Vísbending


Vísbending - 23.05.1984, Blaðsíða 7

Vísbending - 23.05.1984, Blaðsíða 7
VISBENDING 7 Gjaldahliðin En hvernig er hægt aö draga úr umsvifum ríkisins? Ríkisútgjöldum má skipta í þrjá hluta. I fyrsta lagi eru útgjöld vegna framleiöslu hins opin- bera á vörum og þjónustu (t.d. ríkisfyr- irtæki, skólar og sjúkrahús). I öðru lagi eru kaup ríkisins á vörum og þjónustu frá einkafyrirtækjum (t.d. lyfjakaup, vegaviðhald o.þ.h.). í þriðja lagi eru svokallaðar tilfærslur, þ.e. ellilífeyrir, tryggingabætur o.þ.h. Það er fyrst og fremst ríkisreksturinn sem margir telja óheppilegan vegna þess að venjulega er þar um einokun að ræða. Þar nýtur ekki kosta frjálsrar samkeppni og þar er því gengið á hlut neytandans. Ein leið til þess að draga úr ríkisútgjöldum er því að færa rekstur úr höndum ríkis- ins og til einkaaðila. Nýleg skoðana- könnun Hagvangs h.f. sýndi að al- mennt er fólk þeirrar skoðunar að rekstur sé betur kominn í höndum einkafyrirtækja heldur en hjá ríkinu. Spurningin er því aðeins hversu langt á að ganga í því að fela einkafyrirtækj- um þann rekstur sem ríkið hefur nú með höndum. Minni hlutur ríkisins í stuttu máli er svarið við þeirri spurn- ingu að hagkvæmt sé að draga eins og unnt er úr þátttöku ríkisins í rekstri allra framleiðslufyrirtækja. Sá rekstur sem fellur undir menntamál og heilbrigðis- mál er hins vegar af öðrum toga. Þar er um að ræða þjónustu sem erfiðara er að selja á frjálsum markaði. Þótt víða um lönd séu uppi hugmyndir um að færa rekstur skóla og sjúkrahúsa úr höndum hins opinbera þá er fram- kvæmdin víðast skammt á veg komin. Það er óþarfi fyrir litla þjóð eins og islendinga að gera tilraunir á þessu sviði. Áhrif ríkisins á atvinnulífið eru miklu meiri heldur en fram kemur af þeirri skiptingu ríkisútgjalda sem rakin er hér að framan og hlutur mennta- og heilbrigðismála er því ekki eins mikill og hann virðist í fyrstu. Rfkið hefur einnig áhrif á starfsemi atvinnufyrir- tækja með ýmsum takmörkunum og höftum á eðlileg viðskipti. Hér er átt við margvíslegar takmarkanir í fjármálum og peningamálum, en einnig mætti nefna skipulagsmál, samgöngur o.fl. Ríkið hefur fram til þessa ráðið vöxtum hér á landi. Gjaldeyrisviðskipti hafa ekki verið frjáls og útlán bankanna hafa verið takmörkum háð. Ríkið hefur í vaxandi mæli beint fjármagni frá atvinnufyrirtækjum og inn á brautir sem stjórnvöld ákveða sjálf. Innflutn- ingur hefur að vísu verið að mestu leyti frjáls síðan 1960 en fram til þessa hefur verðlagning á innflutningi ekki verið frjáls. Útflutningur hefur þar til nýlega allur verið háður leyfum hins opinbera. Sem dæmi um afleiðingar af þessum höftum á fjármagnsmarkaði má nefna að erlendar skuldir hafa nú vaxið í 60% af þjóðarframleiðslu (um % eru opinberar skuldir) en skuldir ríkissjóðs við þegna sína er ekki nema lítið brot af því hlutfalli. Það er ekkert óeðlilegt að ríkið taki lán á innlendum fjármagnsmarkaði og skuldi þegnum sínum verulegar fjárhæðir, jafnvel helming af þjóðarframleiðslu. Það hefði m.a. þau áhrif að stækka og efla innlendan fjármagnsmarkað og það gæti stuðlað verulega að sveiflujöfnun í atvinnulífinu og aukið sjálfstæði þjóð- arinnar út á við vegna minni erlendra skulda. Niðurstöðurnar má því draga saman í örfáum orðum. í þeim breytingum sem verða að eiga sér stað á þessum áratug þarf að minnka eins og unnt er hlut hins opinbera í rekstri atvinnu- fyrirtækja, og afnema höft og takmark- anir á fjármagnsmarkaði svo að fjár- magnið fái sjálft að leita þangað sem arðsemi er mest. Fella þarf niður allar takmarkanir á gjaldeyrisverslun og höft í