Vísbending


Vísbending - 23.05.1984, Blaðsíða 6

Vísbending - 23.05.1984, Blaðsíða 6
VÍSBENDING 6 Ríkisfjármál — _ Aratugur róttækra breytinga á opinberum rekstri? Aukin umsvif hins opinbera Ríkisútgjöld hafa vaxið hraðar en þjóðarframleiðsla í flestum vestrænum ríkjum síðustu tuttugu árin. Mest hefur útgjaldaaukningin orðið á sviði ýmissa félagsmála og óx hlutur þeirra í þjóð- arframleiðslu í ríkjum OECD úr 14% árið 1960 í 25% árið 1982. Þessi aukning á opinberum umsvif- um hefði vart getað átt sér stað nema vegna mikils hagvaxtar á vesturlönd- um allt frá stríðslokum fram undir miðj- an áttunda áratuginn. Þá tóku við tvö kreppuskeið, hið fyrra frá 1973 til 1975 en hið síðara frá 1979 til 1981. Áttundi áratugurinn einkenndist af mikilli verð- bólgu, vaxandi atvinnuleysi og mjög háum vöxtum undir lok áratugarins. Afleiðingin varð vaxandi halli á opin- berum rekstri víða um lönd og allur sá vandi sem hallarekstrinum fylgir. Ríkisútgjöld hafa að hluta aukist vegna óbeinna áhrifa. Þannig hefur meðalaldur margra þjóða hækkað og þess vegna hef ur kostnaður við heilsu- gæslu vaxið. Veröbinding lífeyris og ellilauna veldur því víða að útgjöldin fylgja verðbólgunni. Tækninýjungar á sviði heilbrigðis- og menntamála hafa haft í för með sér útgjaldaaukningu. Þannig mætti lengi telja. Á árunum frá 1960 til 1975 var aukn- ingin í útgjöldum til mennta-, heil- brigðis-, félags- og tryggingamála um 8% á ári en hagvöxtur á þessu tímabili var 4% á ári. Á árinu 1975 varð mikil breyting. Eftir það hefur dregið úr aukningu útgjalda til þessara mála- flokka og var hún fyrst eftir 1975 um 4% á ári sem var rétt umfram fram- leiðsluaukninguna en hún var um 3% á ári. í ríkjum OECD eru nú ellilaun og lífeyrir bróðurparturinn af útgjöldum til tryggingamála og nemur sá hluti um 40% af heildinni. Vaxandi hallarekstur og lánsþörf í mörgum ríkjum var alvarlegur halli á rekstri hins opinbera allan síðasta áratug. Ef greiðslur vegna vaxta og afborgana af skuldum ríkisins eða greiðslur vegna atvinnuleysis eru dregnar frá hefði fjárhagur hins opin- bera þó víðast verið í jafnvægi á árunum frá1977 til 1981. Á undanförnum árum hefur því farið saman vaxandi halli á fjárlögum, þensla í ríkisgeiranum og æ þyngri skattbyrði. Fjárlagahallinn á árunum 1974 til 1975 stafaði víðast hvar aðal- lega af auknum útgjöldum og aukin skattbyrði fylgdi í kjölfarið. Þegar fjár- lagahalli minnkaði á árunum 1975 til 1978 þá var það aðallega vegna þess að tekjur hins opinbera jukust, þ.e. skattbyrði jókst. Og jafnvel þótt halli á rekstri hins opinbera hafi enn aukist siðan síöari hækkun olíuverðs skall á 1979 þá hefur sívaxandi skattheimta verið mikilvægur þáttur í því að halda hallanum nokkurn veginn í skefjum miðað við þjóðarframleiðslu. Afar háir vextir á siðustu fjórum til fimm árum hafa orðið til að auka vand- ann í opinberum rekstri. Vaxta- greiðslur hafa þannig aukið lánsþörf hins opinbera og vaxtagreiðslur ríkis- ins hafa vaxið sem hlutfall af lánsþörf- inni og sem hlutfall af þjóðarfram- leiðslu. Hreinar vaxtagreiðslur eru núna 2-3% af VÞF í flestum Evrópu- löndum (8% á Ítalíu) og 3 til 10% af