Vísbending


Vísbending - 23.05.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 23.05.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Ríkisvíxlar___________________________________ Marka spor í sögu innlends fjármagnsmarkaðs Fyrstu útboö virðast gefa góöa raun Fyrsta útboð ríkisvíxla hér á landi var eins og kunnugt er í marsmánuði sl. og var greint frá því í Vísbendingu 28. mars. Annað og þriðja útboð voru haldin um miðjan apríl og miðjan maí og þar sem gögn liggja nú fyrir um niðurstöður þriggja útboða er tími til kominn að raða þeim saman og tengja þær öðrum hagstærðum. Fyrirhugað er að halda áfram útboði ríkisvíxla, einu sinni í mánuði, að minnsta kosti fyrst um sinn - enda vart mánuður í gjalddaga fyrstu víxlanna. I töflunni eru sýndar tölur frá fyrstu þremur útboðunum. Athyglisvert er að dreifing tilboðs- fjárhæða fer minnkandi. Þannig er ávöxtun m.v. lægsta tilboð sem tekið var hverju sinni mjög sivpuð, þ.e. réttum27%. En þeir sem bjóða eru greinilega að fikra sig nær þeirri fjárhæð og hækkaöi ávöxtun m.v. hæsta tilboð sem tekið var einkum á milli apríl- og maíútboðs. Sú há- marksávöxtun sem ríkið er tilbúið til að greiða hverju sinni hlýtur þó að mótast að verulegu leyti af þeirri verðbólgu sem reiknað er með næstu þrjá mánuðina. Víxilvöxtun- um mætti ef til vill skipta í grunn- vexti, verðbótaþátt og áhættuþátt. Áhættuþátturinn er eingöngu vegna óvissu í þeim verðbólguspám sem notast er við þegar tilboð eru reikn- uð. Vísa veginn Segja má að útboð ríkisvíxla á frjálsum markaði vísi veginn að nokkru leyti á innlendum fjármagnsmarkaði þar sem vfxilvextirnir ráðast af fram- boði og eftirspurn. Þessi markaður er því mikils virði við uppbyggingu inn- lends peningamarkaðs, þótt lítill sé. Ríkið hefur nú tekið að láni tæpar 70 milljónir með sölu ríkisvíxla, en eins og fyrr segir hefjast endurgreiðslur í næsta mánuði. Nettóaukning á lán- tökum á þessum markaði ræðst af því hvort hærri fjárhæðir verða í boði í næstu útboðum. Svo virðist sem ríkið muni greiða um 9% raunvexti af víxlunum í fyrsta útboðinu en vextir á ríkisskuldabrefum eru nú 5,08%, eins og kunrrugt er, og binditíminn þrjú ár. Augljóslega er því um verulega vaxtahækkun að ræða. í fljótu bragði virðist sem sala ríkisvíxla spenni upp vexti og dragi þannig úr getu annarra til lánsfjáröflunar. En tæplega 70 milljónir króna eru svo lítil fjárhæð að engan veginn er hægt að segja að ríkið „sogi“ til sín fjármagn þrátt fyrir háa vexti. Hver sem er hefur aðgang að verðbréfamarkaði og vext- irnir þar eru á bilinu 6 til 14% umfram verðbreytingar og fer eftir skuldar- anum og lánstíma hvar á þessu bili hver lendir. Og enginn er knúinn til að taka lán með þessum kjörum ef hann treystir sér ekki til að standa undir vöxt- unum. Ekki verður því séð að útboð ríkisvíxla hafi valdið neinu tjóni. Þvert á móti er mikils virði að halda lífi f þessum vísi að frjálsum markaði sem þarna hefur myndast. Aukinn innlendur sparnaður Stjórnvöld ættu að fhuga hvort ekki væri hyggilegra að taka upp svipað fyrirkomulag við sölu spariskírteina ( stað þeirrar aðferðar sem fram til þessa hefur verið beitt. Samkvæmt tölum frá sfðustu árum hafa verið greiddir vextir af erlendum lánum sem svara til allt að 15-20% umfram breyt- ingar lánskjaravísitölu (sem dæmi má nefna að lán tekið í janúar 1980 í doll- urum á '/2% vöxtum yfir „prime“ hafði til ársloka í fyrra borið ársvexti sem samsvöruðu 19% ársvöxtum umfram lánskjaravísitölu). Frjálsir vextir á spariskírteinum ríkissjóðs kynnu að valda nokkurri vaxtahækkun í fyrstu. En ávinningurinn væri margfaldur. Sparnaður ykist og þar með drægi úr eyðslu og gjaldeyrisnotkun. Háar fjár- hæðir sem nú renna til vaxtagreiðslna til útlendinga (og eru í raun þóknun fyrir þá þjónustu að lána okkur peninga) rynnu í vasa innlendra sparifjáreig- enda. Innlendur peningamarkaður efldist, en sú skoðun á nú loks vaxandi fylgi að fagna að öflugur innlendur pen- ingamarkaður sé ein af meginforsend- um fyrir efnahagslegu jafnvægi í land- inu. Veröbólgan í töflu 1 eru sýndir nafnvextir (reikn- aðir eftir á) víxlanna í fyrstu þremur út- boðum ríkisvíxla. Raunveruleg ávöxt- un ræðst þó að sjálfsögðu af verð- breytingum sem hér miðast við láns- kjaravísitölu þar sem óheimilt er að miða fjárskuldbindingar við aðrar vísi- tölur. Lykilatriði er að víxlarnir eru að- eins gefnir út til þriggja mánaða vegna þess að óvissan um verðbreytingar eykst mjög eftir því sem lánstíminn lengist eins og nánar er rakið hér á eftir. I töflu 2 er reynt að gera grein fyrir áhrifum á ávöxtun af óvissu í verðlags- málum. Sýnd eru dæmi um 5% óvæntar hækkanir á verði erlends gjaldeyris og á kauptöxtum. Vegna þess að vísitöluáhrifin af slíkum breyt- ingum gætu verið mismunandi eftir því Tafla 2. Áhrifa lánskjaravísi- tölu íjúní af 5% hækkun er- lends gjaldeyris eða launa- taxta í apríl, maí eða júní 5% hækkun erlends 5% hækkun Mánuður gjaldeyris launataxta apríl 0,64 0,96 maí 0,09 0,26 Júní - - Tölumar I töllunni sýna hækkun á láns- kjaravlsitölu i júní i prósentum umlram þá vísitölu sem gilt hefdi án hækkunar. Tafla 1. Útboð ríkisvíxla I mars, aprítog maí mars apríl maí Dags. útboðs .......................... 15. 13. 11. Útboðsfjárhæð, m.kr 30 30 30 Seldir víxlar, m.kr., nafnvirði 19,0 28,5 26,0 söluverð 17,943 26,902 24,500 Hæsta tilboð sem tekið var1), kr 475.400 475.000 236.500 Lægsta tilboð sem tekið var, kr 470.900 470.900 235.500 Ávöxtun m.v. hæsta tilboð sem tekið var, % . 22,361 22,774 24,863 Ávöxtun m.v. lægsta tilboð sem tekið var, % . 27,106 27,106 26,998 Meðalávöxtun, % 25,72 25,97 25,95 1) Hver víxill er að Ijárhæð kr. 50 þús. I fyrstu tveimur útboðum voru 10 víxlar í einu setti, en fimm vixlar i maíútboðinu. Lágmarksfjárhæð sem hægt var að bjóða í var því kr. 250 þús. í maí, en kr. 500 þús. i fyrri skipin.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.