Vísbending


Vísbending - 23.05.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 23.05.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 á hvaöa tíma breytingarnar verða er dæmiö miöaö við fyrsta útboö ríkis- víxlaogtímabiliðmarstiljúní 1984. Ef miðað er við að útboð sé um miðjan mánuð má segja að lánskjara- vísitala næsta mánaðar sé þegar kunn, þótt hún sé ekki auglýst fyrr en um 20. hvers mánaðar. Stafar þetta af þvi að lánskjaravísitala í mánuði t + 1 er reiknuð eftir framfærsluvísitölu og byggingarvísitölu í mánuði t. Fram- færsluvísitalan ræðst af verðlagi í fyrstu viku mánaðarins en byggingar- vísitalan er reiknuð um miðjan mánuð. Við útboð í mars er því marsvísitalan að sjálfsögðu þekkt og aprílvísitalan að mestu líka þar sem verðupptökur hafa þegar farið fram þegar tilboðum er skilað. Það eru því aðeins ófyrirséðar gengis- eða launabreytingar (eða áhrif vegna breytinga á niðurgreiðslum) á tímabilinu frá miðjum mars fram yfir fyrstu vikuna í maí sem valda óvissu í raunávöxtun í marsútboði rikisvíxl- anna. Breytingar eftir þetta tímabil fram að gjalddaga víxlanna um miðjan júní náekki inn í júnígildi lánskjaravísi- tölunnar. Og eins og taflan sýnir veldur 5% óvænt breyting á verði erlends gjaldeyris eða á launum ekki verulegri röskun á lánskjaravísitölu á þessum tíma. Áhrif af breyttum niðurgreiðslum eða sams konar „beinum" ráðstöfun- um vega öllu þyngra. Sem dæmi má taka áhrifin af efnahagsfrumvarpi ríkis- stjórnarinnar í maí 1984 en reiknað er með um 1,3% hækkun á framfærslu- vísitölu vegna aðgerða sem felast í frumvarpinu, aðallega vegna minni niðurgreiðslna. Þessi hækkun á fram- færsluvísitölu kemur þó ekki fram fyrr en í júní og hefur þar með ekki áhrif á lánskjaravísitölu fyrr en í júlí. Áhrif á raunávöxtun Hér er gert ráð fyrir að lánskjaravísi- tala fyrir júni 1984 verði 885 (en hún hefur ekki verið birt þegar þetta er skrifað). Hækkun vísitölunnar frá mars til júní yrði því (885/854) = 1,03630 eða 15,33% m.v-. heilt ár. Tafla 3 sýnir áhrifin á raunávöxtun víxlanna í mars- útboðinu af óvæntum 5% hækkunum launa eða erlends gjaldeyris í apríl eða í maí. ( töflunni er miðað við meðalnafn- ávöxtun víxlanna, 25,72%, og (1,2572/1,1533) = 1,0901 eða9,01% án óvæntra hækkana. Ef 5% launa- hækkun hefði orðið óvænt i apríl og Tafla 3. Áhrifá raunávöxtun af 5% hækkun erlends gjald- eyris eða launa í apríl eða maí 5% hækkun erlends 5% hækkun Mánuður gjaldeyris kauptaxta april 6,26 4,92 maí 8,62 7,88 júní 9,01 9,01 náð mælingum framfærslu- og bygg- ingarvísitalna í þeim mánuði hefði sú hækkun lækkað raunávöxtun sam- kvæmt töflunni í 4,92% úr 9,01 %, svo að dæmi sé tekið um hvernig lesa ber úr tölunum í töflunni. Raunávöxtun ríkisvíxlanna í töflu 4 er sýndur framreikningur láns- kjaravísitölu mánuðina júní, júlí og ágúst í sumar. í framreikningnum er tekið tillit til hækkana á framfærsluvísi- tölu sem urðu við niðurfellingu á niður- greiðslum 11. maí s.l. og til annarra hækkana sem hugsanlega verða vegna efnahagsráðstafana ríkisstjórn- arinnar samkvæmt frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi þegar þetta er skrifað. Hins vegar er ekki tekið tillit til hækk- ana á verði landbúnaðarvara sem gætu orðið vegna hækkunar á verð- lagsgrundvelli landbúnaðan/ara, en nýr grundvöllur verður reiknaður í júní. Þá er tekið tillit til umsaminna laun- ahækkana, 2%, sem verða 1. júní n.k., en ekki reiknað með neinum breyt- ingum á gengi á þeim tíma sem áælt- unin nærtil. Eftir þessum áætlunum um láns- kjaravísitölu er hægt að reikna raun- vexti á ríkisvixlum í útboðunum í mars, apríl og maí. I töflunni er miðað við meðalávöxtun víxlanna í hverju útboði (vextir reiknaðir eftir á). í Ijós kemur að raunávöxtun ríkisvíxlanna er talsvert næm fyrir verðlagsbreytingum og leikur hún á bilinu 5 til 9% á ári eftir þeim tölum sem fram koma í töflunni. Áhætta vegna óvissu í verðlagsspám Raunávöxtun virðist því talsvert næm fyrir verðlagsbreytingum sem ill- mögulegt er að sjá fyrir við útboð víxl- anna jafnvel þótt lánstíminn sé ekki nema þrír mánuðir. Þegar hefur verið rætt um áhrif gengisbreytinga og launabreytinga. Ekki er þó síður ástæða til að gefa gaum að svokölluð- um beinum áhrifum á framfærsluvísir tölu, til dæmis vegna breytinga á niður- greiðslum eða annarra ráðstafana af svipuöu tagi. Raunávöxtun vixlanna frá í apríl gæti orðið að meðaltali sam- kvæmt tölunum í töflunni á milli 5 og 6% og er lækkunin frá ávöxtun mars- víxlanna að mestu leyti vegna niður- fellingar niðurgreiðslanna í maí og hækkananna sem felast í efnahags- ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar í þessum mánuði. Eins og fyrr segir eru áhrif af hækkunum á landbúnaðar- vörum í júní enn ekki kunn. Launa- hækkanirnar 1. júní sem einnig hafa áhrif voru hins vegar þekktar þegar til- boðin voru gerð í víxlana. Framreikninga af þessu tagi verður að taka með fyrirvara eins og jafnan þegar um spár er að ræða. En tölurnar nægja til þess að gefa til kynna að raunávöxtun ríkisvíxlanna er háð nokkurri óvissu vegna verðlags- spánna. Þess vegna er ekki úr vegi að skipta raunávöxtun víxlanna í 6 til 7% grunnvexti auk áhættuþáttar sem getur bæði hækkað og lækkað raun- ávöxtunina. Áhættuþátturinn ræðst aðallega af verðlagsbreytingum og þess vegna er eðlilegt að meðalvextir ríkisvíxlanna, sem eru óverðtryggðir, séu nokkru hærri en vextir á verð- tryggðum fjárskuldbindingum. Tafla 4. Ávöxtun ríkisvíxla í útboðum í mars til maí mars Lánskjaravísitala ............ 854 -áætlun .................. Breytingar l-vís. næstu 3 mán. m.v. heilt ár, % .... 15,33 Nafnávöxtun m.v. meðal- tal, % ...................... 25,72 Raunávöxtun, % ............... 9,01 apríl maí júní júli ágúst 865 879 885 904 913 19,3 16,4 25,97 25,95 5,6 8,2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.