið á þriggja mánaða meðaltal gengis dollarans gagnvart þýsku marki er talið hugsan- legt að dollaragengið fari á næstu dögum enn hærra en 10. janúar s.l., en þá var það skráð á 2,8434. En gerist þetta ekki alveg á næstu dögum eða tveimur til þremur vikum telja línurita- spámenn að metið frá 10. janúar muni fá að standa um árabil. Ekkert skal sagt frekar um kosti og galla línuritaspádóma í gjaldeyrisvið- skiptum en frá þessu er greint hér vegna þess að í blöðum og tímaritum um gjaldeyrismál á umræðan um þessar kenningar vaxandi vinsældum að fagna.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.