utanríkisverslun og færa sjóðakerfi hins opinbera í hendur viðskiptabank- anna. Þetta eru miklu veigameiri atriði heldur en breyting á rekstri mennta- og heilbrigðisstofnana. Mennta- og heilbrigöiskerfi í rekstri fræðslu- og heilbrigðiskerfis mætti hugsa sér þrjár leiðir. í fyrsta lagi þá sem nú er farin, að rfkið sjái alveg um rekstur skóla og sjúkrahúsa og fjár- magni hann með skatttekjum. I öðru lagi að fela einkaaðilum að sjá um rekstur þessara stofnana sem yrðu fjármagnaðar af ríkinu. ( þriðja lagi að rekstur þessara stofnana sé alfarið í höndum einstaklinga og ríkið fjár- magni þær ekki nema að takmörkuðu leyti en aðrar tekjur skóla og sjúkra- húsa komi beint frá þeim sem notfæra sér þjónustuna. í staðinn yrði ríkið að fella niður ákveðna skatta og álögur eða beita neikvæðum sköttum. Sem dæmi um neikvæða skatta má nefna verulega aukningu á barnabótum sem runnið gætu til að fjármagna nám barna og unglinga. Þessi mál eru allrar umhugsunar verð. Kostirnir við að draga úr hlut ríkisins í heilbrigðis- og fræðslumálum eru ef til vill ekki aðal- lega sparnaður heldur aukin og bætt þjónusta og aukið frjálsræði þegn- framhald á bls. 8 BANDARÍKIN Bæöi i Bandarikjunum og Bretlandi hefur fariö fram mikil umræöa um það hvernig unnt sé aö breyta skattheimtu ríkisins til þess aö ná betri árangri viö tekjuöflun ríkisins og rétt- látari skattlagningu þegnanna. Ef til vill er þaö vegna hins gífurlega fjárlagahalla i Bandaríkjunum sem gert er ráö fyrir að hald- ist í aö minnsta kosti fimm ár aö tekjuhlið ríkissjóðs er gefinn gaumur umfram annaö. Taliö er víst aö skattahækkanirnar sem framkvæma þarf á næsta ári veröi settar fram sem skattalagabreytingar. Skattheimta í Bandarikjunum er talin nýta skattstofna illa auk þess aö vera ranglát og of lítil. Taliö er að tekjur rlkissjóðs í ár veröi um 670 milljarðar dollara og vantar þá um 180 milljarða til að ná útgjöldunum. Um 300 milljaröar dollara eru innheimtir sem tekjuskattar, um 70 millj- aröar meö skattlagningu fyrirtækja og aörir 70 milljaröar meö söluskatti og öörum skött- um. Til viðbótar verða 240 milljarðar dollara innheimtir frá launþegum og atvinnurekend- um vegna trygginga. Hvernig sem forsetakosningarnar í nóv- ember fara er taliö augljóst aö breytingar á skattalögum séu óumflýjanlegar. Þær lag- færingar á skattheimtunni sem llklegastar eru taldar fela í sér lægri tekjuskatta en um leið yrðu flestallir frádráttarliðir afnumdir og skattþrepum fækkaö eöa komið á einum flöt- um tekjuskatti. Skattar á fyrirtæki yrðu einnig aðeins miðaðir viö eitt hlutfall, lægra en 46% skatturinn sem nú gildir. Sem dæmi má nefna tillögur tveggja þingmanna demókrataflokksins frá síöasta ári. I þeim fólst 14% flatur tekjuskattur en til viöbótar kæmi skattur á hærri tekjur sem hækkaöi í tveimur þrepum í 25% og færi hæst i 30% en hæsta skattþrep nú er 50%. Fyrirtæki yrðu skattlögð um 30% af hagnaði. Nokkrar hugmyndir repúblikana er aö finna í frumvarpi tveggja þingmanna, Cast- ens og Kemps. I tillögum þeirra er hæsta skattþrep tekjuskattsins 25% og aðeins er um aö ræða fáa frádráttarliði en þó eru vextir vegna húsnæðislána frádráttarbærir. Aðrar tillögur fela I sér upptöku virðisaukaskatts, eða tekjuskatt I aðeins einu þrepi sem yrði þá 19%. Margir telja þó hina tekjuhæstu sleppa of vel ef beitt er flötum tekjuskatti. Til viöbótar má nefna hugmyndir sem Feldstein, efnahagsráðgjafi Fteagans forseta, er sagöur athyllast. Þar er aðeins sá hluti tekna sem eytt er skattlagður, en ekki sá hluti sem lagður er fyrir.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.