útgjöldum ríkissjóðs (12,5% í Banda- ríkjunum). Þessar tölur eru frá OECD en hér er því við að bæta að hluti af þessum vöxtum er að sjálfsögðu verð- bótaþáttur og vegna þess að hann er greiddur með vöxtunum þá greiðast skuldirnar hraðar niður en ella væri. Skuldabyrði hins opinbera hefur því aukist verulega í flestum löndum. ( Bandaríkjunum var skuldabyrðin á milli 40 og 45% af VÞF á síðasta ára- tug en er nú komin í 50%. í sumum löndum OECD er þetta hlutfall enn hærra. í Japan eru skuldir ríkisins sem hlutfall af VÞF komnar í 68% og á Ítalíu er hlutfallið komið í 80%. BRETLAND Það er líklega í Bretlandi sem umraeðan um laekkun ríkisútgjalda er lengst á veg komin. Ein meginástaeðan fyrir því er líklega sú að ríkisstjórn Thatchers hefur lagt mikla áherslu á að draga úr opinberri láns|xjrf til að stemma stigu við verðbólgu og koma á jafn- vægi á peningamarkaðinum. Hvorki meira né minna en þrjár greinargerðir hafa komið út 'í Bretlandi á síðustu vikum um það hvernig ná megi tökum á útgjöldum ríkisins og lækka þau varanlega. Ein greinargerð- anna kom út á vegum Adam Smith Institute en höfundur hennar er John Burton. Þvi er haldið fram að framtíð iðnaðar í Bretlandi sé kominn undir þvi að rækt sé lögð við lítil fyrir- tæki og þjónustufyrirtæki. Önnur greinar- gerðin er eftir John Redwood en hann er nú forstöðumaður „Prime Minister Policy Unit" og ber heitið „Going for Broke". I þessari greinargerð er farið i gegnum hvert dæmið á fætur öðru; DeLorean, British Leyland, skiþasmíðar, British Rail, o.s.frv. Lokaniður- staðan í þessari greinargerð er sú að betra hefði verið ef ríkið hefði aldrei gert neitt til að hjálþa þeim atvinnufyrirtækjum sem komust i kröggur heldur en að grípa inn í með þeim hætti sem gert var. Þriðja greinargerðin er eftir Patrick Minford, prófessorvið háskólann i Liverpool. Minford fjallar ekki aðeins um þátttöku ríkis- ins I starfsemi atvinnufyrirtækja heldur einnig um hinar heilögu kýrvelferðarríkisins, þ.e.a.s. heilbrigðiskerfið, menntamál og tryggingakerfið. Minford gengur langlengst i sinni greinargerð en hann leggur til að tölu- verður hluti heilsugæslukerfisins og fræðslu- kerfisins verði færður í hendur einkaaðila og verulega verði dregið úr umsvifum ríkisins á árunum fram til 1990. Samkvæmt áætlunum Minfords á spamaður rlkisins á árinu 1990 að nema alls 43 milljörðum punda (bresku fjáriögin 1984/85 eru um 130 milljarðar punda). Frá þessu er greint hér til að vekja athygli á þvi að víða um lönd er nú lögð mikil vinna í að finna leiðir til að draga úr umfangi ríkis- ins en eins og kom fram f inngangi þessarar greinar er hallarekstur hins oþinbera meðal helstu efnahagsvandamála vestrænna rikja nú. Skattar og ríkisútgjöld í löndum OECD % af þjóðartékjum 1978 1983 Breyting í% Tekjur: Beinir skattar .... . . . .13,4 13,8 3,0 Óbeinir skattar ... . . . .10,0 10,6 6,0 Vegna trygginga . . . . . .9,7 10,9 12,4 Skatttekjur alls . . . .34,6 37,4 8,1 Greiðslur: Samneysla . . . .17,7 18,7 5,6 Tilfærslur . . . .13,2 15,4 16,7 Vextir . . . .2,1 3,8 80,0 Útgjöldalls . . . .36,8 41,7 13,3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.